17,362 datasets found
Organizations: Sagnagrunnur Place of Narration: Fjarðarheiði
Einkennilegir menn voru við Djúpið. Það þurfti að hafa svona menn til að skemmta sér yfir. Það var lítið af skemmtunum en böll voru stundum.
SÁM 90/2121 EF
Séra Sigurður Gíslason, prestur á Stað um og eftir miðja 19. öld. Hann var feikimikill búmaður. Hann hirti hvern einasta slægjublett á Stað sem var þó mjög stór jörð. Hann hirti alltaf sjálfur um reiðhestana sína og lömbin. Talað um hvaðan Magnús frændi heimildarmanns hafi fengið sögurnar um Guðfinnu sem hann sagði heimildarmanni
Um tvísýna ferð Öræfinga yfir Jökulsá, á leið úr kaupstað
SÁM 92/3058 EF
Þennan staf skal maður á sér bera móti árásum vondra manna. Hann heitir Pálus. Þessi stafur heitir ægishjálmur hinn sterki. Þennan staf skal maður á sér bera til að verja sig mót illu. Ef einhver hefur á þér eða vin þínum illan hug þá haf ægishjálm á þér, og þennan staf. Þennan staf skaltu bera á þér ef þú átt von á galdri: Haf á þér þennan staf og munu...
Huldufólkstrú
SÁM 85/477 EF
Dóttir heimildarmanns var skyggn
SÁM 92/2987 EF
Slysin við Héraðsvatnaósinn og Skafti sem ferst. Veður og Héraðsvötn. Stöðugar breytingar; silungsveiði.
SÁM 93/3481 EF
Saga af huldukonu sem þurfti að komast yfir Skjálfandafljót
SÁM 85/551 EF
Prestur er Jón nefndur, en ekki er þess getið hvar hann bjó. Hann átti dóttur er Sigríður hét, en ekki er þess getið að hann hafi átt fleiri börn. Það er sagt að Sigríður hafi verið vel að sér til munns og handa og með öllu karlmanns ígildi að hverju sem hún gekk. Eitt haust var það að Jón prest vantaði allt geldfé sitt og víða þar í sveitinni vóru vondar...
Ekki eru álagablettir á Hrærekslæk né í nágrenni; Gvendarbrunnar eru víða, t.d. á Litlabakka og Galtastöðum; mikið er af kolagröfum um ásana
Maður var á ferð við fiskhjalla í Nesi í Norðfirði þegar að kom hvítabjörn. Maðurinn snaraðist heim í bæ og sagði bónda frá þessu. Björninn grandaði hundi heima við bæinn en bóndi sem var annáluð skytta skaut hann út um gluggann. Dýrið var rauðkinnungur svokallaður en það er gamalt dýr.
Æskuminningar heimildarmanns, lífsbarátta, veðurfar
SÁM 92/2591 EF
Vatn þetta liggur á Múlaöræfum inn af Skriðdal norðan undir svonefndum Brattahálsi. Eitt sinn í fyrndinni voru úr Skriðdal átján menn við Líkavatn á jólaföstu að dorga silung. Hólmi er í vatninu; þar í höfðu þeir skála. Á Þorláksmessudag fóru allir úr skálanum á dorg nema einn kall sem hvergi vildi fara og bannaði hinum það líka, en þeir hlýddu ekki og...
Minnst á huldufólksbyggðir og álagabletti í Sviðnum
Bóndi er Sveinn nefndur og bjó í Skagafirði á þeim bæ sem liggur við heiði þá sem farið er af á Kjöl. Það er sagt að Sveinn bóndi væri mesti stillingarmaður og svo sterkur að enginn vissi um afl hans. Það var eitt haust sem oftar að lestir þar að norðan fóru að fara suður á land. Einn dag var það að margar lestir fóru hjá bæ Sveins bónda að prestur nokkur...
Eftir að heimildarmaður man eftir var hætt að tala um að Mela-Manga villti um fyrir fólki. Melarnir eru þar sem kirkjugarðurinn á Stað hafði verið, en hann veit ekki af hverju Mela-Manga gekk aftur. Ef fólk dó í bræði sinni og vildi hefna sín þá gat það viljað til að það gekk aftur og gerði einhverjum eitthvað slæmt.
Harðgerður sjómaður drukknaði. Móðir hans flytur og í því húsi er maður sem ekkert þekkir til þeirra mæðgina. Hann dreymir sjómanninn sem fer með vísu en aðeins hefur varðveist þessi hluti: Á vinda gauta veðramótum var ég lagður banaspjótum.
„Á vinda gauta veðramótum“
Ólafur hét bóndi er bjó á Tinnárseli í Austurdal í Skagafirði; hann var haldinn fjölkunnugur. Einu sinni var hann á ferð í Svartárdal í Húnavatnssýslu og kom að Bergsstöðum um nótt, og þegar hann reið hjá kirkjugarðinum varð honum litið inn í garðinn og sá hvar maður var að glíma við nýuppvakinn draug, en draugsi var rétt búinn að keyra hann undir sig; þá...
Hjálmur segir frá forlögum og hvernig draumur boðaði haglél
Stórhólagrun í Eyvindarstaðalandi var sögð vera huldufólksbyggð. Heimildarmann dreymdi oft að þar væri mikil byggð. Samtal um huldufólksbyggðir og sögur.