Sunnlendingur einn Guðmundur Jónsson að nafni, skynsamur maður og gætinn, var eitt sinn við fiskveiðar. Sá hann þá skepnu eina fylgja bátnum. Hún var á stærð við mannsfingur og í mannsmynd, nema hvað höfuðið var fagurrautt. Eftir nokkra stund hvarf þetta.
Væskill í sæ
Hér er sagt frá þeim fornmönnum sem byggðu Seyðisfjörð og þeim örnefnum sem minna á búsetu þeirra þar og bardögum þeim sem þeir áttu við nágranna sína.
more ...
Frá Seyðfirðingum
Oft heyrast smellir í viði í húsum. Í þjóðtrúnni var það oft tekið sem feigðarboð ef slík hljóð heyrðust. Sagt frá manni sem heyrir slíka smelli í húsum og mannslátum sem verða í húsinu.
Vábrestir
Sagt frá manni, gáfuðum og efnilegum. Hann var hagmæltur og þótti draumspakur. Hann dreymdi vísur (sjá Vísur). Hann fór sínu fram og hélt fram hjá konu sinni. Hann fórst við smölun í klettum. Vin hans dreymdi hann kæmi til sín og færi með vísu (sjá Vísur).
Filippus Salómonsson
Tveir menn fóru í kaupstað. Á heimleiðinni heyrði annar þeirra einkennileg köll og hestur hins vildi ekki úr sporunum. Þegar heim kom fréttu þeir að kona annars hafi dáið meðan þeir voru í burtu.
Köllin á Fjarðarheiði
Sagt frá því að mikill umgangur og hundaýlfur hafi heyrst er maður lá banaleguna, sérstaklega síðustu nóttina sem hann lifði.
Hundaærsli í Vestdal
Steinn sem talið var að dvergar byggju í var nálægt prestssetrinu á Seyðisfirði. Þegar prestssetrið var flutt hinum megin við fjörðinn fluttu dvergarnir ásamt steininum yfir fjörðinn líka.
Hér er sagt frá fyrirboðum og draumum er varða skipsskaða.
Sæfarafurður
Við þjóðveginn sem farinn er upp Vestdal frá Seyðisfirði er gilskora sem klífur sig gegnum klettahamar. Öðrum megin við gilskoruna er klettasnagi með gat í gegnum og kallast Ræningjagat en gilskoran Ræningjagjót. Sagt er að útlendir sjómenn hafi verið að ræna kindum þarna og elt smalann, en hann slapp í gegnum gatið og náðu ræningjarnir honum þá ekki.
Ræningjagjót
Konu dreymdi hún hitti aldurhniginn mann sem sagði henni frá mannslíki. Allt í einu var hún stödd hjá líkinu og kannaðist óljóst við manninn. Heimilisfólkið þekkti manninn af lýsingum hennar um morguninn. Sá maður fannst síðar látinn á sama stað og í sömu stellingum og verið hafði í draumnum.
Spádraumar Ragnhildar Jónsdóttur
Konu dreymdi hún hitti mann, dökkan og tröllslegan. Hann sagði að hann mundi ekki koma fyrst um sinn í hennar sveit því hann þyrfti fyrst að fara annað og koma svo til hennar. Mörg börn dóu í þeim firði sem hann sagðist fyrst ætla til og síðan dóu mörg börn í sveit dreymandans.
„Ég heiti Víðförull“
Sæmundur var ásamt fleirum til húsa í húsi einu á Seyðisfirði yfir vertíð. Var talið að í húsinu væri reimt og að fólk dreymdi vonda drauma þar inni. Kvartaði stúlka sem í húsinu var stöðugt um umgang. Morgun einn heyrir Sæmundur að gengið er um og dyr eru opnaðar. Sér hann snöggvast drenghnokka standa í einum dyrunum og hverfur hann síðan.
more ...
Sveinstaulinn
Maður varð veðurtepptur fjarri heimahögum sínum. Þar var gestkomandi skyggn kona sem gat huggað konu hans og börn og sagt þeim að ekkert amaði að húsbóndanum. Hún sagði líka hvenær hann væri væntanlegur heim. Fleiri sögur af svipuðum atburðum bls. 248-9.
Myndir
Einar hét maður Jónsson er bjó í Odda á Fjarðaröldu á 19du öld, hann var kallaður Oddakútur. Þau hjón sögðu að veðurfylgjur berðu jafnan í kofaþekjuna þeim megin sem veðrið kom frá. Bæði sáu þau manna og veðurfylgjur og jólasveina meðan þeirra tími var. Stundum fóru fylgjurnar undir baðstofuloftið og ónáðuðu kúna. Kölluðu þau hjón þá : „Í sekkinn, í...
Veðurfylgjur berja í húsþak
Seint á góu árið 1860 var Halldór á ferð af Seyðisfirði við þriðja mann. Lögðu þeir af stað í frostlausu og björtu veðri og fóru að óvilja Halldórs Jökulfönn. Þar hrepptu þeir afspyrnubyl. Neyddust þeir til að grafa sig í fönn uppi á jöklinum og dveljast þar í hálft fjórða dægur. Einn maðurinn varð úti, en Halldór kól svo á höndum og fótum að hann beið...
9. Þáttur af Halldóri Árnasyni á Högnastöðum: Halldór liggur úti og kelur
Það gerðist eitt sinn á Seyðisfirði að örn greip kött og flaug burt með hann. síðar komu þeir báðir dauðir niður aftur. Sami atburður gerðist í Breiðdal en þá drapst kötturinn en örninn lifði af.
Örn og kisi
Vetur einn gerðist það á Brimnesi í Seyðisfirði að stórvaxin loppa kom á glugga, strauk snjóinn af og hvarf síðan. Morguninn eftir sáu menn för í snjónum sem lágu niður að sjó og töldu því að þarna hefði verið hafmaður á ferð. Vinnumaður var að kvöldi til í leit að kindum út með sjó. Sýndist vera maður í fjörunni sem ekki var von á. Sá fór að elta...
Óhræsi á ferð
Árið 1902 á góu fóru nokkrir Héraðsmenn til Seyðisfjarðar að sækja vörur því sú frétt hafði borist út að nýkomið væri skip til Seyðisfjarðar, hlaðið nauðsynjavörum. Gekk ferðin yfir Fjarðarheiði niður á Seyðisfjörð vel. Gistu þeir eina nótt á Seyðisfirði. Daginn eftir voru menn ekki sammála um hvort leggja skyldi á heiðinna eður ei en svo varð þó úr....
Á Fjarðarheiði
Stefán Stefánsson bjó á Reykjum í Mjóafirði eystra. Hann fór eitt sinn sjóveg úr Mjóafirði norður til Seyðisfjarðar. Fór Stefán ásamt karli og konu af stað en á leiðinni hvolfdi bátnum og bæði konan og maðurinn drukknuðu. Stefán gat þó haldið sér í kjölinn á bátnum. Sagði hann þetta hafa verið hræðilegustu nótt sem hann hefði lifað, sá hann ofsóknir og...
Hrakningur Stefáns frá Reykjum
Sagan segir frá barnakennara nokkrum sem leggur mikla vantrú í alskyns yfirnáttúruleg fyrirbæri. En svo lendir hann í því að heyra þrusk á húsþakinu heima hjá sér og skvamp í fötu og gól. Kennarinn snarar sér út, þá heyrist mikið gól en engin slóð sést í mjöllinni. Var hann viss um að þetta væri með öllu óskiljanlegt. Daginn eftir spyrst hann fyrir en...
Gólið á Brimnesi