17,362 datasets found
Organizations: Sagnagrunnur Place of Narration: Fjarðarheiði
Fyrsta endurminning heimildarmanns er að fóstri hans var að sækja heytorf út í sveit. Það var rigning og hann hafði farið úr ytri fötum, lagst svo upp í rúm. Heimildarmaður lá í rúminu til fóta og hafði sofið. Kristín fóstra hans var á gólfinu að snúast. Guðmundur benti á fóstra sinn og sagði að Oddur væri kominn. Kristín spurði hann af hverju hann...
SÁM 85/229 EF
Spurt um sagnir af Hólmfríði ríku: Hólmfríðargata hét gata sem lá utan í Kapelluhólnum, þar átti Hólmfríður að hafa átt bænhús
SÁM 87/1274 EF
Sumir þóttust sjá eitthvað, en heimildarmaður veit ekkert um það
SÁM 89/1839 EF
Sjóróðrar frá Bolungarvík og svipir
Gömul kona sem hét María og var systir séra Jens í Setbergi vildi ekki vera á sveitinni. Hún var voðalega nornaleg í sér. Hún var eina manneskjan sem flakkaði um þarna. Hún sá fyrir sér með því að spinna saumþráð, ákaflega vel. Hún reytti það lengsta af toginu. Oft mikil fyrirhöfn í undirbúningnum. Svo var þráðurinn svo jafn og svo sléttur, hann var eins...
SÁM 90/2248 EF
Spurt um drauga og sjóskrímsli án árangurs
SÁM 92/2962 EF
Frásögn af séra Bjarna Símonarsyni, Sigmundi á Fossá og Hákoni í Haga. Sigmundur var eitt sinn næturgestur á Brjánslæk hjá Bjarna. Bjarni varð var við umgang um nóttina og sá hann þá mann úti í kirkjugarði. Þar var staddur hann Sigmundur og var hann langt kominn með að vekja þar upp draug. Bjarni kom draugnum niður aftur. Sigmundur ætlaði sér að senda...
Sigríður var kona í meðallagi há, fremur sívöl í vexti og þykk um brjóstin. Hún var lipur í höndum, gestrisin og greiðasöm. Séra Ófeigur á Fellsmúla var sóknaprestur hennar á síðustu árum hennar og kynntist henni nokkuð. Hann sagði hana hafa haldið sér undur vel allt til síðustu ára, og hún hafi verið fönguleg, tápmikil og jafnvel höfðingleg kona. Þótti...
Lýsing Sigríðar
Mannsskinn er, sem áður er sagt í gjaldbrókarliðnum, nauðsynlegt við margar töfrakúnstir. Auk nábrókanna er það haft í gandreiðarbeisli. Einnig eru þá bein manna höfð í stengur og mél, taumar og höfuðleður úr skinninu. Því bregðir og fyrir í sögum að menn hafi flegið allt skinnið í einu af dauðum mönnum og farið svo í haminn eður þennan náfatnað í...
d) Mannsskinn og mannsístra
Álagablettur á Emmubergi. Heimildarmaður segir að það hafi lítið verið trúað á huldufólk. Fólk var andvígt því að börnum væri sagt frá einhverju yfirnáttúrulegu. En einn blettur var í landi Emmubergs sem að fóstri heimildarmanns lét sér ekki standa á sama hvernig var farið með. Það var víðirunni í stórri urð fyrir framan Emmubergið. Því var trúað að ekki...
Friðrik andalæknir. Fóstri heimildarmanns skrifaði honum og honum batnaði. Heimildarmaður heldur að þar hafi trú fóstra hans á Friðriki læknað hann en ekki það sem Friðrik gerði.
Systravatn heitir eftir tveimur systrum sem fóru á bak gráum hesti sem fór með þær í vatnið svo þær drukknuðu báðar
SÁM 90/2300 EF
Magnús á Möðruvöllum var afburða sláttumaður, á einni viku átti hann að slá ákveðna spildu, svaf meirihluta vikunnar en kláraði samt; annað skipti rökuðu tvær kerlingar á eftir honum og höfðu ekki við
SÁM 92/2623 EF
Álagablettir í Skálavík, Bakka, Svartabakkavað
SÁM 85/555 EF
Galdranornin Stokkseyrar-Dísa. Guðmundur Guðni orti ljóð um hana: „Þó að ýmsir falli frá". Saga um Dísu sem leggur inn grjót í harðfisklíki. Útistöður við biskup vegna kirkjunnar á Stokkseyri. Hannes fer aðeins í Flóamannasögu og H.Ö.E. spyr um fleiri sem kveðið höfðu yfir Stokkseyrardraugnum og um álög á dætur sr. Páls Ingimundarsonar. Lítið er um svör.
Mópeys kom til heimildarmanns fyrir fjórum nóttum, daginn eftir kom kona í heimsókn; Mópeys var umrenningur, sem var úthýst og gekk síðan aftur; fylgir ætt heimildarmanns; um hvenær hætt var að færa frá
SÁM 92/2626 EF
Húsfreyjunni blöskraði efnahgasástandið undir stjórn Framsóknarflokksins og hótaði að kjósa íhaldið næst
SÁM 02/4017 EF
Tyrfingur Snorrason á Efra- Seli drukknaði á Stokkseyrarsundi 20. mars 1863 ásamt allri áhöfn sinni 13 eða 14 manns. Skip hans var nýlegur áttæringur og Smíðaði Jóhannes Árnason skipasmiður hann. Sýndist Jóhannesi blóð renna úr rekatré er átti að nota í bátinn er hann var að smíða hann, og ætlaði því að henda því. En ekki var völ á öðrum við, og var hann...
Það strönduðu oft skip við Meðallandssand. Skútan Sankti Páll var glæsilegt skip og strandaði í heilu lagi. Heimildarmanni þótti hörmulegt að þurfa að fara og rífa það. Allt var selt á uppboði.
Um hálsmen sem viðmælandi á eftir langalangömmu sína. Saga þeirrar konu og seinni eiginmanns hennar, Magnúsar Bergssonar prests. Eiríkur Magnússon stjúpsonur hennar og bókavörður í Cambridge gaf henni hálsmenið. Um skúfhólka sem viðmælandi á. Stutt saga af langalangömmu viðmælanda, hvernig hún óvart koma af stað hártísku í Breiðdalnum.
SÁM 06/4129 EF