Heimildarmaður heyrði ekki á fólki að það tryði á álög en nóg var um álagabletti sem að ekki mátti slá.
Álög eru auðvitað svo náskyld formælingum að nær því virðist það hið sama. En þó virðist sá munur á þeim að eigi sé órétt að skilja þetta sundur í tvö atriði. Álög koma löngum fyrir í fornum ævintýrum og eru það þá jafnan tröll eða tröllkynjaðar verur er leggja á menn og virðist þar eiga að skilja það sem einskonar galdrakunnáttumátt. Álög sem svo eru...
Hugmyndir heimildarmanns um álagabletti
Þokan var kóngsdóttir í álögum
Álög á ábúð bænda, mátti ekki fara yfir nítján ár
Sagt frá álagabletti á Melum; Jón Sigurðsson húsmaður sló Stórhól
Spurt um álagabletti á Jökuldal árangurslaust
Spurt um álagabletti, en þeir eru engir sem heimildarmaður veit um.
Spurt um álagabletti. Heimildarmaður veit ekki hvort að það voru álagablettir þarna einhversstaðar.
Bóndinn í Gaulverjabæ sló álagablettinn og varð veikur í hendinni
Sagt frá álagabletti á Brjánslæk
Ekki heyrði heimildarmaður talað um álagabletti í landi Mýra. Á Signýjarstöðum átti að vera hrossaganga og mótaka.
Heimildarmaður man ekki eftir álagablettum á Hóli.
Ef álagablettir voru slegnir misstu menn eitthvað af gripum sínum.
Spurt um álagabletti. Heimildarmaður man ekki eftir neinum álagablettum. Hefur þó heyrt þessa trú.
Spurt um álagabletti. Engir álagablettir voru þarna.
Álagablettir voru í hverju túni og mátti ekki slá þá. Heimildarmaður vissi ekki til þess að eitthvað gerðist ef þeir voru slegnir.
Heimildarmaður man ekki eftir neinum álagablettum. En telur þó að einhver hafi verið á Dunk.
Á klettahrygg norðan við Iðu má alls ekki skera torf því þá drepst snemmbæran. Engir álagablettir voru í Gnúpverjahrepp.
Minnst á álagablett á Skarði. En heimildarmaður man ekki söguna af honum. Enginn álagablettur var á Kvennabrekku.