Maður sem var að hrapa niður svellaða fjallshlíð hét á Fransmannaleiðið og bjargaðist
SÁM 85/528 EF
Sláturfjársala, kaupmennirnir, sem keyptu féð og um verðið á því
SÁM 92/2679 EF
Háahraunslangur hélt sig á hraunbelti á leiðinni á milli Grindavíkur og Keflavíkur. Talið var að þeir sem að sáu hann hafi verið fullir. En hann sást bara en gerði engum neitt.
SÁM 90/2145 EF
Sögn um að gamankvæði var haft að lagboða við sálm, kvæðið síðan sungið þrisvar sinnum
SÁM 85/123 EF
Þegar Haraldur Briem bjó á Rannveigarstöðum hafði hann stórt bú og margt fólk. Eitt sinn um kvöld hafði fólkið þrætt um tilveru huldufólks og sagði Haraldur það ekki vera til. Hann skyldi sprengja klett því til sönnunar að ekkert myndi koma fyrir. Svo var þetta gert, en það kom til hans huldukona og sagði hann hafa sprengt niður híbýli hennar og hann...
SÁM 85/234 EF
Ragnheiður Þorkelsdóttir vinnukona í Hólsseli á Hólsfjöllum fór til Akureyrar að heimsækja frænku sína. Bað húsbóndi hennar hana um að fara ekki ein á Hólssand þegar hún kæmi til baka. Hlýddi hún ekki orðum hans heldur fór yfir Hólssand. Tók veður að versna og kom mikil hríð sem stóð í þrjá daga. Eftir hríðina var Ragnheiður ókomin til Hólssels og var...
Um þegar föður Þuríðar dreymdi fyrir miklu óveðri þar sem fjöldi manns fórst á sjó
SÁM 93/3401 EF
Sögn um álagablett að Uppsölum í Álftafirði
SÁM 92/2706 EF
Sigfús var yngstur af níu börnum Þorvaldar ríka Sigfússonar á Dalabæ í Úlfsdölum. Hann dó 19. september 1866 21. árs að aldri og í kirkjubókum stendur að hann hafi verið „aumingi á Dalabæ.“ Sagt var að Sigfús hafi verið mikill efnismaður og hraustur eins og hann átti kyn til. Þegar hann var á milli fermingar og tvítugs fór hann frá Dalabæ í erindum...
Álög huldukonunnar
Jón og Guðmundur hétu bræður tveir og voru bóndasynir, þeir höfðu framast utanlands og innan og numið margt, þar á meðal höfðu þeir numið smíðar og þóttu þeir hinir mestu þjóðhagasmiðir. Þeir kvonguðust báðir í einu og reistu bú á sömu jörðinni. Þeir eignuðust börn, Guðmundur son er hét Hallgrímur, en Jón dóttur sem Sigríður hét. Hallgrímur var settur til...
Um Lagarfljótsorminn, Jón hefur heyrt um að hann hafi sést nýlega. Saga til um að þríri mektarmenn hafi séð hann í einu. Hann var ekki mannhættulegur
SÁM 92/3005 EF
Maður fyrirfer sér í Ljósavatni, síðan spurt um nykra og öfugugga, neikvæð svör
SÁM 93/3314 EF
Samtal um söguna af því er kýrnar tala á nýársnótt. Heimildarmaður telur að kýrnar hafi talað þarna í raun en fólk lagði þó ekki mikinn trúnað á þetta. Heimildarmaður segir að menn hafi kveðið kvæðið þegar þeir voru að sitja yfir ánum.
SÁM 89/1738 EF
Eitt sinn var bóndi úr Landeyjum við róður í eyjunum í Norðurgarði. Hann var að koma inn yfir Leiðina í góðu veðri til lands. Þegar þangað kom flykktust að honum hásetar og heimtuðu af honum Leiðarskyldutollinn. Var hann tregur til að greiða tollinn og hafði ekki vitað af þessari kreddu. En hann lét sig að lokum og keypti þriggja pela brennivínsflösku sem...
Sjómannagleðjur ýmsar. Leiðagjöf.
Kona ein er Móri fylgdi bað mann nokkurn um að gera fyrir sig körfu, ekki gat maðurinn orðið að ósk hennar, fór nú konan af bæ, stuttu áður en hún kom aftur var hesti beitt fyrir sleða, drapst hesturinn stuttu áður en Þóra kom aftur að bænum og var eins og hann hefði verið hengdur.
Aðsóknir; B
Bjarni nokkur leggur á Reykjaheiði og verður að láta fyrirberast í sæluhúsi á heiðinni vegna veðurs. Þrep eitt var fyrir inngafli hússins og leggst Bjarni þar fyrir og sofnar þegar. Dreymir hann þá mann sem kemur inn í húsið og þrífur í hann svo að hann færist til í fletinu og vaknar. Hafði hann þá færst til í bólinu, og segir þá Bjarni:
„Sjáðu mig í...
Ein nótt í sæluhúsi
Huldukona sést með barn í fangi nálægt Broddanesi
SÁM 92/2586 EF
Að taka mark á draumum. Eyrún segir frá aðvörun sem maður hennar fékk í draumi.
SÁM 93/3577 EF
Ferðir til bruggara og Björn sýslumaður. Lítið var bruggað fyrir vestan. Einn maður var með Birni þegar hann var að fara ýmsar bruggferðir. Þeir fóru margar ferðir. Magnús Torfason hylmdi yfir Höskuldi. Þeir fundu tunnu sem að var aðeins lokuð til hálfs og höfðu komist rottur þar ofan í. Þegar þeir komu að bæjunum var oft hrópað til að láta vita af þeim.
SÁM 89/1976 EF