Hafnarbræður áttu marga skiptavini og fengu víða heimboð. Voru þeir því oft á ferðinni og ævinlega fótgangandi og með atgeirsstafi mikla sem þeir handléku af kunnáttu. Sagt var að þeir væðu hverja á ef stætt var. Eftir að Hjörleifur flutti í Snotrunes mun Jón hafa saknað mikið samveru við hann en þá var Árni faðir þeirra orðinn hrörlegur mjög. Eitt sinn á...
Hafnarbræðra þáttur. Jón ber Jarþrúði Eiríksdóttur bæjarleið.
Skrásetjarinn rekur hér rannsókn sem hann gerði á sannleiksgildi munnmælasögunnar um Hamra-Settu í Þjóðsögum Jóns Árnasonar (II. b., bls. 119-120). Segir í þjóðsögunni að Sesselja nokkur Loftsdóttir hafi búið á Gilsárvelli í Borgarfirði í tíð Þorvarðar Bjarnasonar í Njarðvík. Hélt hún fram hjá manni sínum, Steingrími, með vinnumanni á heimilinu og endaði...
Hamra-Setta
Þorkell hét landhlaupari einn sagt er að hann væri Jónsson. Hann var umrenningur alla ævi og fór um allt land. Honum er lýst svo að hann væri búlduleitur, svartlitaður og kubbmenni að vexti en lista söng og kvæðamaður. Hann var almennt kallaður Kvæða-Keli. Eitthvert sinn er hann ferðaðist um Fljótsdalshérað kom hann að Mjóanesi til Þorsteins...
„Kveddu nú, Kvæða-Keli"
Í fornöld bjó kona á bæ nokkrum í Héraðinu við Lagarfljót. Hún gaf dóttur sinni gullhring. Dóttirin spurði hana hvernig hún ætti að hafa gagn af þessu gulli. Móðir hennar sagði henni að setja það undir lyngorm. Hún gerði það og setti í trafeskjur sínar. Þar lá ormurinn í nokkra daga en þegar hún vitjaði um eskjurnar sínar var ormurinn orðinn svo stór að...
Ormurinn í Lagarfljóti
Unglingspiltur og stúlka voru sumarsmalar og verður þeim vel til vina, ekki bjuggu þau á sama bæ. Um vetur verður pilturinn mjög veikur, stúlkunni þykir sem hún sjái hann eitt kvöldið þar sem hann stendur í tunglskininu og yrðir á hann. Þegar hún ætlar að mæla frekar við hann þá er hann horfinn. Grunar stúlkunni hvernig á þessu myndi standa. Daginn eftir...
Hér segir frá fyrstu landnámsmönnum Íslands. Einn af þeim var Garðar Svavarsson sem Landnáma segir sænskrar ættar. Sonur hans var Uni eða Unri, sem kallaður var hinn danski eða hinn óborni. Ýmis örnefni tengjast honum og má þar nefna Unaós sem er nafn á bæ hans, Unalækur og Unaalda þar sem Uni leyndist fyrir óvinum sínum og Unaleið hvar hann fór yfir í...
Þáttur Una hins danska eða óborna. Munnmæli um Unalæki, Unaöldu, Unaós, Unaleið.
Árið 1902 á góu fóru nokkrir Héraðsmenn til Seyðisfjarðar að sækja vörur því sú frétt hafði borist út að nýkomið væri skip til Seyðisfjarðar, hlaðið nauðsynjavörum. Gekk ferðin yfir Fjarðarheiði niður á Seyðisfjörð vel. Gistu þeir eina nótt á Seyðisfirði. Daginn eftir voru menn ekki sammála um hvort leggja skyldi á heiðinna eður ei en svo varð þó úr....
Á Fjarðarheiði
Jón grái var bóndi í Dalhúsum í Eiðaþinghá. Kunningi hans var Þorleifur í Austdal í Seyðisfirði. Þorleifur átti brúnan hest sem Jón vildi kaupa af honum en Þorleifur vildi ekki selja. Einn vetur fór Jón að finna Þorleif og kom seint um kvöld að Austdal. Jón bað um að fá að sjá hestinn og fóru þeir út í hesthús. Þar tók Jón við að strjúka hestinum. Um...
Glettur Jóns og Þorleifs í Austdal
Tveir bræður komu að norðan austur á Hérað, þeir hétu Jón og Sigurður. Voru þeir miklir fyrir sér og skoruðu á menn í glímur, höfðu þeir víða farið og fengu engan sinn jafningja. Þótti mönnum það varla einleikið. Bræður þessir fóru upp á Hérað að Valþjófsstað og voru þar við kirkju. Eftir messu skoruðu þeir á menn í glímu og felldu alla er þeir glímdu...
Glímumennirnir
Hér er sagt frá systkinunum Herjólfi sem bjó í Herjólfsvík og Gunnhildi sem bjó í Gunnhildardal. Þau áttu í illdeilum sem enduðu með því að Gunnhildur grandaði Herjólfi með því að hleypa skriðu á bæ hans. Eftir það flutti hún með allt sitt upp í Hérað og bjó í Gunnhildargerði. Synir hennar Galti, Geiri og Nef-Björn reistu sér þar bæi á samnefndum bæjum.
Af Herjólfi í Herjólfsvík
Mikael hét vinnumaður á Bragðavöllum. Eitt sinn um vetur þegar hann hélt heim á leið frá beitarhúsunum lenti hann í miklu illviðri. Fann hann á leiðinni gafl kistu með glóandi fögrum koparhring. Ákvað hann að leggja staðinn á minnið og halda þangað þegar veðrið skánaði. Fann hann staðinn aftur en enga kistu var að sjá. Mikael fór frá Bragðavöllum til...
Frá Mikael Gellissyni
Einu sinni voru tveir menn í Fljótsdalshéraði að segja hver öðrum sögur. Annar sagðist hafa einu sinni séð hvalkálf reka upp á sandana sem hefði verið svo stór að skolturinn hefði náð austur undir Ósfjöllin, en sporðurinn norður undir Hlíðarfjöllin. „Það þykir mér ekki svo mikið,“ segir hinn, „því ég get sagt þér allt eins merkilega sögu. Einu sinni var...
Hvalkálfurinn og ketillinn
Það var all-almenn trú á Fljótsdalshéraði fram yfir miðja 19nd öld að draugur hefðist við við vatn eitt á Fljótsdalsheiði er heitir Mórauðavatn. Er það í stefnu frá Skeggjastöðum í Fellum að Gauksstöðum á Jökuldal. Var draugur þessi kallaður Mórauðavatnsdraugsi og gerði hann af sér ýmsar glettingar. Þegar Oddur Jónsson og Ingunn Davíðsdóttir bjuggu á...
Mórauðavatnsdraugsi
Jóhannes sonur Árna Eyfirðingaskálds var skáld gott. Hann var fróður, greindur og stilltur maður. Eigi var hann þó talinn ákvæðinn. Aftur á móti lá orð á því að hann þætti kraftyrtur í lausaræðu og þungorður. Hann var lengst af í Múlasýslu, Héraði og fjörðum. Hann sagði Rustikusi Jónssyni Jónssyni hreppsstjóra Loðmfirðinga frá eftirfylgjandi atburði....
Jóhannes Árnason
Einu sinni fyrr meir kom margt fólk saman til kirkju undir Ási í Fellum í Múlasýslu. þá hittist svo á að prestur var austur í Vallanesi og fékk sig róinn á bát norður. En á leiðinni brast á ofsaveður svo prestur fórst eða var nærri kominn að því. Var hann hvers manns hugljúfi og rann mönnum þetta mjög til rifja. Þar var þá statt ákvæðaskáld nokkurt er...
Þetta er eldgömul saga, sem gengið hefur mann frá manni á Héraði og Valtýsvetri heyrði Torfhildur Elínu gömlu Guðmundsdóttur segja frá sem nokkuð þjóðkunnum. Hún var alla ævi austur í Hornafirði. Söguna sagði Sigríður ofan af Héraði og vissi hún hvar dysjar mannanna standa enn í dag. Í fyrndinni var maður sendur af Völlum með peninga að Ketilsstöðum....
Valtýssaga
Sigurður Magnússon, kallaður hinn sterki, bjó í Njarðvík. Hann átti rauðan reiðhest hinn vænsta grip. Geitir falaði þann rauða en Sigurður vildi ekki selja hann. Geitir hafði þá heitingar og sagði óvíst að honum yrði meira úr Rauð og skömmu síðar fannst hann dauður. Sigurður þóttist fullviss um að það væri af völdum Geitis og lét Rauð liggja óhrærðan....
Rauður
Systkin nokkur eru sögð hafa eignast saman 5-7 börn og báru þau öll þessi börn út á mismunandi stöðum. Mikið var reynt að stöðva stúlkuna en allt kom fyrir ekki. Endaði dæmið þannig að þau systkinin voru send til Danmerkur í svokallað spunahús. En útburðirnir voru áfram á sínum stað. Maður nokkur gerði það að leik sínum að kallast á við einn af...
Guðnýjarútburður
Nafnkenndir draugar
SÁM 92/2766 EF
Heimildarmann dreymdi oft fyrir daglátum. Eitt sinn var heimildarmaður beðinn um að fara í sendiferð. Hann var búinn að gera sér í hugarlund hvaða svör hann fengi við erindinu. Nóttina áður en hann fer dreymir heimildarmann að hann sé kominn til mannsins sem að hann átti að hitta og farinn að tala við hann. Svör mannsins komu heimildarmanni á óvart. Í...
SÁM 90/2083 EF