6,000 datasets found
Drengur einn ætlaði erlendis eina ferð til frama og frægðar. Sigldi hann með skipi einu úr Faxaflóa. Komust þeir fyrir Reykjanes og brutu skip sitt. Drengurinn var þegar orðinn danskur í orði og anda. Sá hann þar hrífu á vellinum, spurði dreng einn er hjá stóð um leið og hann steig fætinum á tindana: „Sig mig du en lille knægt, hvilket våben er dette?“ Um...
„Þegar ég fer að búa á Hvammi," mælti Kristín kerling, „þá ætla ég ekki að hafa runtuna; mér hefur lengi verið borið það á brýn að ég væri runt."
is.sagnagrunnur.SG_9_961
Þegar ég var ung,“ mælti kerling ein, „vóru sláttumennirnir næsta ólíkir því sem þeir eru nú. Þá slógu þeir með eikarljáunum og tólgarbrýnunum túnhólana í rifaþerrirnum og kvað þá við í höggunum hjá þeim issum kviss, urrum snurrum, issum kviss, urrum snurrum. En núna þótt þeir slái með alinarlöngum stálljáunum og steinbrýnunum í vatnsrekjunni heyrist...
is.sagnagrunnur.SG_9_960
This dataset has no description
Karl einn sem lengi hafði búið baslbúnaði en sagði þó oft frá búnaði sínum og velmegun. „Það kom aldrei fyrir alla mína búskapartíð," sagði hann, „að mig brysti annað en hey, mat, fatnað, skóleður og eldivið og var það ekki teljandi."
Karl einn mælti: „Það er eins og annað núna, að allir góðir siðir eru af lagðir. Nú er aldrei rifizt við kirkju og var það öðruvísi í ungdæmi mínu; þá bar margur blátt auga og brotið nef frá kirkju sinni."
is.sagnagrunnur.SG_9_958
Arnbjörn hafði búið á Valdalæk á Vatnsnesi baslbúnað. Hann átti eina kú og varð oft heylaus. Kona hans hét Björg. Þegar Arnbjörn var löngu hættur búi og orðinn gamall sagði hann oft sögur af búskap sínum á Valdalæk, einkum sögur af því hversu mikið hann heyjaði. „Ég átti þar," sagði hann, „átján rima stiga og bar svo hátt töðuheyið að þegar ég stóð í...
Einu sinin voru tvær kerlingar á bæ. Önnur var orðin hneppt og hin blind. Eitt sinn þegar fólk kom inn sáu það hvar önnur lá dauð á gólfinu við baðstofustigann en hinn hékk föst á fætinum í efsta stigahaftinu með hausinn niður og hélt í pilsgarminn á þeirri dauðu. Þegar hún gat loksins talað sagði hún að þær höfðu verið að tala sama hvor í sínu bæli í...
is.sagnagrunnur.SG_9_956
Tvær gamlar kerlingar hittust og tóku tal saman. Þá sagði önnur við hina: „Þú ert, blessuð mín, orðin ógnar gömul." Já, hún taldi það og sagðist sko muna eftir Ábrahám. Hinni þótti það ekki mikið því hún myndi eftir Sátán og átti við hann þegar hann var í ruggu. Hún sagðist hafa átt margar vökunætur því hann var óspektargrís og sagðist eiga hönk upp í...
is.sagnagrunnur.SG_9_955
Tveir menn voru á Álftanesi (í Sviðholti) sem ávallt reru saman tveir einir á báti; hét annar Halldór, en hinn Gestur. Einu sinni sem oftar réru þeir og lögðust fyrir flyðru. Halldór kemur þá í lúðu, dregur hana undir borð og grípur svo hnallinn til að dasa hana með. En þegar Gestur sér hvað um er að vera færist hann á stúfana, stendur upp og ætlar að...
is.sagnagrunnur.SG_9_954
Eitt sinn var sent eftir séra Klemens í Tungu að þjónusta dauðvona mann. Enginn var heima til að sækja hest prestsins nema gömul kerling sem bauðst til þess. Presti þótti vænt um það en hafði þó áhyggjur af henni. Kerling hélt af stað og villtist í þoku. Hún gekk lengi þar til hún hitti smala og spurði eftir hesti prestsins. Hann sagði að hestur prestsins...
Einn ríkur bóndi í Auðkúlusókn er Jón hét fór af stað einn sunnudagsmorgun með barn til skírnar. En að hálfnaðri leiðinni þurfti Jón af hestbaki til þarfinda sinna og lagði hjá sér barnið, en gleymdi að taka það aftur þegar hann fór á stað. Reið hann svo tafarlaust það eftir var að Auðkúlu og óskaði eftir að fá að tala við prest sem strax lukkaðist. Svo...
Jón bóndi fór eitt sinn með barn til skírnar heim að Auðkúlu. Á leiðinni þurfti hann að fara af baki og lagði barnið frá sér á þúfu en gleymdi að taka það aftur. Jón reið svo áfram. Hann talaði lengi við prestinn án þess að ranka við sér. Þegar hann gerði það reið hann til baka í leit að barninu en þá höfðu ferðamenn fundið það og farið með til skírnar að...
Eitt sinn bjuggu hjón í Laufássókn sem áttu nýfætt barn. Þegar bóndinn ætlaði að reiða það til kirkju til skírnar vantaði honum eitthvað til að vefja utan um barnið því það rigndi mikið. Hann þreif skorpinn skinnstakk, vafði barnið í og batt síðan fyrir aftan sig. Þegar hann steig svo af baki og ætlaði að taka barnið greip hann í tómt. Hann reið því sömu...
This dataset has no description
Einu sinni stóð kona nokkur út á hlaði og sá hvar maður hennar var að smala í fjallshlíð seint að vetri. Þá sá hún að honum skrikaði fótur og féll fram af klettum. Konunni varð þá ljóð af munni.
Einu sinni fór karl að leita kerlingu sinnar lækninga. Læknirinn spurði hvort hún hefði á klæðum en karlinn svaraði að hún átti eitt klæðisfat og að það væri löngu slitið. Þá spurði læknirinn hvort hún hefði tíðir. Karlinn sagði að hún færi aldrei til tíða. „Farðu bölvaður," sagði læknirinn, „missir hún þá nokkurn tíma blóð?" „Það veit ég ekkert," sagði...
Kona nokkur kom að tali við grannkonu sína og ræddi um búnaðarbasl og margföld bágindi sín og armæðu á sál og líkama. Hún kenndi það allt ódugnaði og leti manns síns. Konan bar sig svo aumlega að grannkonan kenndi í brjósti um hana. Eftir stund sagði grannkonan: „Þið eruð samt, vesalingar, sæl með það að þið eigið ekki börnin." „Já," svaraði konan, „það...
is.sagnagrunnur.SG_9_947
Sú er sögn að strákur einn átti að hengjast. Þegar að því kom kvaddi hann móður sína sem spurði hvort hann vildi ekki hafa sparihúfuna sína á höfðinu. Hann kvað nei við og sagði: „Þetta er ekki stássferð, móðir mín."
is.sagnagrunnur.SG_9_946
Svo er sagt að í fyrndinni væri strákur einn sem var dæmdur til hengingar. Á aftökudaginn var farið með hann til gálgans. Á leiðinni sá hann margt fólk á ferð og mikinn ys. Þá sagði hann: „Sér eru hver lætin, ekki liggur á, því ekkert verður gert fyrr en ég kem."
is.sagnagrunnur.SG_9_945