56 datasets found
Place of Narration: Skálholt
Skólapiltar í Skálholti tóku einn fyrir. Hann bað þjónustu sína (hún var fjölkunnug) að hjálpa sér en hún var nýlátin. Um leið og hann sleppir orðunum stendur hún í skóladyrunum með nærbuxur í hendinni, ber með þeim á báða bóga og allir hörfa. Þjónustan hafði heitast við aðra á staðnum vegna nærbuxnanna en þær höfðu horfið í þvotti.
Einhverju sinni var stúlka á bæ, sem hét Sigríður. Hún sat yfir kvíaám bónda á sumrin uppi á heiði. Eitt sinn bar svo til að á laugardagskveldi, er hún sat yfir fénu, að hún sá marga menn ríða þangað. Þeir reistu upp tjöld og stóð eitt rautt í miðið. Hún sat yfir ánum um nóttina. Um sólaruppkomu á sunnudagsmorguninn sá hún að þeir riðu burt en skildu...
Vigfús hét son séra Benedikts og hér verður frá sagt. Hann lærði til prests í Skálholtsskóla Þar var þá ýmislegt upp skrifað hjátrú, rúnum og margslags forneskju, og var svo fram undir 1800. Vigfús færði sér það í nyt og var síðan álitinn allkuklfróður. Sagt er að kerling ein í Skálholti hafi drepið sig þar í heiftaræði við aðra og gekk síðan aftur og...
Kerlingin
Þeir höfðu heyrt sagt að einhvorn tíma fyrir löngu áður hafði þar verið grafinn galdramaður og með honum einhvor hin stærsta galdrabók, en ekki vissu þeir hvar hann hafði grafinn verið. Þeir vildu umfram allt geta komizt yfir bókina, en sáu engan veg til þess nema vekja alla upp sem þar höfðu verið grafnir. Sérdeilis voru það þrír piltar sem voru í...
Þegar Ólafur Gíslason biskup var í Skálholti bjó þar í grennd Guðmundur bóndi. Hann var auðmaður og hafði grætt mikla peninga. Einhverjir báru Guðmundi þá frétt að páfinn hefði skrifaði biskupi bréf og skipað honum að selja himnaríki á uppboðsþingi fyrir peninga og þeir réðu Guðmundi til að kaupa. Hann fór til biskups að ræða um söluna en biskup vildi...
Himnaríki á uppboðsþingi
Biskup nokkur heyrði rödd úr á segja að stundin væri komin en manninn vantaði. Maður kom hlaupandi og virtist æðisgenginn. Hann stefndi að ánni en biskup lét handsama hann. Allir sofnuðu og maðurinn hvarf. Talið var að hann hefði farið í ána.
Biskup í Skálholti felldi ástarhug til gestkomandi stúlku og giftist henni. Að kvöldi brúðkaupsdagsins kom ókunnur gestur og vildi hafa tal af biskupi en fékk ekki. Hann lét skila til hans vísu þar sem fram kom að stúlkan var kölski sjálfur (sjá Vísur). Hún sökk niður í jörðina.
Sæmundur gaf Jóni vini sínum ráð til að ná bók einni sem grafin var með eiganda sínum í Skálholtskirkjugarði. Jón sagði lagskonu sinni frá ráðum sínum, síðan fór hann í Skálholtskirkju og kvað vísur. Þá gengu allir úr gröfum sínum í garðinum og inn í kirkju. Fyrir broddi fylkingar gekk gamall maður sem hélt á bók. Jón kvað eina vísu enn og opnaðist þá...
Finnur biskup var laus við alla hjátrú og kvað allt vera náttúrulegt. Skólapiltar vildu reyna að hagga skoðun hans. Tók því einn af piltunum sig til og reyndi að hræða biskup. Læddist hann inn til biskups og faldi sig fyrst. Biskup var einsamall og heyrði alls konar læti inni hjá sér. Hélt hann að einhver væri inni og passaði að enginn kæmist út. Fór...
Ófúin beinagrind finnst þegar verið er að taka gröf, ekkert gengur að grafa yfir beinagrindina og er hún því færð til kirkju. Ung stúlka er mönnuð upp af skólapiltum að bera beinagrindina út úr kirkjunni og aftur til baka, stúlkan gerir þetta og fer beinagrindin að tala. Segir beinagrindin að hún hafi verið ungur piltur er fékk ekki að njóta biskupsdóttur...
Bryti í Skálholti varð fyrir reiði ráðskonunnar og stefni hún honum burt af staðnum með fjölkynngi sinni. Hann fannst svo dauður hjá Brytalækjum.
Meðan Magnús Eyjólfsson mókolls sat að stóli í Skálholti (1477-1490) fór vel á með honum og Torfa, en þegar Stefán Jónsson varð þar biskup elduðu þeir einatt grátt silfur saman. Um þær mundir var siðleysi mikið hér á landi, en sú landsvenja var þá að biskupar dæmdu öll kvennamál og lögðu fésektir þungar á afbrotamenn. Stefán biskup var siðavandur og gekk...
Sagt er að fyrri kona Hannesar biskups, Þórunn Ólafsdóttir, hafi verið svo hrædd við bóluna, að hún hafi troðið ull í skráargötin til að verja sig og börn sín sýkingu. Þegar maðurinn hennar, sem vitjaði oft veikra og þjónustaði þá, kom heim aftur, lét hún færa honum föt út fyrir túngarð. Hún og börn hennar dóu fyrst í Skálholti. Eftir lát þeirra fór...
Flökkukarl nokkur, er sagt var að kynni hrafnamál kom eitt sinn í Skálholt. Lék biskupi forvitni á að vita hvað til væri í þessu. Morguninn eftir bjóst maðurinn til ferðar, en fannst þá hvergi hestur hans og lánaði þá biskup honum hest. Sendi biskup með honum fylgdarmann, en áður en þeir fóru af stað, lagði biskupinn ríkt á fyrir fylgdarmanninn að taka...
Einu var biskup í Skálholti er mikið dálæti hafði af hestum. Var hjá honum ungur hestasveinn sem hann hafði tekið af volaði. Biskup átti brúnan fola sem enginn vissi hvar hann hefði fengið og var það hinn vænsti hestur. Varaði biskup sveininn við því að fara á bak honum. Prófaði drengurinn það þó eitt sinn. Tók hesturinn þá á rás og hljóp í dal einn og...
Árið áður en skólinn fluttist frá Skálholti til Reykjavíkur voru nokkrir piltar til heimakennslu þar hjá konrektor Helga á Móeiðarhvoli. Tveir þeirra voru þeir Eggert Guðmundsson síðast prestur í Reykholti og prófastur í Borgarfjarðarsýslu – sem hefir sagt frá þessu – og Jón Einarsson bróðir konu Páls Bjarnasonar í Sviðholti á Álftanesi. Eitt kvöld um...
Faðir Þórðar, Þórður að nafni, var vinnumaður í Skálholti. Fór hann einu sinni sem oftar til kirkju að sækja grallarann og fleiri bækur inn á altari í vökulok. Er hann kemur upp að altarinu, heyrist honum einhver ganga inn kirkjugólfið og finnur eitthvað strjúkast við sig. Líkkista gamals manns var þarna inni og engir stólar. Hann fer út úr kirkjunni og...
Kölski vann sem bryti í Skálholti og ætlaði hann að sökkva kirkjunni þar. Bóndi nokkur varð vitni að þessu og náði ásamt biskupi að bjarga kirkjunni og sökkva kölska niður í jörðina.
Belti frú Guðríðar, konu Finns biskups, á nú frú Ragnhildur, kona sýslumanns Sverrisens. Það er mjög dýrt og vandað og leikur á ásum. Það er allt úr víraverki, með löngum spotta og gyllt. Það er mælt, að Finnur hafi keypt beltið handa konu sinni, er hann sigldi til vígslu. Guðríður þessi varð bráðkvödd undir lestri í Skálholti.
Gamlir munir, sem enn ertu til: Belti Guðríðar biskupsfrúar
Það er kallað að heitast ef menn biðja hver öðrum mikilla óbæna og eiga heitingar oft að hafa orðið að áhrínsorðum. Svo er mælt að þá er skóli var í Skálaholti hafi þar verið tvær skólaþjónustur. Þær vóru báðar illar mjög og þungyrtar ef því var að skipta. Eigi er þess getið að þeim hafi komið illa saman. En svo bar til fyrir jólin einn vetur að önnur...