Maður nokkur lenti í því að lagst var þungt á hann, og gerðist þetta þrisvar sinnum, reyndi hann að útskýra þetta á læknisfræðilegan hátt, en í þriðja skiptið öskraði hann og sagði því sem var að leggjast á hann að fara til helvítis.
Fjallað er um hvernig Færeyingar komast hjá ásóknum mara, en Færeyingar telja að maran sé tröll, hún leggist á menn og dragi úr þeim allan mátt og vill hún fá að telja tennur þeirra, stef syngja þeir til að fá vörn og veifa hníf í bandi í kringum sig.
Marðareyrarmópeys, draugasögur
Manni nokkrum var boðið til veislu ásamt konu sinni og syni. Maðurinn fór þó ekki heldur hélt sig heima á meðan þau fóru. Hann lenti í því þar sem hann lá í rúminu, að í hann var togað af ósýnilegu afli. Átroðningurinn hætti ekki fyrr en hann lagðist með raksturshníf við hlið sér.
Heimildarmaður varð fyrir því að á hann sótti mara, gat hann ekki hreyft sig fyrr en hann gat losað sig og hljóðað, um morguninn kom maður að bænum sem talinn var hafa átt þessa fylgju. Nokkuð seinna verður hann fyrir því að þuklað er á höfðinu á honum þar sem hann er lagstur upp í rúm, ekkert sá hann, daginn eftir kom sami maður og áður.
Tvær konur voru að skúra, fóru hundarnir allt í einu að gelta að engu, sjá þær þá gufustrók stíga upp stigann og leggjast yfir mann er lá sofandi í rúmi, tekur hann að umla í svefninum og þegar hann vaknar segir hann að stelpa nokkur hefði næstum því verið búin að hengja hann, stuttu síðar komu gestir, og töldu menn að þetta hefði verið fylgja einhvers...
Eitt sinn þegar Kristján lá vakandi í rúmi sínu sá hann dreng frá næsta bæ ganga að rúmi vinnukonunnar. (Drengur þessi hafði deginum áður týnt vettlingunum sínum þarna á bænum). Braust vinnukonan mjög um í svefninum og sagðist hafa fundist eins og eitthvað þungt legðist ofan á sig og hefði ætlað að hengja sig. Kristjáni fannst líka eins og eitthvað þungt...
Marðareyrarmópeys var að hræða fólk og gera einhvern óskunda á bæjunum, fylgdi fólkinu á Marðareyri í fjóra liði; draugnum voru kennd ýmis óhöpp, hann drekkti bóndanum á Marðareyri
Reimt þótti í baðstofunni í gamla bænum á Hákonarstöðum, en þar gistu gangnamenn; þeir urðu fyrir óþægindum, dreymdi illa og fengu martröð; sótti svo að Spila-Bjarna að hann stóð úti um nóttina
Hörgslandsmóri fylgdi Bergsætt og varð vart við hann á undan því fólki. Móri fór einnig undir beljur í fjósunum og lagðist ofan á fólk í rúmunum og þrengdi mjög að þeim. Martraðir og annað var Móra kennt um.
Smala nokkrum var lýst þannig að hann væri bæði gífuryrtur og ögrandi. Eitt sinn er hann var við smalamennsku sá hann ókennilegt dýr. Honum var ekki trúað í fyrstu en eftir að stúlka var send með honum og sá það sama var reynt að handsama dýrið. Einn mannanna trúði þó engu og gerði gys að hinum. Sá maður var einn á ferð um nóttina og stökk þá skepnan upp...
Um drauma, einkum fyrir styrjöld og hernaði. Sumarið áður en síðari heimstyrjöldin byrjaði fékk heimildarmaður oft martraðir. Fannst henni hún vera komin til Þýskalands og var hún þar að skjóta úr byssum. Ætluðu þau hjónin þangað um haustið en þau hættu við það. Í einum draumnum var hún með byssu og skaut hún til austurs til Póllands, einnig skaut hún til...
Ferðamaður tjaldaði til einnar nætur á Þingvöllum. Hann var þreyttur og feginn að leggja sig til svefns. Hann hafði ekki sofið lengi þegar hann fann að ýtt var við honum og sá að hann var ekki lengur einn í tjaldinu. Ung stúlka fríð sýnum en mjög döpur bað hann að koma og hjálpa systur sinni. Maðurinn reis upp og fylgdi stúlkunni út og upp að Lögbergi....
Annálað heljarmenni er á göngu eftir fjöru á milli bæja. Hann finnur sjórekna birkirenglu sem hann tekur með sér og notar sem göngustaf. Þegar hann á eftir skammt heim verður fyrir honum ferlíki nokkurt í mannsmynd, ákaflega stórt og digurt. Ræðst martröll þetta umsvifalaust á hann. Nýtist honum vel viðarkylfan og lemur hann miskunnarlaust með henni....
Marðareyrarmópeys var einn af yngri draugum þar vestur frá. Hann var vakinn upp 1853, en það ár kvæntist Bæring á Marðareyri Sigríði á Stað. Einhver hafði sótt eftir ástum hennar en fékk ekki, hann hefndi sín og sendi Sigríði drauginn. Mörg börn þeirra dóu voveiflega. Hún giftist bróður Bærings eftir að Bæring dó. Mópeys var ýmist kallaður Kollsármópeys...
Bræðurnir Þórður og Jón voru vinnumenn á Skúmsstöðum. Kvöld eitt er Þórður koma úr róðri að allt heimilis fólkið var sofnað. Var matur á borðinu fyrir hann, en í rúminu andfætis, þar sem Jón var vanur að sofa, hvíldi gestur. Snæddi Þórður, og háttaðir síðan. Þegar Þórður var að sofna, sá hann tvo menn standa hjá rúminu; voru föt þeirra í henglum, og voru...
Þann 29. mars 1892 hófust miklir reimleikar í sjóbúðinni við Ranakot á Stokkseyri. Þegar reimleikarnir hófust voru aðeins þeir Eyjólfur Ófeigsson frá Fjalli og Ívar Geirsson frá Kiðjabergi vakandi, og sáu þeir hvar hinir sofandi menn blánuðu og veinuðu til skiptis. Leiddi þetta til þess að allir vöknuðu og ljós voru kveikt um alla búð. Sögðu mennirnir að...
Stokkseyrardraugurinn.1. Frásögn Jóns Pálssonar.
Ein sönn historía um það straff og plágur sem þeir tólf kynþættir Júða hljóta að hafa af guði vegna saklausrar pínu Jesú Christi sem oss leyst hefur fyrir eilífan dauða so sem það er staðfest í guðsorði: „Með þeim mælir sem þér mælið öðrum út skal yður inn aftur mælt verða.“ Einn víðfrægur medicus til Mantria (Mantua?) í Vallandi hver fæddur var einn...