Ýmsar lýsingar hafa menn gefið á sæskrímslum og margar skrýtnar. Hér eru nokkrar lýsingar. Eins og tveir hestar fastir saman á rassinum. Með háar kryppur upp úr bökum og burstir upp úr hausnum. Eins og tunnur með botn eða bumbu upp úr vatninu eða sem hestlendar. Eins og grindverk og velta áfram. Eins og veltandi hnoða. Eins og hús eða skip eða bátar...
Ófreskjulýsingar
Séra Árni og Ingibjörg þóttu frekar fjölkunnug, það kom svo að því að séra Árni var kærður fyrir ýmsar sakir. Flúðu þau hjón þá með dóttur sina, er Þuríður hét, því viss voru þau myndu verða brennd á báli. Fóru þau sjóleiðis. Er þau koma inn Loðmundafjörð vilja þær mæðgur ganga að landi. Var þeim boðið að dvelja í Húsavík hjá Guðmundi Oddsyni, sem bað svo...
Galdrahjónin frá Hofi á Skagaströnd.
Um aldamótin 1800 var prestur í Garði í Kelduhverfi sem hét Vigfús Björnsson og var hann stórmenni og af stórmönnum kominn í báðar ættir. Á þessum tíma bjó bóndi í Skörðum í Reykjarhverfi sem hét Gísli og var hann orðheppinn maður.
Að hausti um aldamótin kemur séra Vigfús með sláturfé og margt manna inn á Húsavík en þá var þar fyrir Gísli í Skörðum og...
Galdrahríð síra Vigfúsar í Garði
Þrír menn róa út á Skjálfanda á selafar, sótþoka er á og þeir verða lítt varir. Þeir sjá hins vegar eitthvert ferlíki rétt aftan við bátinn. Það var að lögun eins og maður en öllu stærri og hörundslitur var dökkur, líkur hvelju. Skepna þessi skók haus og ranghvolfdi í sér augunum og horfði á þá. Varð þeim svo hverft við að þeir réru lífróður í land.
Martröllið á Skjálfanda
Kvíga hleypur til sjávar og reynir stúlkan á bænum fyrsta að stöðva kvíguna getur enginn stöðvað hana, síðar bættust fleiri í hópinn. Svo kom fram að stúlkan var heitbundin pilti og hugðu þau á Ameríkuför er var í ætt er Dísa fylgdi og átti Dísa að hafa farið í kálfinn og synt til Vesturheims til þess að geta verið á undan þeim hjónum.
Í Jökuldælu segja gamlir menn að hafi verið þættir af Hákoni og Skjöldólfi, af Gauki, af Böðvari og Gull-Birni og enda Hauki. Ennfremur eru hér þættir sem menn segja að séu úr Jökuldælu. Sagt er frá Gunnhildi sem byggði fremst í Húsavík þar sem nú heitir Gunnhildarsel. Hún var forn í skapi og átti þrjá syni sem voru miklir fyrir sér. Þorsteinn kleggi nam...
Gunnhildar þáttur
Séra Pétur gaf Lárusi eitt sinn kassa fullan af eggjum og öðrum vörum. Gaf Lárus Pétri í staðinn fullann kassa af mór.
Gjöf skal gjaldast
Sú trú var að fluga bæri boð um gestkomu.
Sagt er frá vinkonunum Önnu og Rannveigu sem bjuggu á sitthvorum bænum í Bárðardal og var vel til vina. Ansi löng leið var á milli bæjanna en Anna hafði gert Rannveigu boð um að hún mundi sækja hana heim einhvern sunnudag um veturinn.
Anna leggur svo af stað í heimsóknina í góðu veðri en miðja vegu skellur á...
Gestafluga
Helgi Benediktsson var prestur á Húsavík á árunum 1814-20. Vinnumaður hans hét Þorvaldur og voru hann og sonur Helga, Sigfús, bestu vinir. Reyndu þeir vinirnir eitt haust að fá mann að nafni Bjarni sem lá banaleguna til þess að verða draummann þeirra ef hann dæi. Bjarni aftók það þó með öllu. Eftir dauða Bjarna fóru þeir vinirnir út í kirkju, opnuðu kistu...
Draummaðurinn
Endur fyrir löngu bjó bóndi einn, blóðnískur, í Saltvík við Húsavík. Einn vetur varð hann uppiskroppa með ljósmat og þar sem hann tímdi ekki að kaupa hann tók hann það ráð að grafa upp í Húsavíkurkirkjugarði nýjarðað lík af feitum manni og ná af því ístrunni. Lét hann svo þetta ljósmeti í koluna, gaf það daufan svarbláan loga, sem bóndi sagði þó að yrði...
GALDRASÖGUR. Töfrabrögð: Saltvíkurtýra
Kona að nafni Elín sá ýmsar sýnir. Einu sinni sá hún fyrir dauða Þórarins, sem var þá í verslunarferð á Húsavík. Þegar einhver var feigur, sagðist hún sjá látna frændur þeirra leiða þá feigu á milli sín og væru þeir kátir.
Nú er Þórarinn dauður
Kona að nafni Þuríður Árnadóttir var í húsmennsku á Mýri. Ætlaði hún árið 1834 að fara út á Húsavík og sagði hún að ekki þyrfti að sækja hana aftur því hún ætti eftir aðeins þrjá daga ólifaða. Dó hún síðan á þriðja degi, 10. september 1834.
Dauðaspá Þuríðar
Helgi sem var prestur á Húsavík sagði anda vera hála en Þorleifur sem var á Siglunesi sagði loftanda vera eins og brúnt merartagl.
Skúli Sveinsson bjó í Garði í Aðaldal ásamt konu sinni, Kristjönu Flóventsdóttur. Gerðist Skúli formaður á skipi sem kallað var "Veturliði" en fór svo illa eitt sinn er þeir voru á veiðum að skipið fórst og drukknaði Skúli ásamt öllum mönnum sem voru á skipinu.
Skömmu eftir þennan atburð var fjöldi manns staddur á skipi lausakaupmanns frá Danmörku og...
Drukknun Skúla Sveinssonar í Garði
Maður að nafni Víkingur var uppi í Noregi á dögum Haralds konungs hárfagra. Barðist hann gegn konungi en lét í lægra haldi fyrir honum og þurfti að flýja land. Flúði hann til Íslands norður í Kelduhverfi. Konungur frétti hvar hann var staddur og sendi menn sína til Íslands til að drepa hann. Þeir gerðu svo og tóku afhöggvið höfuðið með til að færa...
Höfuðreiðarmúli
Séra Þorleifur (heimildarmaður) var hjá Eggerti kaupmanni og vann við að raða bókasafni hans og skrásetja bækur. Gat hann laugardagskvöld 16. mars 1907 ekki sofnað en festi loks blund um tólfleytið. Fannst honum þá tvær verur í mannsmynd standa fyrir framan rúmstokkinn. Voru þetta karl og kona í síðum, dökkgráum stökkum.
Hrökk hann upp en þá hurfu...
Hér segir frá landnámsmönnum og þeim er fyrstir bjuggu við Loðmundarfjörð og nágrenni. Sagt er frá örnefnum sem tengjast bardögum manna og búsetu þeirra. Svokallaður Kampsbardagi var háður milli Loðmundarfirðinga og Borgfirðinga og var deiluefnið landamörk. Sagt er að þeir fyrrnefndu hafi unnið og haldið landi sínu óáreittir eftir þetta.
Á hausti einu var fjártaka mikil í kaupstað; var þá siður að fé allt var selt á fæti og sömdu kaupmenn um verðið við fjáreigendur eftir stærð fjárins og útliti. Halla átti margt gangandi fé og með því að kaupmenn buðu þá gott verð fyrir fé, þá leggur hún sjálf af stað með hundrað sauði gamla og rekur þá af stað til Húsavíkur sem er næstur verzlunarstaður...
Sauðir Höllu
Stúlka að nafni Jóhanna var í vinnumennsku á Héðinshöfða. Lagði hún hug á mann á Húsavík. Bað hún Jósías bónda að Kaldbaki að spá fyrir um forlög sín. Vildi hann ekkert segja henni en þegar hún var farin sagði hann að þetta hefðu verið ljótustu spil sem hann hefði handleikið og að náspilið hefði verið yfir höfði hennar. Varð hún síðan úti á leiðinni heim....
Frá Bjarna í Tröllakoti og Jósíasi á Kaldbak
Sagt er að séra Þorleifur skildi hrafnamál. Snemma einn haustdag reið Þorleifur ásamt verkamanni sínum frá Múla niður að Húsavíkurkaupstað en þeir vildu ná heim aftur að kvöldi. Torfærur voru engar á leið utan Mýrarlækjar sem fellur úr flóa nokkrum í Laxá. Þegar þeir lásu ferðabæn sína flaug hrafn yfir höfuð prests og skrækti. Prestur leit við og sagði:...