17,362 datasets found
Organizations: Sagnagrunnur Place of Narration: Fjarðarheiði
Siðir sem tengdust huldufólki. Það mátti ekki vera á krossgötum til að tefja ekki huldufólkið. Heimildarmaður er ekki trúaður á tilvist huldufólks
Nokkurn spöl fyrir norðan Guðrúnarstaði er svonefndur Arnarhóll og á þar að vera heygður fornmaðurinn Örn með fé miklu. Tvisvar hefur verið byrjað að grafa í hólinn en haugbúi í bæði skiptin stöðvað verkið. Alfaravegur með tæpri götu liggur um klifið hjá hólnum. Eitt haustkvöld, eftir miklar stórrigningar, var Friðrik á heimleið úr kaupstað ásamt fleiri...
Þáttur af Friðriki Ólafssyni í Kálfagerði. 10. Stattu við, Friðrik
Gísli Ásmundsson bjó í Nesi og bjó í Nesi í Höfðahverfi. Hjá honum var vinnumaður sem var bæði einfaldur og trúgjarn og gefinn fyrir að bera út sögur. Ætluðu félagar hans eitt sinn að reyna að venja hann af þessum söguburði. Þegar þeir voru að beita hvísluðust þeir á og sögðu að Látramenn hefðu aflað vel og hefðu þeir fengið stóran hákarl á línu og upp úr...
Fjórar tunnur af norðurljósi
Þegar séra Hallgrímur var vígður til prests voru það ýmsir af félögum hans sem öfunduðu hann sökum greindar og kunnáttu hans. Þeir vissu að hann átti að halda ræðu í dómkirkjunni og vildu að hann yrði sér til skammar. Þeir fengu hann því til að byrja ræðu sína á: „Mér stendur." Öfundarmenn hans töldu að nú yrði hann sér til skammar og yrði gerður rækur...
Rannveig veit af bænagjör þrátt fyrir að hafa verið hvergi nærri og enginn hafi getað sagt henni af atburðinum.
Sýnir Rannveigar I
Um útilegumannatrú Jóns söðla; Stóri Kolur við Langasjó var foringi útilegumanna að sögn Jóns söðla
SÁM 85/163 EF
„Náið er nef augum," þar sem galdrarnir eiga hlut að máli og þær sögur sem ganga af hinum huldu öflum náttúrunnar. Töfrabrögðin sem enginn kann lag á nema kunnáttumaðurinn einn eru að miklu leyti undir því komin að hann beri skynbragð á náttúruöflin sem öðrum mönnum eru ókunnug. Þó verður alls ekki með vissu ákveðið hvað almenningi sé kunnugt og hvað...
(Inngangur að 4. flokki „Náttúrusögur“)
Þegar heimildarmaður var ungur kom stúlka að bænum hans. Hún var ung og hét Margrét. Góðum kostum búin. Hún lærði tungumál og Guðmundur var kennari og kenndi henni dönsku. Annar kenndi henni ensku og margir voru skotnir í henni. Hún var trúlofuð Karvel. Sigurður Briem var þá sýslumaður. Margir bændur voru með æðarkolluvarp og var öll skotveiði bönnuð....
Spurt um álagabletti og votamýri á Blesastöðum. Heimildarmenn kannast ekki við slíkt.
SÁM 90/2183 EF
Bardagi út af landamerkjum á Dysey á Norðurá og einhverjir eiga að vera dysjaðir þar
Smalamaður sem var að reka fé úr skerjum þar sem flæðihætta var fann hryggjarliði úr manni hálfgrafna í sand. Ekki hirti hann um beinin. Nóttina eftir dreymdi hann að til hans kom maður heldur ófrýnilegur. Tók hann um háls smalans og sagðist skyldi hengja hann ef hann ekki lofaði sér að hyggja betur að beinum sínum og koma þeim í reit kristinna manna....
Um Ólaf í Látrum, álagahólmi; kýr veikist
Á Kimbastöðum í Skagafirði býr bóndi að nafni Jón. Eitt sinn var hann vinnumaður í Borgargerði. Beitarhúsin frá Borg heita Borgarsel. Til að komast þangað þarf að fara yfir Miklavatn. Örskammt er yfir í Hegranesið frá Borgarseli og lítið á milli nema Héraðsvötnin. Einu sinni var Jón við fé nálægt Borgarseli þar sem heitir Skógar. Honum varð litið yfir...
Jón á Kimbastöðum og huldukonan
Uppvakningar [voru] hafðir til ýmsra framkvæmda so sem sendir til [að] drepa óvini þeirra er vöktu þá upp eða spilla hagsmunum þeirra; aðrir skyldu hafðir til vinnuléttirs. En þeir sem vöktu þá upp skyldu verða fyrst að sleikja þá utan og fægja, síðan glíma við þá og ná yfirburðum yfir þeim so þeir gætu komið þeim niður aftur, annars mundu þeir snúast...
Sögur af slarki og volki. Heimildarmaður var í Skeiðaréttum og þar varð hann svo drukkinn að hann varð að leggja sig fyrir. Hann var búinn að vera í göngum í viku og ball var síðan eitt kvöldið. Hann fór í fjárhúsin og lagði sig þar í hlöðunni. Þá komu tvær stúlkur þar inn og sögðu þær að honum væri líklega illt.
Konan á Bárðartjörn fór eitt sinn í hvamm skammt frá bænum sem girtur er af með klettabeltum umhverfis. Var hún að ná í hrís sem þar var að finna. Heyrði hún í klettahól þar eins og verið væri að strokka í hólnum og heyrði einnig mannamál. Heyrði hún líka að skafinn var pottur og þóttist hún vita að þar væri huldufólk. Hljóp hún frá hrísbagganum heim til...
Það var eitt sinn að skip lá við bryggju og beið þess að komast í slipp að menn voru látnir vera í því allan sólarhringinn til vöktunar. Varð einn var við að draugur svaf til fóta hjá honum eina nóttina.
Rabb um drauma m.a. fyrir aflaleysi og fyrir afla
SÁM 91/2481 EF
Torfi fékkst við sel og var mikill skutlari. Einu sinni var hann vetrarmaður á Lónseyri. Hann var að fara með féð í myrkri og heyrði einhver læti. Hann skutlaði stafninum sínum fram fyrir féð og hafði hann þá skutlað sel í myrkrinu.
SÁM 89/2063 EF
Sagt frá Brynjólfi Kúld. Hann bjó í húsi sem að Ólafur í Lækjarkoti átti. Hann drakk mikið og bað oft Guðmund Hólakots að ná í gler fyrir sig þegar hann var að bera út blaðið Fjallkonuna. Talið var að hann hafi ort Alþingisrímur ásamt Valdimar Ásmundssyni þegar þeir voru komnir vel saman í glas. Guðmundur heyrði Brynjólf oft fara með þessar rímur og var...
SÁM 89/1945 EF