Skála-Brandur var kokkur á hollensku skipi sem að strandaði á Neseyrinni. Hann var vakinn upp glóðvolgur og sendur að Skála. Þegar hann var kominn áleiðis að Skálum hitti hann smalastúlku á leiðinni og spurði hana hvort það væri langt að Skálum. Hann sagðist þurfa að vera kominn þangað fyrir háttatíma. Það var löng leið og sagðist hún þá kalla hann Brand...
Guðmundur Sveinsson á Kárastíg 3 sagði að ef eitthvað óhreint kæmi að manni þá kæmi það alltaf vinstra megin. Hann vann sem vaktmaður á togurum. Hann gekk um bryggjurnar og vaktaði þá.
Móðir heimildarmanns heyrði í og sá Þorgeirsbola oft. Heimildarmaður sá hann einu sinni dragandi húðina. Þá var hún að fara að kvöldi til að sækja vatn í lækinn. Þegar hún kom að læknum var eitthvað kvikindi við lækinn, þar var boli kominn.
Maður einn sem sá um vitana í Vestmannaeyjum var einu sinni á ferð snemma morguns í vondu veðri. Þá mætir hann fimm mönnum og þeir heilsa honum allir að hermannasið. Hann þekkir alla mennina en þeir höfðu drukknað árið áður eða fyrr um veturinn á boða sem að heitir Sólboði.
Saga af Móra og Páli Jóakimssyni. Einu sinni svaf móðir hans í rúmi og byrjaði þá einn krakkinn að orga og stara mikið fram á gólf. Sá hún þá strák standa á gólfinu. Hann var í mórauðum prjónafötum og var með húfu með skúfi. Daginn eftir kom Páll Jóakimsson en hann var að selja bækur. Hann gekk um landið og seldi bækur. Hann bað um gistingu og sagði móðir...