45 datasets found
Place of Narration: Húsavík
Í Húsavík austur sást skrímsli sem líktist báti sem sagaður hafði verið þversum. Var það stundum í kafi og stundum uppi.
Ólafur Hallgrímsson bjó nokkur ár að Sævarenda og síðan í Nesi í Loðmundarfirði. Evert Wíum hinn sterki bjó í Húsavík og átti hana með öllum fylgijörðum. Hann þótti latur og illa laginn til búnaðar og var um hann kveðin vísa. Hann var eyðslusamur og fékk oft lán hjá Ólafi, en þegar Ólafur kallaði eftir skuldinni gat Evert aldrei borgað. Fór því svo að...
Hafnarbræðra þáttur. Ólafur fær Húsavík.
Á tindi einum háum og illkleifum nálægt Húsavík, er sagt að sé skál full af gulli. Ekki hefur reynt á það hvort rétt sé því enginn hefur lagt í það að klífa tindinn. Á þessum slóðum er mikið af einkennilegum steinum sem sýnast myndir af mönnum og dýrum.
Skrímsli sást í Húsavík sem leit út eins og tveir selir fastir saman á hliðunum. Það gaf frá sér hljóð, einkum ef það heyrði hljóð úr landi.
Afbrigði í Húsavík. Tvöfaldur selur.
Einu sinni var séra Helgi að ræða aflabrögð við Tjörnes við konuna í Saltvík. Spáði prestur að selurinn, sem árlega hafði veiðst mikið af út með öllu nesi, myndi hverfa, en fiskafli aukast. Taldi konan að aldrei hefði hval rekið innan til við flóann, en prestur sagði svo yrði samt áður en langt liði, þó líklega eftir sinn dag. Gekk þetta eftir; selurinn...
GALDRAMENN. þáttur af Helga presti Benediktssyni: 8. Aflabrögð við Tjörnes
Á árunum 1910-1915 vann heimildarmaður á sláturhúsi Kaupfélags Þingeyinga. Eitt haustið var fyrir mistök komið með fleira fé en hægt var að klára að slátra fyrsta laugardaginn. Varð að ráði að slátra því sem út af stóð á sunnudagsmorgni fremur en bíða til mánudags. Þótti sumum óviðkunnanlegt að slátra á sunnudegi en þetta var gert og kjötið var áætlað í...
HELGISÖGUR. Átök æðstu máttarvalda: Tók ekki nema sitt
Tveir menn fóru eftir kindum. Kona annars var að falli komin. Þeir tepptust og hugsaði faðirinn tilvonandi sterkt til granna síns sem hafði lofað að gæta konu hans. Kona grannanns sá andlit birtast sér, líkt andliti bóndans.
Bóndi í Húsavík austur sá tvö bjarndýr, björn og birnu. Björninn veiddi hann en birnan flúði en náðist síðar í Loðmundarfirði. Þarna sannaðist það að oft eru með yngri og meinlausari dýrum, önnur dýr gömul og mannskæð.
Jóhannes ríki ólst upp við mikla fátækt en varð síðar mikill auðmaður. Dó hann þann 2. október 1871. Hann hafði beðið um að vera jarðaður á Húsavík en vegna snjóa og ófærðar var hann jarðsettur í Ljósavatnskirkjugarði. Fljótlega eftir jarðarförina fór sonur hans að verða var við föður sinn og benti allt til þess að hann væri óánægður með hvílustað sinn....
Frá Jóhannesi Kristjánssyni ríka
Sigtryggur Sigurðsson hafði lengi verið verslunarmaður í Örum og Wulff's verslun á Húsavík en Þórður Guðjóhnsen hafði tekið við forstöðu hennar. Kvöld eitt þegar Guðjóhnsen sat í skrifstofu verslunarinnar, heyrði hann fiðluhljóm ofan af loftinu yfir skrifstofunni. Fór hann upp á loft en þar lá gömul rykfallin fiðla í einu skotinu. Hafði Sigtryggur átt...
Fiðluhljómurinn
Hermt er að Sigfús, sonur Helga, hafi reynt að fikta við kukl sér til nytja en faðir hans fljótt gripið inn í og afstýrt frekari tilraunum hans. Einhvern tíma, þegar lík stóð uppi í Húsavíkurkirkju, fór Sigfús við annan mann og tóku þeir neglur og fleira af líkinu og höfðu með sér í svefnloft sitt. Vonuðust þeir með þessu til að fá fréttir um óorðna hluti...
GALDRAMENN. þáttur af Helga presti Benediktssyni: 6. Frá Sigfúsi Helgasyni
Einhverju sinni, er Helgi var prestur á Húsvík, vaknaði fólk í baðstofunni við hljóð mikið frammi í bænum um nótt. Þegar hljóðað var öðru sinni fór prestur fram á nærklæðum og dvaldist um stund frammi. Þegar hann kom inn aftur heyrði dóttir hjónanna, sem var til fóta hjá þeim, að séra Helgi sagði konu sinni að þetta hefði verið andi manns sem lifað hefði...
GALDRAMENN. þáttur af Helga presti Benediktssyni: 5. Hljóð í Húsavíkurbæ
Einhvern tíma, eftir að séra Helgi kom til Húsavíkur, tók maður einn að ónáða hann í svefni. Fór svo að prestur tókst ferð á hendur út á Tjörnes að heimsækja þar nokkra bændur á sjávarjörðum og bað þá skila því sem þeir hefðu fundið. Færðust þeir fyrst undan, en þorðu svo ekki annað en meðganga að þeir hefðu fundið rekinn bát og mann bundinn við þóftuna....
GALDRAMENN. þáttur af Helga presti Benediktssyni: 4. Barði
Á árunum 1861-´67, þegar Þorsteinn Jónsson var sýslumaður Þingeyinga, var maður, er Gunnar hét, gripinn við innbrotsþjófnað hjá Skov verslunarstjóra dönsku selstöðuverslunarinnar á Húsavík. Viðurkenndi Gunnar þjófnaðinn og bar að foreldrar hans, sem hétu Kristján og Rósa, hefðu verið í vitorði með sér. Óttaðist þá Rósa að komast undir manna hendur, bar...
Rafn á Kaldbak var mjög glaðlyndur maður að eðlisfari og var eitt sinn staddur í verslun og hló þar mikið. Vatt sér þá að honum maður og sagði honum að vera ekki að hlæja því að dauðinn sé kominn í hans augu. Þegar Rafn kom heim til sín seinna um kvöldið var kviknað í bænum hans og hann dó við að reyna að bjarga eigum sínum.
Tveir draugar fóru haga sér sem þeir væru hjón, Húsavíkur-Lalli og Mývatns-Skotta, lögðust draugarnir á fisk bæjarbúa, eitt sinn sá maður nokkur til þeirra, skaut hann á Lalla og hefur ekki sést til draugsins síðan.
Þrír menn reru saman. Ung stúlka sem átt hafði tvö börn með einum þeirra var á næsta bæ. Eitt sinn sá hún þá ganga á land þegar þeir voru raunar langt úti á sjó. Þeir fórust skömmu síðar. Einnig höfðu sést þrjú ljós á altarinu í kirkjunni.
Um 1800 hafðist við vættur í Húsavík í Múlasýslu. Aldrei sáu menn hana, en heyrðu í henni hljóðin, oftast í kvöldrökkrinu. Þau voru hvell og mikil, og þóttu seiðmögnuð og töfrandi. Ef menn tóku undir með henni, svaraði hún jafnharðan. Töldu menn þetta helst vera margýg. Vættur þessi gerði aldrei mönnum mein.
Maður einn lendir í viðureign við sæveru eina á leið sinni eftir fjörunni milli Húsavíkur og heimilis síns. Er viðureign þeirra allsnörp og ekki útséð um hvernig henni muni ljúka enda var vera þessi ill viðureignar. Manninum tekst þó um síðir að koma þannig höggi á hana að hún lúpast burtu og hann kemst illa sár til síns heima hvar hann greinir frá...
Guðmund verslunarmann á Húsavík dreymdi aðfararnótt 28. apríl 1906 að hann væri staddur úti í dimmviðri og hríð. Bar hann að húsi nokkru og gekk inn í það. Kom hann þar inn í stóran sal og voru þar margir menn fyrir. Heyrðist kveðin vísa. Var síðan blindhríð og ofsaveður dagana 26.-28. apríl og urðu miklir mann-og fjárskaðar
„Nú er svalt um svarta nátt“