Kjartan Lárus Pétursson var fæddur í Eskifjarðarkaupstað 1845. Faðir hans hét Pétur Vilhelm Brandt og móðir hans Þorbjörg Þorsteinsdóttir, af hinni merku Ísfeldsætt. Margir í þeirri ætt hafa verið gæddir þeirri gáfu, sem nefnd er fjarskyggni.
1. Þáttur af Kjartani í seli: Ætt Kjartans
Hafnarbræður gátu ekki verslað allar nauðsynjar á Eyrunum því réru þeir stundum til Eskifjarðar til að sækja vistir. Eitt sinn hittu þeir danska og íslenska kaupmenn og báðu þeir Jón að sýna vott um afl sitt. Þeir bræður voru þá orðnir hreifir af víni og lét Jón tilleiðast. Sagt er að margir menn hafi haldið tré á loft og lagt um þverar herðar Jóni en...
Hafnarbræðra þáttur. Mesta aflraun Jóns og sjóferð.
Eitt sinn reið Halldór um götur Eskifjarðar á hryssu og graðfoli elti. Sá Halldór þá mörg kvenandlit í gluggunum og fór af baki á meðan hryssan og folinn athöfnuðu sig. Hurfu andlitin frá gluggunum og var talið að minna hefði verið um það fyrst um sinn á eftir að staðið hefði verið við glugga til þess að horfa á vegfarendur en áður hafði verið.
Bræðurnir Hallgrímur og Indriði búa í sömu sveit og þykja vel skáldmæltir og Indriði að auki forn í skapi, dulur og fjölfróður. Á sama tíma bjó einnig í sveitinni Hermann að Stóra-Sandfelli.
Einverju sinni fór Hallgrímur ofan í Eskifjörð í góðu veðri en allt í einu skellur á dimmviðris hríðarbylur. Indriði sem ekki hafði vitað af ferð Hallgríms kemur inn...
Gernigahríð Hermanns í Firði
Eitt sinn þegar Halldór var staddur á Eskifirði var hann beðinn um að slátra kálfi. Hann tekur það að sér ásamt öðrum manni en slátra þeir eldri kálfi en þeir áttu að slátra því honum fannst ekki viðkunnanlegt að leggja sér svo ungt dýr til munns.
8. Sagnir um Halldór Árnason á Högnastöðum: Halldór slátrar nauti fyrir Tulinius
Sakamenn sleppa úr haldi hjá sýslumanni, þegar þeir nást aftur þá er gæslan hert, gaf sýslumannsfrúin þeim að borða. Er þeir voru allir dauðir var talað um að þeir gengju aftur. Var þá tekið á það ráð að hálshöggva þá og láta sýslumannsfrúna ganga á milli bols og höfuðs, hætti þá draugagangurinn.
Reimt í Eskifirði
Einhverju sinni á átjándu öld var vörum stolið úr versluninni á Eskifirði og náðust þjófarnir uppi á fjalli, voru litlir fyrir sér og iðrandi. Voru þeir síðan geymdir, meðan beðið var úrskurðar í máli þeirra, í grjóthlöðnu húsi í túninu á Borgum, næsta bæ við Eskifjörð. Var þeim færður þangað matur, en heldur naumt skammtaður því hart var í ári og...
more ...
Þjófadysjar í Eskifirði
Halldór reið eitt sinn að kveldi um Eskifjarðarkaupstað og vissi ekki fyrr til en gálgakrókur kræktist undir höku hans. Halldór greip báðum höndum um gálgatréð og vó sig upp af króknum, en hesturinn hljóp undan honum. Meiddist Halldór talsvert, því að krókurinn hafði gengið upp í hökuna, en þó varð meiðslið minna en orðið hefði, ef Halldór hefði ekki...
3. Sagnir um Halldór Árnason á Högnastöðum: Snarræði
Halldór gaf sig lítið að sjósókn heldur var þess í stað í vinnu annars staðar og vann meðal annars að því að hlaða grjótgarða fyrir menn.
5. Þáttur af Halldóri Árnasyni á Högnastöðum: Garðhleðslur Halldórs á Eskifirði
Tveir menn verða góðir félagar, eitt sinn eru þeir við jarðarför og koma þá furðulega stór bein upp úr gröfinni af tveimur mönnum, fara þeir að gantast með það að ekki væri nú verið slæmt að hafa svona stóra menn með sér á bát, þegar þeir félagar gengu til báts þá sást til tveggja stórvaxinna manna ganga á eftir þeim, ýtt þeir hart frá landi, aldrei...
Bátshvarfið
Í móðuharðindunum og fyrst á eftir varð útilegumanna vart í fjöllunum milli Eskifjarða og Héraðs, en lengi vel tókst ekki að finna fylgsni þeirra. Réðust þeir þó stundum að fólki sem átti leið um þessa fjallvegi eða stálu fénaði þeirra. Eitt sinn rakst þó unglingspiltur óvart á hreysi útilegumannanna og slapp hann við illan leik tunguskorinn frá þeim til...
Síðasta aftaka á Austfjörðum
Haustið 1878 dó maður á Eskifirði voveiflega og hugðu sumir að það hefði verið af mannavöldum þó ekki hefði það sannast. Vorið eftir var búð Tuliniusar kaupmanns full af fólki og sá er var grunaður um dauða mannsins var einnig þar staddur. Þá kom þar að Halldór og kallaði hann hátt í búðinni: „Illa gerðir þú, bölvað óhræsið þitt, þegar þú drapst Trætil...
Hjörleifur fékkst mikið við smíðar og gekk oft á reka að leita efniviðar. Fékkst hann ekki um það þó aðrir ættu hann. synir hans fluttu oft vörur fyrir menn úr kaupstöðum því þeir áttu öflugan bát og tóku þeir sjaldan ákveðna borgun fyrir. eitt sinn voru þeir feðgar á Eskifirði í kaupstaðarferð. Þar var kunningi þeirra Hjörleifssona Hermann að nafni og...
Hafnarbræðra þáttur. Eskifjarðarför - Heimboð í
Firði.
Bjarni Oddsson söðlasmiður á Eskifirði og annar Bjarni sem átti líka heima á Eskifirði sátu eitt sinn saman við drykkju. Voru þeir orðnir mjög ölvaðir og lenti saman í áflogum við læk. Höfðu þeir hvor annan undir í læknum og hélt sá sem ofan á varð hinum svo lengi ofan í læknum að lá við köfnun. Sættust þeir síðan og settust að drykkju á nýjan leik.
Þrír menn áttu deilum. Vin eins þeirra dreymdi að vinurinn kæmi til hans og bæði hann hjálpar, því tveir menn væru að drepa sig. Næsta morgun fannst hann dáinn.
Tilkynning
Eitt sinn voru þeir Eiríkur á Karlsskála og Halldór á ferð um kvöld á Eskifirði og voru báðir mjög ölvaðir. Fengu þeir gistingu hjá kaupmannshjónunum. Þegar þeir voru að fara að sofa fór Halldór með mjög klúrar vísur. Ávítaði kaupmannsfrú hann fyrir þetta. Lágu þeir í sama rúmi og fann Eiríkur allt í einu bleytu og hafði Halldór þá pissað á sig.
10. Sagnir um Halldór Árnason á Högnastöðum: Gisting á Eskifirði
Einhverju sinni voru þeir piltar Halldórs á sjó á sexæringi. Stóð stormur innan fjörðinn og sóttist þeim seint róður inn með landinu. Þá hittist svo á, að Halldór kom um sömu mundir ríðandi utan strönd og sá, hve mönnum sínum gekk illa róðurinn. Kallar hann til þeirra og biður þá að henda stjórafærinu til sín í land. Gerðu þeir það og bundu annan endann...
6. Sagnir um Halldór Árnason á Högnastöðum: Góð úrræði
Árið 1871 kvæntist Kjartan Kristínu Jónsdóttur. Eignuðust þau fimm börn, er náðu fullorðinsaldri. Kjartani tókst fljótlega að ná eignarrétti á ábúðarjörð sinni, sem nú er orðin margbýlisjörð afkomenda hans.
4. Þáttur af Kjartani í seli: Kvonfang Kjartans og afkomendur
Ýmsar lýsingar hafa menn gefið á sæskrímslum og margar skrýtnar. Hér eru nokkrar lýsingar. Eins og tveir hestar fastir saman á rassinum. Með háar kryppur upp úr bökum og burstir upp úr hausnum. Eins og tunnur með botn eða bumbu upp úr vatninu eða sem hestlendar. Eins og grindverk og velta áfram. Eins og veltandi hnoða. Eins og hús eða skip eða bátar...
Ófreskjulýsingar
Sú er ennfremur sögn manna að kaupmaður annar hafi krafið Jón skuldar og segja menn að hann væri í Eskifirði. Mættu menn þá Jóni á Eskifjarðarheiði með tvo hunda. En þegar út í Tungur kom hafi hann tvo uxa en engan hund. Lagði hann inn uxana og borgaði skuldina og voru það hundarnir.
Uxarnir