Jón var fæddur 15. jan. 1850 og dó í Gilhaga í Skagafirði 11. apr. 1922. Hann giftist fyrst Ingibjörgu Guðmundsdóttur. Börn áttu þau nokkur, en misstu þau öll í frumæsku og síðan missti Jón konuna. Tvö börn átti hann með Lilju Jónsdóttur, konu Guðna Guðnasonar. Hann fluttist vestur í Húnaþing og giftist þar roskinni konu, Sigríði Jónsdóttur en missti hana...
Sagnir Árna Jóhannesson: Frá Jóni Sigurðssyni rímnaskáldi
Tveir menn komu að Þingeyrum og var þar staddur Friðrik banamaður Natans Ketilssonar.
Natans bani
Guðbjörg hét stúlka sem bjó að Nípá í Kinn. Eitt kvöld var hún í bæjargöngunum og sá þá mórauðan hund. Hann var skrítinn í vexti og með tvo hnýfla upp úr hausnum. Sá hún að ekki var um að ræða jarðneskan hund og fór að berja hann. Breyttist hann þá í heykláf. Hafði faðir hennar borið kláfinn þangað en síðan hafði djöfullinn hlaupið í meisinn og breytt...
Kona að nafni Kristrún missti níu ára dóttir sína úr mislingum. Manninn hafði hún misst fjórum árum áður. Hún var að vonum afar sorgbitin, en nótt eina dreymdi hana Bjarna fóstra sinn sem dáinn var mörgum árum áður. Hún sagði honum það sem gerst hafði og kvað hann þá sálm sem hún lærði og skrifaði niður um leið og hún vaknaði. Fylgir sögunni að Krisrún...
Draumur Kristrúnar Erlendsdóttur
Um grenjaleitir og tófuveiðar
SÁM 92/2667 EF
Frá hvalveiðistöð í Álftafirði, byggð um 1890
SÁM 92/2706 EF
Hörgslandsmóri átti að vera til. Hann var sendur presti, Bergi á Kálfafelli. Hann fylgdi í 9 lið og var hann í hundslíki. Frúin gaf honum hangikjöt um jólin. Hann sást lengi. Páll á Heiði var í 9. lið. Höfðabrekku-Jóka var kveðin niður af séra Magnúsi á Prestbakka. Maður átti barn með dóttur hennar og hún reiddist svo yfir því að hún fyrirfór sér og gekk...
SÁM 90/2213 EF
Minnst á sögu af Helgu í Borgarfirði stóra
SÁM 85/336 EF
Sagt frá dysjum í Krísuvíkurlandi
SÁM 87/994 EF
Um búskap í Bjarneyjum á Breiðafirði
SÁM 92/3025 EF
Hörgslandsmóri var umtalaður draugur. Hann var sending til vissrar ættar og var í hundslíki. Hann gerði ýmsan skarkala og usla. Gísli á Melhól sagðist oft hafa séð hann. Það kom alltaf eitthvað fyrir þegar að ættmenni draugsa voru á ferðinni. Erlingur sagðist einu sinni hafa séð hann. Hann var þá á ferð og sá hann þá hund koma vestan undir bænum og fara...
SÁM 90/2151 EF
Hvammsundrin
SÁM 92/2750 EF
Saga af Jóni í Digranesi. Reykjavíkurmenn stunduðu heyskap á Kjalarnesi. Jón var eitt sinn á ferð með mörgu fólki en báturinn þeirra sökk við Engey. Þeim var bjargað. Jón var þá 5 ára og hafði verið látinn sitja í kvensöðli í bátnum. Söðullinn flaut og Jón sat hinn rólegasti í honum.
SÁM 88/1693 EF
Eitt sinn bjargaði Halldór tveimur mönnum sem höfðu kollsiglt sig en komust þeir báðir á kjöl.
13. Þáttur af Halldóri Árnasyni á Högnastöðum: Halldór bjargar úr sjávarháska
Auðbjörg á Hala hafði það hlutverk að mjólka ærnar og reka þær af kvíunum í hagann á kvöldin. Kvöld eitt á útengjaslætti segir Auðbjörg fúl í skapi við Steinþór af hverju hún mætti ekki reka kindurnar eins og hún væri vön. Steinþór sagðist ekkert hafa verið að banna henni það. Auðbjörg sagðist hafa heyrt í honum hrópin og köllin þegar hann var á Helghól...
SÁM 85/243 EF
Kerlingarskarð í hlíðinni hjá Grímsstöðum á Mýrum, sögn um að tröllkarl og tröllkerling hefðu dagað þar uppi
Spurt um drauga í Breiðdal, en heimildarmaður heyrði aldrei talað um þá
SÁM 91/2459 EF
Rætt um draumspeki í fjölskyldunni, og minnst á draum fyrir sjóslysi; síðan segir Þuríður frá draumi sem hana dreymir alltaf fyrir dauða bræðra sinna, hana dreymir oft að hana vanti sokka og skó og það er ekki fyrir góðu; móðirin var draumspök og faðirinn forspár og dreymdi áreiðanlega fyrir veðri; bátur fórst en faðirnn hafði ekki róið; margir...
SÁM 93/3435 EF