77 datasets found
Place of Narration: Reykjavík
Prestur er Jón nefndur, en ekki er þess getið hvar hann bjó. Hann átti dóttur er Sigríður hét, en ekki er þess getið að hann hafi átt fleiri börn. Það er sagt að Sigríður hafi verið vel að sér til munns og handa og með öllu karlmanns ígildi að hverju sem hún gekk. Eitt haust var það að Jón prest vantaði allt geldfé sitt og víða þar í sveitinni vóru vondar...
Biskup kom í verslun þar sem kunningi hans var innanbúðar. Biskupi sýndist hann rennblautur og spurði hverju sætti. Búðarmaðurinn sagðist vera skraufþurr og bauð biskupi að þreifa á sér. Siðar sama dag fór búðarmaður í skemmtisiglingu, þrátt fyrir aðvaranir biskups, því veður var gott. Veðrið breyttist skyndilega og fórst búðarmaðurinn þar.
„Hvar hefirðu dýft þér í, Larsen“
Fáum er það gefið að muna sín fyrri líf. Árið 1941 vann maður nokkur við höfnina í Reykjavík með verkamanni sem sagði að allt sem hendir hann í þessu lífi jafnist ekki á við það, sem hann hafði áður reynt. Þá var hann stórbóndi fyrir norðan, átti yfir þúsund fjár og var kvæntur ágætri konu. Þau höfðu margt vinnufólk og áttu nokkur börn og hafi hann síðan...
Fyrra líf
Gluggi þakinn hrímrósum er heimur í hnotskurn þrunginn dul og fegurð. Maður nokkur var svo einrænn og dulur í skapi að hann undi sér ekki innan um annað fólk. Hann bjó einn í húsi og fór nánast aldrei út fyrir hússins dyr. Bókakost átti hann góðan en þegar ár færðust yfir hann, varð hann leiður á lestri og eyddi tíma sínum í það að brjóta heilann um...
Hrímrósir
Skólapiltur keypti sér gamalt skrifborð í fornverslun í Reykjavík. Hann bar það heim til sín, þar sem hann leigði lítið risherbergi. Piltinum gekk illa að festa svefn og tók þá það ráð að telja kindur, sem oft hafði reynst honum vel. Hann var kominn að 999 kindum þegar honum var sagt skýrt og hátt að telja ekki meir, kindurnar væru búnar. Röddin var...
Eitt sinn að áliðnu sumri, þegar Þórarinn var tíu eða ellefu ára, sendi fóstri hans, Þórarinn Böðvarsson, hann út í eldhús eftir ausu. Dyr voru á eldhúsinu fremur víðar og engin göng út að ganga. Fyrir gafli eldhússins voru hlóðir og uppi yfir þeim lítill gluggi. Á haustin var eldhúsið hart nær fyllt af mó, en nú stóð það tómt. Úti var bjartviðri, sól í...
Frá Þórarni gullsmið Þorsteinssyni (I)
Á árunum fyrir seinna stríð höfðu efnahjón í Reykjavík unga og lögulega vinnukonu, sem Kristín hét, kölluð Stína. Stína var léttlynd og skemmtileg og þótti húsfreyju nóg um þá eftirtekt, sem hún vakti hjá húsbóndanum. Stína svaf í herbergi uppi á rislofti en stigi lá upp framhjá forstofuhurð íbúðar hjónanna. Stuttu eftir að Stína kom i vistina fór...
Var Stína betri?
Listmálari í Reykjavík hafði lofað gömlum manni, kunningja sínum, að mála mynd af honum. Þetta dróst og lést gamli maðurinn áður en byrjað var á myndinni. Eftir jarðarförina varð listmálarinn var við umgang upp stiga að vinnustofu sinni. Þekkti hann fótatak hins liðna vinar síns. Bankað var hvað eftir annað að dyrum vinnustofunnar án þess að nokkur sæist...
Sóst eftir mynd
Þegar Bretavinnan hófst fékk Reykvíkingur vinnu þar eins og svo margir aðrir. Þeir voru um tuttugu í flokknum og höfðu það frekar rólegt. Verkstjórinn var miðaldra Reykvíkingur, sem kunni nokkuð í ensku. Ekki hafði hann mikið álit á Bretunum og fannst sjálfsagt að þræla ekki mönnunum út í þeirra þágu meira en hann mætti til, nema þegar breska yfirforingja...
Sett í handraðann
Heimildarmaður var í Reykjavík og hélt skemmtikvöld í Varðarhúsinu. Sá hann tvær stúlkur út í sal og var önnur tvíburi. Mundi hann skyndilega að hún væri dáin en taldi þá að þetta væri hin tvíburasystirin sem enn var á lífi. Töluðu þau saman eftir skemmtunina og lofaði hann henni að heimsækja hana. Ákvað hann nokkru seinna að fara til hennar í heimsókn og...
Þegar Kristján konungur IX kom til Reykjavíkur þjóðhátíðarárið 1874 undraði marga hvað konungur var lítið skrautbúinn. Fór hann til bónda nokkurs og skoðaði hesta hans. Þekkti bóndi ekki konung fyrr en hann sagði til nafns og sagðist vera konungurinn.
Árið 1828 bjuggu 600 manns í Reykjavík en 1908 um 10.000. Voru þá nokkrir torfbæir í Reykjavík og aðeins eitt hús. Þjóðvegurinn upp úr Reykjavík voru traðir og klæðnaðurinn hefur einnig breyst.
Sagnir Páls Melsteðs Ýmsar minnisgreinar
Halldór þurfti eitt kvöld að hitta nokkra menn og mæltu þeir sér mót í Thomsens húsi. Er Halldór kom þangað gekk hann beint inn í húsið. Sá hann þar mann standandi á stól heldur ófrýnilegan. Rétti hann Halldóri skálar og henti borðlampa í gólfið. Flýtti Halldór sér út úr húsinu með skálarnar en félagar hans voru ekki komnir í húsið. Manninn þekkti Halldór...
h. Hrafninn og stýrimaðurinn. Í byrjun vetrarvertíðar 1909 var verið að búa út til fiskveiða þilskip á Reykjavíkurhöfn. Þar lá einnig kútterinn „Keflavík.“ Var unnið að því, að slá undir seglum, setja upp lausastengur og ýmislegt fleira. Þeir sem þarna unni voru meðal annarra Sigurjón A. Ólafsson og Magnús Jónsson, sem var stýrimaður á skipinu. Dag einn...
Nokkru eftir að lóðin við Austurstæri þar sem eitt sinn var Hótel Ísland, var gerð að bílastæði var Reykvíkingur að vitja um bÌl sinn seint að kvöldi. Brá honum heldur í brún, því þar var ekkert bílastæði og enginn bíll heldur, en hótelið brunna stóð þar og lýstu ljós úr glugga. Hann leit í kringum sig til að athuga hvort ekki væri einhver á ferli, en...
Hótel á bílastæði
Maður lá milli heims og helju á sjúkrahúsi í Reykjavík. Nótt eina þegar honum leið mjög illa fannst honum hann vera kominn upp á hátt fjall. Var annars vegar fjallsins veröld sú sem hann þekkti, en hinsvegar óendanleg fegurð. Hann sá sitt hvoru megin við sig tvö ský og var annað dökkt og ömurlegt, en hitt bjart og unaðslegt. Á því bjarta voru þau verk,...
Reykvíkingur nokkur fór á málverkauppboð og varð hugfanginn af einni mynd, sem sýndi nokkur hús við sjávargötu. Rauður bjarmi sumarkvölds sveipaði húsin unaðslegri dul. Hann keypti myndina og hengdi hana upp á vegg í stofu sinni. Þetta kvöld átti hann erfitt með svefn hin nýkeypta mynd stóð honum fyrir hugskotssjónum. Hann fór fram í stofu og þar blasti...
Ferð innan myndar
Aldraður Reykvíkingur var að því kominn að guggna að fullu en þá hafi svarið að handan komið. Hann hafði lengi áfellst sjálfan sig fyrir að reynast þeim verst sem hann vildi best. Hann dreymdi að hann væri kominn í undurfagurt land, þar sem skuggalaust sólskin lýsti grænar sléttur skreyttar sumarblómum. Þar lá sígur heim að hvítu húsi, en þar vissi hann...
Svar að handan
Karl einn var seint á ferð í fjöru nálægt Reykjavík. Hafði hann lukt til að lýsa sér. Kennir hann þá allt í einu mikils máttleysis svo hann getur vart gengið. Varð hann þá var við ferlíki mikið og taldi það vera sæskrímsli. Hugkvæmdist honum að luktin hefði vísað því á hann svo hann henti henni frá sér og fékk þá máttinn aftur. Gat hann þá forðað sér.
Heimildarmaður, Gísli Ólafsson, var í Reykjavík og vann við að skrásetja og hreinrita safn af ljóðum og lausavísum. Kynntist hann þar tveimur konum að nafni Soffía og Ásta og tókst á með þeim góður vinskapur. Fóru þau þrjú eitt sinn saman á ball í Iðnó. Var mikil rigning og tóku þau leigubíl heim. Þekkti Soffía bílstjórann og töluðu þau mikið saman á...