6,000 datasets found
Maður nokkur át jafnan þegar hann var háttaður í rúmi sínu. Eitt sinn sagði hann þegar hann var búinn að borða nægju sína: „Ég vildi ég væri lagztur út af, sofnaður, vaknaður aftur, seztur upp og farinn að éta.“
is.sagnagrunnur.SG_9_980
This dataset has no description
Þegar alþing Íslendinga hófst að nýju á 19. öld og menn fóru að fá fregn um þingstörfin og árangur þeirra hjá stjórninni mælti maður einn að sér virtist meðan alþingi ekki fengi ályktarvald í málunum mundi það verða ekki ólíkt því „þá margir hundar koma saman á haugi og allir gelta, en enginn veit að hverju hann geltir eða hvað af geltinu leiðir. Þegar...
Kerling nokkur flakkaði með dreng sinn stálpaðan. Á bæ einum í skemmu sá hún að þráðarendi lafði út undan kistuloki, hún tók í endann og fann að hann var laus. Hún fékk drengnum endann og skipaði honum að vinda hann en sat sjálf á meðan í skemmudyrunum. Drengurinn gerði það sem hún sagði honum og vatt svo lengi sem hnoðið entist sem var í kistunni. Hér...
Það var einu sinni prestur sem bæði var ríkur og ágjarn og konan ekki betri. Hann lagði hjá sér tvö þúsund dali árlega. Hann vildi aldrei taka börn til spursmála nema fyrir borgun og aldrei kom svo neitt barn til hans að það hefði ekki peninga í höndunum. Í sókninni var mikið ríkur bóndi; hann átti sér eina dóttir barna mikið fríða og vel að sér. Eitt...
Maður nokkur fór til sjóróðra suður á nes. Í Húnavatnsþingi varð honum samferða strákur að nafni Stígur og ætlaði hann í Skálholtsskóla. Þegar þeir komu að bæ einum makaði Stígur andlit vermanns og hægri hönd í súru skyri á meðan allir sváfu. Þegar kveikt var um kvöldið var mikið hlegið að honum. Þegar þeir áðu á heiðunum og sofnuðu tók vermaður snýtuklút...
Einu sinni voru nágrannar, Guðmundur sem var nirfill og gerði engum gott og Sigurður sem var fátækur. Fé Guðmundar gekk á jörð Sigurðar og eyðilagði mikið en Guðmundur vildi ekki bæta fyrir það. Eitt sinn kom vinnumaður til Sigurðar að nafni Ólafur. Hann sagðist ætla sér að fá eitthvað gott út úr Guðmundi. Eitt sinn tók hann besta hrútinn hans og hélt af...
Einu sinni var bóndi sem átti veglegt bú og þar á meðal eina kú sem var metfé, hún var sexspenuð og baulaði þegar hver eykt var liðin. Eitt sinn kom ókunnugur maður sem fékk gistingu. Um nóttina tók hann kúna og batt hana við stóra hríslu við veginn. Um morguninn héldu bóndi og gesturinn til kaupstaðar. Þegar þeir komu þar að sem kýrin var bundin bað hann...
Einu sinni voru menn á ferð suður á Suðurnes til sjóróðra. Þeir vildu ná á einn stórbæ til að fá gistingu. Einn þeirra spurði hina hvað þeir vildu gefa sér fyrir að stela vænsta krofinu frá bónda og sögðust þeir gefa honum spesíuna hver. Þeir fengu gistingu þar um nóttina. Sá sem sagðist ætla að redda kjötinu hvarf og fann krof sem hann fór með inn í...
This dataset has no description
Tvö börn fengu mat sinn sem faðir þeirra hafði skammtað þeim í sínu hvoru lagi. Þegar skammturinn kom sagði barnið sem var olnbogabarn föðurins: „Smátt skammtar hann faðir minn smjörið núna.“ „Hann sér það ekki blessaður,“ mælti hitt barnið sem var uppáhald föður síns. „Jú, jú,“ svaraði hitt, „sér hann það, vízkur.“
Kona ein gömul og rík sagði að hún væri svo vel fötuð að hún ætti fimmtán hempurnar. Þá sagði við hana bláfátæk nágrannakona hennar: „Þér gjörið svo vel heillin góð að gefa mér lökustu hempuna yðar." „Ekki held ég að verði af því,“ sagði konan, „eða í hverju ætti ég þá að vera hverndag?"
is.sagnagrunnur.SG_9_970
Í fyrndinni fóru menn til Geirfuglaskerja að afla fugls og fiðurs. Þó fóru þeir aldrei til skerja þeirra er lengst lágu burt því þar bjuggu vættir er engum létu afturkvæmt. Um hausttíma fór skip eitt út til skerjanna og týndist. Leið svo allur veturinn að einkis varð vart af skipinu, en um vorið kom einn skipverja er Árni hét heim til sín aftur. Var hann...
Bóndi einn seldi árlega mat úr búi sínu fyrir peninga og svelti sjálfan sig og hyski. Einu sinni kom hallæri af matarskorti og varð því matsala bónda arðmeiri enda sparaði hann mat við sig og hyski sitt. Síðast átti hann aðeins örfáa spaðbita. Þá kom til hans maður með krónu og bað um máltíð. Karl tók við krónunni og velti henni í lófa sér en ákvað svo að...
Karl einn átti fulla kistu af peningum sem hann hafði raðað upp á rönd. Eitt sinn bað nágranni hans hann um að lána sér eina krónu því sér lægi mikið á. Hann hafi misst bjarggrip sinn og verði að kaupa annan svo hann flosni ekki upp. Karlinn hrærðist til meðaumkunar við manninn og ætlaði að verða að bón hans. Hann plokkaði eina krónu úr röðinni en sá að...
is.sagnagrunnur.SG_9_968
Einu sinni voru rík hjón í Múlasýslu. Þau spöruðu allt sem þau gátu og gengu illa til fara. Einu sinni komu þau í kaupstað og tók karlinn þá út hátt í sjóvettling af peningum. Þá sagði kerling: „Hvernig eigum við að fara með börnin heima?“ Karlinn sagðist ekki vita það, hann hefði engin ráð til þess. Hann lét hana samt hafa þrjá eða fjóra skildinga til að...
Einu sinni var nirfill í Þingeyjarsýslu sem sögur fara af. Hann hafði grætt fé á hallærisárunum, en nú leið og beið. Þá sagði karl: „Þar er af sem áður var; guð getur ekki sent nú neitt hallærisár."
is.sagnagrunnur.SG_9_966
Grímur Bessason prestur óskaði sér: „Ég vildi ég ætti mér svo stóra brennivínstunnu að himinn og jörð væri sponsinn í!" „Hvar ætlaðir þú þá að vera?" sagði annar. „Við sponsinn," sagði Grímur.
is.sagnagrunnur.SG_9_965
Einu sinni var ungur og ókvæntur prestur sem hélt af stað ásamt vinnumanni sínum að biðja bóndadóttur á bæ einum. Vinnumaður hafði einnig augastað á henni. Þegar þeir komu þangað bar prestur upp bónorðið og fékk hennar. Þegar leið að matartíma bað prestur vinnumann sinn um að stíga á tána á sér þegar hann væri búinn að borða nóg. Við matarborðið steig...
Einu sinni voru karl og kerling sem áttu eitt barn. Karl hafði verið úti einn dag og kom ekki heim fyrr en um kvöldið. Þegar hann kom upp á pallstokkinn kallaði kerling: „Sjáðu þefinn." Karl sagði: „Þú átt að segja „heyrðu þefinn," ambögukjafturinn þinn.“ Í þessum svifum var karli litið niður fyrir sig og sá þar eitthvað ljósleitt á pallinum sem hann...