17,362 datasets found
Organizations: Sagnagrunnur Place of Narration: Húsavík
Sigfús prófastur átti þá konu er Guðrún hét . Hún var dóttir Ketils prests í Húsavíkurkalli við Skjálfanda (1728-69 d. 1778). Ketill prestur hafði þann hátt að brenna fjölum úr líkkistum er komu upp úr kirkjugarði. Eitt sinn var brotin ófúin kista og brennd, en bein með litlum holdfúa er í henni voru grafin kistulaus. Tók þá að bera á þeim draug er síðan...
Húsavíkur-Lalli
Útlendir sjómenn frömdu rán og gerðu óspektir hér á 15. og 16. öld. Eftir það urðu viðskipti við landsmenn friðsamlegri í alla staði. Þó eru ýmis dæmi um óspektir útlendinga á 19.öld. Enskir sjómenn skutu bjargfugl á eggjum í Grímsey 1856 og höfðu í hótunum við eyjarskeggja. 1862 skutu þeir æðarfugl á eggjum í Hrísey. 1866 gengu Hjaltlendingar...
Jón hafði aðdrætti til bús síns mest neðan úr fjörðum. Lét hann þá jafnan kölska hafa mest fyrir ferðinni. Eitt sinn keypti Jón afla í Húsavík og lét mikið á grindina og hélt svo til fjalls. En það sáu menn að þegar hann kom fram fyrir hólinn hjá Hólshúsum þá settist hann ofan á aflann og rann grindin óðfluga upp brekkurnar og heim í Dalhús um kveldið,...
Aksturinn
Séra Helgi Benediktsson er hélt Húsavík við Skjálfanda 1814-20 hafði áður haldið Mývatnsþing og Svalbarð. Hann var talinn gáfumaður, skáldmæltur, forspár og fjölfróður. Séra Jón Þorsteinsson fékk séra Helga til að skipta á brauði við sig og eftir það hélt séra Helgi Húsavíkina, saknaði hann lengi Mývatnsþinga eins og þessi vísa sýnir (vísa 1). Á hans...
Dísar-Bjarna er strítt af vinnumanni einum, Bjarni segir við vinnumann að hann muni ekki vera einn hress að ári liðnu. Að ári liðnu dreymir konu hreppstjórans vinnumann þar sem hann segist hafa verið hrakinn fram af hömrum. Fannst hann þar sem húsfreyja sagði að hann myndi vera, var talið að Bjarna-Dísa hefði ýtt honum fram af.
Nafnkenndir draugar
SÁM 92/2766 EF
Heimildarmann dreymdi oft fyrir daglátum. Eitt sinn var heimildarmaður beðinn um að fara í sendiferð. Hann var búinn að gera sér í hugarlund hvaða svör hann fengi við erindinu. Nóttina áður en hann fer dreymir heimildarmann að hann sé kominn til mannsins sem að hann átti að hitta og farinn að tala við hann. Svör mannsins komu heimildarmanni á óvart. Í...
SÁM 90/2083 EF
Sagnir af því þegar fólk var flæmt burt með tilbúnum draugagangi
SÁM 92/2639 EF
Spurt um örnefni tengd Gretti Ásmundarsyni árangurslaust
Strákar lögðust út í Flóanum. Þeir stálu einhverju áður en þeir hlupust á brott. Þeir voru tveir talsins og náðu sér í hesta. Þeir náðust. Þeir voru dæmdir til að fara á Brimarhól.
SÁM 89/1968 EF
Maður sem Bjarni heitir gistir í sæluhúsi og verður fyrir ásókn, hann segir: „Láttu mig í friði sæmdarkarlinn, Bjarni skal í burtu þegar dagar“; vísa: Enginn bjó mér aumum skjól
SÁM 92/3133 EF
Heimildarmaður nefnir að menn hafi trúað á huldufólk. Víða voru örnefni sem að minntu á huldufólk. Þegar heimildarmaður var smali voru örnefni á smalaleiðinni. Til að mynda einn hóll sem að hét Álfhóll. Þrír steinar voru uppi á hólnum og í þoku voru þeir keimlíkir mönnum.
Einhverju sinni fyrir löngu bjuggu karl og kerling á koti einu, áttu mörg börn en efnilegust þeirra var stúlka, Guðrún að nafni. Samt var hún höfð útundan og látin ein sitja ærnar. Eitt vorið gerði mikið vatnsveður og komst Guðrún ekki heim með ærnar og varð að láta fyrir berast í smalahreysi sínu. Dreymdi hana þá konu er sagði að ekki yrði heimkoman...
ÖRLAGASÖGUR. Örlög ráða. Munaðarlausa stúlkan.
Menn trúðu þó nokkuð á huldufólk. Heimildarmaður segist hafa séð huldufólk og þá mikið betur heldur en annað fólk. Kastali er hjá Bílduhóli. Heimildarmaður var þar á ferð hjá Kastala og lagðist þar fyrir í brekku og sofnaði. Kom þá til hennar maður og bauð hana velkomna á staðinn. Nóttina eftir var hún sótt til vitjunar. Hún tók í hendi á manni sem að...
Maður verðu vitni að voðalegum hljóðum sem líktust barnsgráti. Þegar heim er komið er hann beðin um að segja hve mörg hljóðin voru sagði hann þau hafa verið fjögur. Bjuggust menn þá við mánaðaráfelli og rættist það.
Utanvert á Skeiðunum liggur Gráhelluhraun. Sumsstaðar í þessu hrauni eru gjár og heitir ein þeirra Draugagjá. Eitt sinn fyrr á öldum var unglingi úthýst og nokkru seinna fannst hann dauður í þessari gjá. Ekki lá hann kyrr eftir dauðann og fara sagnir af því að hann hafi flogið á menn, villt um fyrir þeim og leitt þá afvega. Nokkru fyrir 1900 var Helgi...
SÁM 88/1528 EF
Þeim Jóni sterka og Margréti konu hans kom ekki alltaf vel saman. Þau voru ekki lík í skapi þó skyld væru, hann fáorður en hún margorð. Margréti féll illa víndrykkja hans og sat um það að ná frá honum víni og eyða því. Ekkert reitti Jón meira til reiði en það. Eitt dæmi um það er þegar hún tók að skamma hann drukkinn fyrir ofdrykkju og leti. Stóð þá Jón...
Hafnarbræðra þáttur. Jón svarar með þögninni.
Faðir heimildarmanns eignaðist sérstakt og gott hrossakyn eftir föður sinn Bárð Bárðarson á Ljótarstöðum og komu margir góðhestar og þrekhestar úr þessu kyni. Heimildarmaður segir sögn um bakarann á Eyrarbakka sem átti hestinn Jarðstjarna af þessu kyni. Bakarinn fór oft til Reykjavíkur og eitt sinn á leiðinni til baka nennti hann ekki að bíða eftir...
SÁM 90/2307 EF
Huldufólkstrú: Hvallátur, Skáleyjar
SÁM 86/657 EF
Slys í Blöndu
SÁM 92/2600 EF