This dataset has no description
is.sagnagrunnur.SG_9_562
Maður hnígur niður og er séra Þorlákur Þórarinsson frá Ósi beðinn um að líta á manninn. Hann bregður fjöðurstaf upp í nös mannsins og hinn í munn sér og sígur að sér. Að lítilli stund liðinni sprettur maðurinn upp heilbrigður, en Þorlákur bregður skæni um fjöðurstafinn, og sagði að loftandi hefði flogið í manninn, en að hann héldi honum nú í fjöðurstafnum.
is.sagnagrunnur.SG_6_2890
Þórhallur Björnsson var ásamt öðrum að gera við þilskip, er hét Helga. Fór hann niður í hásetaklefa að ná í trétappa og sá hann þar standa stúlku á bláum kjól. Hélt hann að þetta væri einhver krakki að færa einhverjum smiðanna kaffi. Var honum síðan sagt að þetta hefði verið skipsdraugurinn því stúlka hefði orðið undir skipinu þegar það var sett fram í...
is.sagnagrunnur.SG_21_5682
Kona ein á Akureyri hét Katrín og var gift norskum sjómanni. Hún var gædd miklum dularhæfileikum. Segir maður hennar dag einn að faðir sinn sé á norsku skipi sem lá á Akureyrarhöfn og ætlaði hann að heimsækja þau. Þá bar sterka nálykt fyrir vit hennar. Þegar tengdafaðir hennar kom daginn eftir finnst henni ásjóna hans vera eins og dauðs manns ásjóna og...
is.sagnagrunnur.SG_21_5493
Heimildarmaður bjó á Akureyri ásamt fjölskyldu sinni. Einn sunnudagsmorgun kvartar Jakob sonur hans um hversu svefnfarir hans hefðu verið slæmar þar sem hann svaf á skrifstofu föður síns og sagði hann hafa verið miklir brestir í stólunum og nálykt bar að vitum hans oft um nóttina. Gekk hann út á bryggju seinna um daginn og sér þá menn vera að taka lík upp...
is.sagnagrunnur.SG_21_5492
Haustið 1906 var Þorsteinn gestkomandi á Akureyri í nokkra daga. Dvaldist hann hjá frú Jóhönnu Jónasdóttur. Einn morguninn sagði frú Jóhanna að henni hafi sýnst eldur leika um gólf herbergis síns. Hafði hún kveikt ljós og hvarf þá eldurinn. Var þetta fyrirboði þess að það kviknaði í húsi skammt frá húsinu hennar og barst eldurinn meðal annars í hennar hús...
Sumarið 1892 var haldinn kjörfundur á Akureyri. Átti að kjósa tvo menn til alþingis. Fyrst buðu frambjóðendur sig fram í upphafi kjörfundar, héldu þeir síðan framboðsræður sínar í stafrófsröð en þar á eftir var kjósendum leyft að leggja fyrir þá fyrirspurnir. Menn að nafni Klemenz Jónsson og Jón bóndi í Múla reyndust réttkjörnir þingmenn.
is.sagnagrunnur.SG_21_5375
Maður hét Árni og bjó á Hálsi í Eyjafirði. Hann var mikill kraftamaður og var vinur Árna á Æsustöðum. Eitt sinn var hann staddur í verslun og var kaupmaður að mæla fyrir hann korn. Árna fannst hann mæla ódrjúglega og greip í taumana. Reiddist búðarmaður og ætlaði að berja hann, en þá þreif Árni í hann og hóf hann á loft þar til kaupmaðurinn bað sér vægðar.
is.sagnagrunnur.SG_21_5301
Friðrik hét maður Ólafsson í Kálfagerði og var nágranni Jóhannesar. Voru þeir oft samferða í kaupstað. Var Friðrik þessi gjarnan mjög ölvaður og svo fór einnig eitt sinn er þeir voru að koma frá Akureyri. Var hann svo ölvaður að hann datt af baki og vildi ekki á bak fara aftur. Þá tók Jóhannes hann og snaraði hann í hnakkinn. Hélt hann honum síðan föstum...
is.sagnagrunnur.SG_21_5295
Oft var margt Norðmanna á götum Akureyrar undir lok 19.aldar. Stunduðu þeir síldveiðar. Kom þá oft fyrir þegar ekki viðraði vel til sjóferðar að þeir æddu um drukknir og voru slagsmál tíð. Gengu þeir oft á milli þeirra verslana er seldu brennivín. Margir karlar úr bænum leituðust eftir vinskap þeirra þegar þeir voru drukknir.Einhverju sinni eftir lokun...
is.sagnagrunnur.SG_21_5256
Stefán sýslumann dreymdi Jörgen Havstein amtmann er var nýlátinn og Skaftasen ríða í skýjunum. Þeir voru aldavinir. Varð ekki langt á milli þeirra því Skaftasen dó sex dögum eftir að Jörgen dó.
is.sagnagrunnur.SG_17_2599
This dataset has no description
is.sagnagrunnur.SG_16_5152
Sumarið 1897 flutti Jón kaupmaður Norðmann til Akureyrar. Hann átti skip er Jón hét og kom það norður. Á skipinu var maður er hét Jón Hafliðason, var sagt að honum fylgdi draugur meinlaus og hafðist hann við í skipinu. Svo bar til haustið 1902, þegar skipinu var lagt upp, að Jón Hafliðason segir: „Nú verð ég ekki lengur á þessu skipi og þykir mér líklegt...
is.sagnagrunnur.SG_15_4299
Jón var eitt sinn í verslunarferð og fannst eins og hjá sér stæði einhver vera sem héldi á hvössu spjóti og ræki það í löppina á honum. Þetta sat í honum og hann ákvað að kaupa plástur í kaupstaðnum. Á heimleiðinni lenti hann í því að fá skaflaskeifu í ristina þannig að stór æð fór í sundur og blæddi mikið. Kom því sér vel að hafa plásturinn meðferðis. En...
Jón á Þórustöðum var háseti á bát sem réri frá Hrísey, en landaði á Akureyri. Eitt sinn er þeir hafa fiskað mikið, ákveða þeir að halda kyrru fyrir og fara heldur daginn eftir í land. Dreymir Jón um nóttina að kallað er á alla hásetana með nafni nema hann. Fer svo daginn eftir að báturinn ferst og öll áhöfnin með nema Jón.
is.sagnagrunnur.SG_12_2204
Sex Árskógsstrendingar fóru eitt sinn á Akureyri á báti. Gekk á með éljum og tekið var að skyggja, sjá þau þá gufuskip á innleið sem hvarf inn í hríðina stuttu síðar. Síðar fréttu þau að ekkert skip hafði verið þarna á ferð. En stuttu seinna fórst gufuskipið Tryggvi konungur austur af Langanesi.
is.sagnagrunnur.SG_12_2197
Guðlaugu Sveinsdóttur dreymdi eitt sinn mikinn bjarma er náði austur yfir Vaðlaheiði, austur á Seyðisfjörð og yfir allt Seyðisfjarðarhérað. Fannst henni bjarminn stafa af eldi sem hún sá þó hvergi. Um tveimur dögum síðar gaus upp eldur á Oddeyri og varð bjarminn af bálinu mjög mikill og sást víða.
is.sagnagrunnur.SG_12_2153
Þórð dreymdi er hann lá á sjúkrahúsi Akureyrar að hann sæi gandreið. Fóru þar þrír menn í röð á stórum hvítum hestum, klæddir í herklæði og stefndu suður yfir land. Er sýnin hvarf birtist honum maður klæddur í svartan kyrtil, með hatt á höfði og mælti „Nafn mitt er engum kunnugt, en þó fer eg um land þvert, og hygg að heimskra manna höldum, sem ekki hafa...
is.sagnagrunnur.SG_12_2152
Ég var sjúklingur í sjúkrahúsi Akureyrar árið 1923. Þar var meðal sjúklinga sr. Björn Björnsson, Laufási. Hann hafði dottið af hestbaki og fótbrotnað illa. Svo fékk hann heiftuga lungnabólgu, og úr henni andaðist hann 23. október. Líkið var fyrst flutt í líkhúsið og búið um það þar. Mér og öðrum sjúklingi langaði til að sjá líkið. Svo það varð úr að ein...
is.sagnagrunnur.SG_10348
This dataset has no description
is.sagnagrunnur.SG_8443