31 datasets found
Place of Narration: Vestmannaeyjar
Eitt sinn var bóndi úr Landeyjum við róður í eyjunum í Norðurgarði. Hann var að koma inn yfir Leiðina í góðu veðri til lands. Þegar þangað kom flykktust að honum hásetar og heimtuðu af honum Leiðarskyldutollinn. Var hann tregur til að greiða tollinn og hafði ekki vitað af þessari kreddu. En hann lét sig að lokum og keypti þriggja pela brennivínsflösku sem...
Sjómannagleðjur ýmsar. Leiðagjöf.
Í sögnum er það haft að Páll prestur skáldi sem var í Vestmannaeyjum hafi eitt sinn kvatt Geir biskup með vísu.
Páll skáldi og Geir Vídalín
Séra Jón Högnason dreymir fyrir um dauða sinn. Reyndar heldur hann að hann eigi fjörutíu mánuði eftir en það reyndust vera fjörutíu dagar.
Þú átt rétta fjörutíu eftir
Það var siður að biðja sjóbæn áður en haldið var í róðra. Þá mátti skipið ekki liggja rétt á róðrarleið á meðan. Guðmundur hét formaður einn í Vestmannaeyjum og vildi hann leggja þennan sið niður. Aðrir voru ekki hrifnir af því en formaðurinn sat við sinn keip. Lét hann róa út meðan lesin var sjóbænin. Sagt er að hann og annar formaður hafi verið áminntir...
Gangnaeyrir var sá hlutur nefndur sem menn fengu sem fóru til fýla- og súlnaveiða. Þeir máttu velja þrjá fýla úr kösinni og selja þá og eiga peninginn þó þeir væru í annarra manna þjónustu, því þessir fýlar komu ekki við aðalhlutnum. Þessir fuglar þóttu betri en aðrir fuglar og voru kallaðir keppfýlar.
Hér er farið yfir þann atburð er gerðist 16. maí 1901 þegar skipið Björgólfur fórst með öllum innanborðs, nema einum manni sem náðist að bjarga og var það Páll Bárðarson. Líka eru taldir upp þeir sem létu lífið og eru það einstaklingar sem sögurnar hér á undan hafa fjallað um. Margir reyndust sann spáir um þá drauma sem þeir dreymdu.
Skiptapinn (Skiptapinn við Vestmannaeyjar hinn 16. mai 1901: XII)
Hrafn bjargaði ungri stúlku þegar skriða féll á bæ hennar en hún hafði ætíð verið góð við hrafna.
Melkior Bjarnason var vinnumaður hjá afa Torfhildar og hafði móðir hennar einhverju sinni fest hnapp í föt Melkiors. Melkior var síðar í fuglabjörgum í Vestamannaeyjum og hrapaði í lausagöngu. Svo vel vildi þó til að einn hnappurinn festist á klettasnös og hékk Melkior þarna á hnappinum þar til sigmennirnir komu honum til hjálpar.
Á vertíðinni 1922 var Gunnar M. Jónsson vélamaður á vélbátnum Njáli frá Vestmannaeyjum. Vildi meðeigandi bátsins endilega fá hann með á næstu vertíð, en jafnan sem hann leitaðist eftir því við Gunnar, færðist hann undan að gefa svar. Hringdi meðeigandinn tvisvar í Gunnar, og í seinna skiptið sagði hann Gunnari að hann yrði að gefa ákveðið svar næst þegar...
Ungur piltur sér fyrirboða og reynir að hamla að piltur sem var góður vinur hans fari á vertíð en allt kemur fyrir ekki. Pilturinn ferst ásamt fleirum. Faðir piltsins var prestur í Eyjum og varð hann var við að sjómenn voru komnir til hans en þegar hann ætlar að ganga til þeirra voru þeir allir horfnir. Litlu síðar fréttir prestur að sonur hans og áhöfnin...
Lárus dreymdi að hann væri á gangi. Leit hann til hafnar og sá kæpu koma upp í flæðarmálið. Hélt hann, að sér yrði auðvelt að ná henni, gekk í áttina og bjóst við, að hann dytti ofan á barefli. Þá þótti honum Sigurður í Nýborg koma í veg fyrir sig og skera kæpuna á háls með sveðju, sá Lárus blóðið laga úr henni. Við það vaknaði hann og þótti sem þetta...
Kæpan (Skiptapinn við Vestmannaeyjar hinn 16. mai 1901: XI)
Sagt er að sá sem vill læra brýnslugaldur vinnur það til að sleikja froðu þá sem kemur út af vitum deyjandi manna. Járngerður hét stúlka í Vestmannaeyjum. Hún gerði að fiski með sjómönnum. Einu sinni þegar hnífur hennar beit illa bað hún um að hann yrði brýndur. Einn af sjómönnunum tók hnífinn, sneri sér frá, hrækti á brýnið og dró tvisvar á eggjárnið,...
Drykkfeldur vinnumaður ferst, mjög peningagráðugur var hann og sótti hann mjög í að eignast tré eitt er rak á land. Deyr vinnumaður af slysförum. Tréð er notað í verbúð og gat engin hafist við í henni í þrjú misseri vegna ásóknar draugsins einnig sáu menn hann leika sér að peningum sínum, reynt var að kveða drauginn niður en ekki tókst það.
Niðjatal Steinmóðs Vigfússonar og Elínar Guðmundsdóttur en þau áttu 7 börn sem flest ólu aldur sinn í Vestmannaeyjum.
Taldir niðjar Steinmóðar og Elínar
Hafmaður sást við skip í sjónum á milli Reykjaness og Vestmannaeyja. Hann var stærri en mennskur maður, var ber og hárlaus það sem af honum sást, nema örfá hár á höfði. Eftir þetta gerði stórviðri og hafrót, enda sagt að hafmenn boði vont veður.
Einn hárlítill
Um miðja seytjándu öld bjuggu bræður tveir á Höfðabrekku – þar voru þeir í Kötluhlaupinu 1660 – eignarjörð forfeðra sinna, er hétu Ísleifur og Vigfús, merkilegir menn. Vigfús var klausturhaldari. Kona hans hét Jórunn Guðmundsdóttir Vigfússonar á Kalastöðum – bróðurdóttur Orms í Eyjum í Kjós. Jórunn var merkiskona að flestum hlutum, skörungur í bústjórn...
Finna hét skáldkona á Norðurlandi. Eitt sinn fékk hún far yfir fjörð en hundur hennar fékk ekki að vera um borð svo hann synti á eftir bátnum þar til hann sprakk. Hún mælti þá vísu til formanns (sjá vísu 1) sem varð mállaus. Sunnlendingar færa þessa sögu upp á Sigurveigu skáldkonu úr V-Skaft. Hún gekk á bát með sjómönnum er fóru til Vestmannaeyja....
Finna skáld og Sigurveig skáld
Benedikt hét prestur Jónsson er hélt prestakall í Vestmannaeyjum eftir séra Grím(ólf) Bessason (1748-81). Kona hans hét Hólmfríður, dóttir Sigurðar bónda Jónssonar á Sólheimum. Eftirfarandi sögur segja frá Vigfúsi presti syni þeirra.
Þáttur af Vigfúsi presti Benediktssyni
Bjarni Vilhelmsson var samskipa Gunnari tvær vertíðir í Vestmannaeyjum. Sagði hann eitt sinn Gunnari draum er hann hafði dreymt fyrir nokkrum árum, skömmu eftir aldamótin. Dreymdi hann að hann væri staddur suður af Norðfjarðarhorni. Var hann á einhverskonar báti, sem honum fannst vera afar frábrugðinn bátum þeim er þá þekktust. Þóttist hann heyra hvin...
Draumur Bjarna Vilhelmssonar.
Jórunn á Höfðabrekku var stórlynd og skaphörð. Hjá henni var maður að nafni Þorsteinn. Hann lagði hug á dóttur Jórunnar og átti með henni barn. Hún varð reið við þetta og var honum ráðlagt að fara frá Höfðabrekku. Dóttirin var selmatselja og kom Þorsteinn til hennar þangað. Við þetta varð Jórunn svo reið að hún hét að hefna sín á honum hvort sem hún væri...