69 datasets found
Place of Narration: Borgarfjörður eystra
Þeim Jóni sterka og Margréti konu hans kom ekki alltaf vel saman. Þau voru ekki lík í skapi þó skyld væru, hann fáorður en hún margorð. Margréti féll illa víndrykkja hans og sat um það að ná frá honum víni og eyða því. Ekkert reitti Jón meira til reiði en það. Eitt dæmi um það er þegar hún tók að skamma hann drukkinn fyrir ofdrykkju og leti. Stóð þá Jón...
Hafnarbræðra þáttur. Jón svarar með þögninni.
Álit manna var það að Hafnarbræður hafi fengið sitt mikla afl og þol vegna lýsisdrykkju og líklega fremur vegna sults og holls fæðis þess á milli, hentuga vinnu og hreystiæfinga. En slíkt þurfti varla til því eins og sjá mátti á föður þeirra og afa var þetta ættgengt. Þeir versluðu oft við útlendinga, einkum Frakka, Englendinga, Hollendinga o. fl. Eitt...
Hjón á bæ héldu vinnufólk, konu og karl. Talið var að ekki væri allt með felldu um samskipti heimilisfólks og var það rannsakað. Kom þá í ljós mjólk í brjóstum vinnukonunnar sem sagði vinnumann hafa tekið barnið. Hann hafði grafið það. Öllu heimilisfólki var refsað.
Eftir að verslunarbandinu var aflétt eftir 1786, segja munnmælin að reist hafi verið verslunar- eða vörugeymsluhús í Seyðisfirði en áður þurftu menn að versla á Eskifirði eða Vopnafirði. Sagt er að Hafnarbræður hafi löngum átt í brösum við verslunarmenn og fara af því ýmsar sögur.
Hafnarbræðra þáttur. Róstur á Búðareyri.
Ekki var gott samkomulag milli feðganna, Árna annarsvegar og sr. Gísla og sr. Halldórs hinsvegar. Árni mætti sjaldan eða aldrei til kirkju og Sr. Gísli vildi friðmælast við Árna og fá hann til að koma til guðsþjónustu og rækja kristilega siðu. Prestur sendi vinnumann til Árna með bréf þess efnis og kvaðst Árni myndi koma um jólin sem þá voru á næsta...
Þáttur af Árna skáldi Gíslasyni. Fjandskapur þeirra feðga.
Sagt frá hóli sem huldufólk hafði búið í lengi. Skammt þaðan bjó ekkja með einn son. Hún reri til fiskjar og var drengurinn þá einn á meðan. Hann fékk heimsókn frá ókunnum pilti og varð móðir hans þá óttaslegin. Um nóttina dreymdi hana að kona kom til hennar, sagðist vera álfkona og að hún myndi gæta drengsins. Vísa ort um álfatrúna (sjá Vísur)
Í tíð Árna í Höfn var mikið um skútusiglingar til Austurlands frá Evrópu og víðar. Þangað komu kaupmenn og átti Árni ágætis samskipti við þá flest. Sumir reyndu að ræna fuglum og eggjum úr varplendinu Hafnarhólma, en Árni lét þá ekki komast upp með það. Eitt sinn kom mikið herskip inn í fjarðarmynnið og komu skuggalegir menn á land og hittu Árna. Honum...
Þáttur af Árna skáldi Gíslasyni. Frá ránsmönnum.
Hjörleifur var fimur og liðugur en eigi heyrði Páll þess getið að hann stykki meira en aðrir menn. Framan af ævinni skutlaði hann, en seinna eignaðist hann byssu og var ekki slyppifengur. Skaut hann eitt sinn eitt eða fleiri bjarndýr. Eitt sinn gengu bjarndýr á land í Borgarfirði. Var Hjörleifur sóttur og fann hann dýrið. Var hann aðeins vopnaður...
Hérna er ræða sú er flutt var við útför Árna Gíslasonar og er ágrip af ævi hans og fjölskylduhögum, eins persónulýsingar.
Þáttur af Árna skáldi Gíslasyni. Fáorð æruminning. Ævisögu.
Jón saknaði föður síns og drakk hóflaust. Eitt sinn hittust þeir bræðurnir og spurði Hjörleifur Jón hvað hann væri með í barkanum. Jón kvað það vera brúsaskömmin sín með grasaseyðinu í. En Hjörleifur taldi trúlegra að það væri brennivín og sagði Grísir gjalda, gömul svín valda. Hann drakk ekki nema á ferðalögum og þá helst þegar Jón var ódrukkinn.
Hafnarbræðra þáttur. Grasaseyðið.
Hafnarbræður voru miklir sægarpar og stunduðu hákarlaveiðar af kappi og fara af sæferðum þeirra margskonar skrítlur. Eitt dæmi um það er þegar þeir drógu fullorðinn hákarl á svokallaðri Tindaröst. Þeir höfðu gleymt ífærunni heima svo að Hjörleifur brá sporði hákarlsins í handakrika sinn og hélt á honum meðan Jón réri til lands.
Hafnarbræðra þáttur. Kappróður.
Þeim Árna og Hjörleifi féll illa að Jón fékk ekki Þóreyjar. Nokkrum misserum síðar réru þeir bræður Jón og Hjörleifur suður til Sandvíkur í heimsókn til Bjarna frænda þeirra er þar bjó. Hann var á margan hátt líkur þeim frændum sínum í háttsemi. Jón hafði hug á Margréti dóttur hans og samþykkti Bjarni ráðahaginn eftir að hann var búinn að láta reyna á...
Hafnarbræðra þáttur. Jón fær Margrétar.
Árni var mikill sægarpur, snarráður og fengviss. Bjó hann og meira af sjófangi en landsafurðum. Mikið eyddi hann í víndrykkju og var þá ansi örlátur við aðra. Jón sonur hans og fleira heimilisfólk tóku þátt í því með honum, en hinn sonurinn Hjörleifur og móðir hans Guðlaug voru ekki hrifin af drykkjuskapnum. Árni vandi syni sína snemma á sjósókn. Sagt er...
Þáttur af Árna skáldi Gíslasyni. Mín er spýtan, piltar.
Stúlka er Móri fylgdi var á hestbaki ásamt nokkrum öðrum,sá engjafólk til þeirra, um kvöldið spurði fólk hver kvenmaðurinn hefði verið er hafði haft strák fyrir aftan sig, skildu menn að Móri hefði tyllt sér fyrir aftan hana.
Af Sigurbjörgu og Móra;G
Guðmundur ríki sýslumaður í Borgarfirði gekk hart eftir þinggjöldum hjá fólki og ekki síður hjá þeim fátæku. Kristín ekkja Galdra-Vilhjálms var ein af þeim sem erfitt átti með að borga þau. Sýslumaður vildi bjóða upp eignir hennar og taka frá henni börnin og setja á sveitina. Hjörleifur frá Höfn gekk hart fram í því að bjarga ekkjunni frá þessu og lenti í...
Hafnarbræðra þáttur. Byrja skærur Hjörleifs og Guðmundar.
Vinnumaður Árna hét Böðvar og var kallaður einfaldur og oftrúaður mjög, skrumari og margorður. Hann þóttist oft verða fyrir áreitni frá hafmönnum og sæskrímslum. Eitt sinn fór hann í eftirleit en varð lítið ágengt annað en að hrekja sig. Skrumaði hann mikið bæði áður og eftir um leitina. Um þetta kvað Árni svonefndan Böðvarsbrag.
Þáttur af Árna skáldi Gíslasyni. Böðvarsbragur.
Jón sterki frá Höfn og Þórey Jónsdóttir systir Bjargar konu Hjörleifs, mæltu sér mót að Hjaltastað og skyldi þar kaupa með þeim eins og þá var siður. Sr. Sigfús Guðmundsson var þá prestur að Hjaltastað. Jón var búinn að drekka meira en hann var vanur þannig að á honum sá og sofnaði hann útaf í baðstofunni meðan messað var. Varð það til þess að Þórey ákvað...
Hafnarbræðra þáttur. Jón missir Þóreyjar.
Ýmis mikilmenni reyndu við þá Hafnarbræður hvað snerti aflsmuni. Sagt er að úr Héraði kæmi Hermann sonur Jóns panfíls sem var einhver atkvæðamesti leikmaður eystra á þeirri tíð, gáfumaður, glíminn og rammur að afli, skrautmenni og kallaður yfirgangsmaður. Hann var jafnaldri Hafnarbræðra og þekktu þeir til hans. Hermann kom í Höfn og var hreifur af víni....
Hafnarbræðra þáttur. Hermann reynir við Hafnarbræður.
Páll sonur Guðmundar sýslumanns varð sýslumaður eftir föður sinn. Þeim kom vel saman Jóni sterka og sýslumanni, en þeir Hjörleifur og Páll áttu í smá ertingum en var þó ágætlega til vina. Páll þótti fégjarn og skörungur og reyndi hann að afnema flökkuhátt. Hann tók fastan Ólaf holdsveika fyrir flökkuskap og kvað Ólafur vísur í tilefni af því. Ólafur var...
Það kom fyrir að þeim Hafnarbræðrum sinnaðist en það var þó sjaldgæft. eitt sinn reiddist Hjörleifur Jóni og jarðvarpaði honum óvörum. Jón bað hann að gera þetta ekki oftar og sat þetta í honum þar til eitt sin að hann var hreifur af víni. Greip hann þá öxi, reiddi að Hjörleifi og kvaðst myndi drepa hann en Hjörleifur lést hvorki sjá hann né heyra og lauk...
Hafnarbræðra þáttur. Sögn Stefáns um þá bræður.