32 datasets found
Place of Narration: Eyrarbakki
Það var eitt sumar þegar Eyrarbakkaskip átti að fara þaðan til útlanda var það að skipverjar komu klæðum sínum í þvott hjá konu einni á Bakkanum. Hún þvoði fötin einn góðan veðurdag og breiddi þau út til þerris. Þegar hún ætlaði að taka þau inn um kvöldið voru þau öll horfin. Stokkseyrar-Dísu var kennt um þetta en enginn þorði eftir að ganga.
Dísa hafði tekið að sér dreng til fósturs og alið hann upp. Hún kenndi honum margt í fornum fræðum. Hann reisti síðan bú á Eyrarbakka þegar hann var fulltíða maður. Einhverju sinni flutti Dísa skreið á hestum út á Eyrarbakka. Þegar hún kemur út undir kaupstaðinn mætir henni fóstursonur hennar og segir: „Hart reiðir þú á, fóstra.“ Hún sagði honum að halda...
Hartmann Kaupmaður á Eyrarbakka neyðir hafsögumenn sína til þess að fara út í Eyrarbakkaskipið í vonsku veðri. Þeir ná út í kaupskipið, tólf saman en í áhöfn kaupskipsins voru sex manns. Skipið sleit upp um nóttina og brotnaði í spón og drukknuðu allir mennirnir átján. Sömu nótt tók kaupmaðurinn hastarlega flogaveiki sem dró hann til dauða eftir nýárið....
Jón Jónsson átti sér nokkur viðurnefni og þótti honum góður sopinn. Villtist hann eitt sinn er hann fór að fá sér á pelann.
Gísli Magnússon á Keraugastöðum á Landi, var sonur hjónanna í Næfurholti. Hann þroskaðist snemma og manna best líkamlega og var með hærri mönnum að vexti. Hann var talinn meðal sterkustu manna í Rangárvallasýslu. Magnús var mikill vinur séra Bjarna Helgasonar á Stóru-Völlum. Eitt sinn var séra Bjarni staddur á Eyrarbakka og veðjaði fé við kaupmann,...
Heimildarmaður stundaði lækningar á Eyrarbakka. Varð hann var við furðulega atburði eina nótt. Varð hann var við að einhver þungi legðist ofan á hann og gat hann ekkert hreyft sig. Fann hann þá loðinn haus á koddanum fyrir ofan sig en þegar hann horfði sá hann ekkert. Daginn eftir kom miðaldra maður úr Villingaholtshreppi að sækja hann til sjúklings. Sami...
Þegar Guðmundur kaupmaður á Eyrarbakka rak þar búskap með versluninni var tjörn ein í landareign hans sem samkvæmt gamalli trú mátti ekki slá. Tjörnin var loðin og lét kaupmaður slá hana. Tvö fyrstu árin missti hann sinn stórgripinn hvort árið. Þriðja árið lét hann slá tjörnina, en þá dó Jónína dóttir hans. Hætti hann þá búskap og sigldi.
This dataset has no description
Þegar skipi er ýtt á flot má ekki reyna oftar en tvisvar heldur hætta þá við framsetningu. Sagt er að sé þessi regla brotin sé skipi og sjómenn í mikilli hættu. Þetta gerðist eitt sinn við Eyrarbakka. Þá var ýtt þrisvar út og fórst þá skipið með allri áhöfn.
This dataset has no description
This dataset has no description
Eyjólfur frá Litlahrauni í Stokkseyrarhreppi er orðlagður fyrir afl og hreysti og er fyrirtaks glímumaður. Kaupmaðurinn á Eyrarbakka veðjar við skipherra á skipi sínu um að skipherrann gæti ekki fundið þann útlending sem Íslendingar bæru ekki af í hreysti. Sumarið eftir kemur skipherrann til Eyrarbakka með blámann og fékk kaupmaður Eyjólf til þess að...
Arndís var fædd um 1745 og var dóttir Jóns og Guðrúnar. Jón var kraftamaður og góður járnsmiður. Var talið að hann falsaði mynt. Kom kaupmaðurinn á Eyrarbakka eitt sinn til Jóns í þeim tilgangi að uppræta það mál. Fann hann peningamótið hans Jóns en tókst ekki að ná því af honum. Jón stundaði mikið selveiði og lét jafnan vanfæra konu sína lokka selina að...
Jón í Næfurholti fór eitt sinn í lestarferð til Eyrarbakka. Lenti hann þar í útistöðum við mann einn og tókust þeir á og skyldu í illu. Seinna þurfti Jón að fara af bæ og varð þar fyrir ásókn mannsins aftur en núna var hann afturgenginn. Fór Jón svo illa út úr þeirri viðureign að hann dó hálfum mánuði seinna.
Thorgrímsen kaupmaður og Sigurður á Loftsstöðum voru miklir vinir. Eitt sinn komu heldri menn úr Reykjavík til Thorgrímsen og fór hann með þá til Sigurðar. Er þeir sögðust vera úr Reykjavík, stóru bæjarþorpi, sagði Sigurður þá vera þorpara. En Sigurður var alltaf mjög orðheppinn maður.
Hannes var prestur í Arnarbæli, þótti hann góður prestur og mikill útvegsmaður. Jóhann og Brandur voru vinnumenn prests og kom þeim vel saman. Arnarbæliskirkja átti skipuppsátur í Þorlákshöfn og átti þar útróðrarskip. Ákvað prestur að gera upp skipið og verbúðina og réð til sín Jón sem formann á skipið og sem ráðsmann. Varð þeim Jóni og Brandi lítið til...
Tveir ólíkir menn á mismunandi tíma finna eitthvað þungt koma yfir þá eða falla á þá og þeir líða út af. Kona sagðist einnig hafa séð þennan óvætt í hnoðra eða skýlíki.
Rauðalækjar-Siggi segist hafa séð náskötu og skötusel og séu það hálfgerð skrímsli og óvættir. Hann sagði að margslags ódrættir og skrímsladýr væru til.
Einu sinni fékk enginn bakstur í Keflavík svo presturinn á Stað í Grindavík sendi tvo karla til Eyrarbakka eftir brauði. Það var í tilslegnum ílátum sem þeir kölluðu stampa. Þeir báru sinn stampinn hvor til baka en annar stampurinn datt í Mjöltunnuklifi og brotnaði. Þeir tíndu brauðið upp í poka og færðu presti. Nokkru seinna var karlinn, sem ekki hafði...