66 datasets found
Place of Narration: Njarðvík Fljótsdalshérað Kollsstaðir
Skinnbeðja heitir tjörn skammt frá Kollsstöðum á Völlum. Því var trúað að í henni væri nykur sem stundum væri sem maður og stundum sem hestur. Eitt sinn voru skinnsængur Kollastaðabóndans þvegnar í tjörninni og breiddar þar til þerris. Þegar átti að taka þær, voru þær einni fleiri og kom þá hvirfilvindur og feykti henni í tjörnina. Talið var að nykurinn...
Á Kollsstöðum á Völlum bjó einu sinni ríkur bóndi, sem átti þrettán skinnsængur. Allstór tjörn og djúp er þar skammt framan við túnið. Á henni lá sú trú, að vantabúar ættu þar heima, og væru þeir líkir mönnum. Einn góðan veðurdag voru allar skinnsængurnar á Kollsstöðum breiddar til þerris. Um kvöldið átti að taka þær inn, en þá voru þær fjórtán. Enginn...
Vatnabúar í Skinnbeðju
Börn Kollstaðabóndans breiddu eitt sinn sængurnar við tjörnina. Eitt sinn er allir voru í kirkju, áttu börnin að sækja sængurnar og bera heim. Sáu þau þá gráan sterklegan hest við tjörnina. Hugðust þau nota hestinn til að bera sængurnar, en hesturinn var staður. Segir þá eitt barnið: Hann nennir ekki. En þá brá svo við að hesturinn tók undir sig stökk í...
Maður nokkur sá ókunnugan mann klæddan leðuról um mitti ganga að rúmi og rétta höndina upp fyrir sig, vissi maðurinn hvaða fylgja þetta væri, stuttu seinna koma maður að bænum sem átti fylgjuna.
Guðbrandur og Jón; H
Bóndi einn saknaði eitt sinn kvígu sinnar, fannst kvígan og var búið að troða henni ofan í pytt og var sagt að hvert bein hefði verið brotið í henni, en tvær stúlkur höfðu komið við á bænum og var fylgdi Þorgeirsboli ætt þeirra.
Tveir menn sáu sjóskrímsli við Njarðvík. Það var líkt Skálanesskrímslinu en nokkru minna.
Sagt frá því að í Njarðvík hafi löngum orðið vart ýmissa fyrirbæra s.s. landvætta, trölla, blendinga og huldufólks. Á bæ einum hurfu gripir oft og þegar þeir fundust aftur var sem þeir hefðu verið nytkaðir. Hestur týndist og þegar maður einn var að leita hans sofnaði hann og dreymdi að kona kæmi til hans og segði hvar hestinn væri að finna.
Þegar Guðrún Gísladóttir var í Njarðvík – hér um bil 1759-1764 – var þar kerling ein hjá Þorsteini Hákonarsyni er henni þókti sumt undarlegt með; helzt það að flestir hlutir urðu að áhrínsorðum er hún mælti í reiði, svo sem einu sinni er slitnaði spuni hennar á snælduna hvað eftir annað sagði hún: „Og spríktu bölvuð!“ Var þá endi við enda á snældunni....
„Og spríktu bölvuð.“
Hér segir frá sæskrímslum sem sést hafa í Njarðvík austanlands. Sigurður hét maður sem bjó í Njarðvík. Hann og synir hans þóttu hraustmenni en einkennilegir í háttum. Eitt sinn á vetrarkvöldi sá Sigurður skrímsli koma frá sjónum að bænum. Það var mikið vöxtum og hringlaði í því. Hann dreif sig inn og læsti hurðum. Hávaði heyrðist úti, eins og verið væri...
Í Njarðvík syðra bjó Ólafur Ásbjarnarson. Hjá honum var um tíma vinnumaður er hét Þorsteinn Arnórsson. Var hann vítugur, hraustmenni, vel gefinn og hafði dulrænar gáfur, en lét lítið yfir. Morgunn einn segir hann: „Ég verð eflaust hræddur við gest, er hér ber að garði í dag… Mér ber margt í drauma…“ Þegar langt var liðið fram á kvöld var guðað á glugga í...
Á 19. öld fór búðsetukona úr Njarðvíkum, Sigríður að nafni, kaupakona norður. Bólu-Hjálmar var vinur bóndans, sem hún var í kaupavinnu hjá. Eitt sinn kom skáldið þar, er bóndi var að ganga frá heyi um haustið. Skáldið heilsaði ekki, en nam staðar hjá bónda durtslegur. Bóndi yrti á hann aftur og aftur og bauð honum inn í kaffi, en hann ansaði engu. Þá...
Vísa eftir Bólu-Hjálmar
Einu sinni var prestur á Suðurlandi og sögðu menn hann væri göldróttur. Hann keypti sér far með hollenzkri duggu austur til Njarðvíkur. Lögðu þeir nú í haf og fengu óveður og hrakninga. Ímynduðu þeir sér að þessi óveður væru að kenna þessum íslenzka manni; tóku þeir því ráð sín saman að drepa hann, og áður en hann yrði var við tóku þeir hann og skáru...
Bjarni Högnason sem eitt sinn bjó í Njarðvíkum sagði frá samskiptum sínum við sjóskrímsli í víkunum sem hann hafði naumlega bjargast undan. Taldi hann að það sæti um sig. Eitt sinn hvarf hann á þessari leið og þegar farið var að huga að honum, fannst hann dauður með mikla áverka á líkamanum. Var talið að skrímslið hefði grandað honum.
Gissur bóndi í Njarðvík átti dóttir sem lausingi nokkur; Ögmundur, bað. Bóndi vildi ekki gifta dóttir sína fúlmenni þessu, en þar sem hann var tröllmenni að stærð og burðum, þorði hann ekki að neita. Setur hann þá það skilyrði fyrir ráðahagnum að Ögmundur ryðji veg í gegnum hraunið. Framkvæmir hann þetta duglega, og leggur sig að verki loknu, en bóndi lá...
Konu dreymdi að vinkona sín, sem þá var látin, kæmi til hennar. Hún var björt sem engill og sagðist þekkja líf í öðrum heimi. Fleiri sagnir um framliðna sem vitja lifenda.
Frá hinum framliðnu
Bessi sagði oft fyrir um gestakomur og mannslát en hann var ýkinn svo menn trúðu honum ekki alltaf. Eitt sinn sá Bessi mann vera að pota í kirkjugarðinum og sagði að bráðlega mundi utansveitarmaður verða jarðaður þar. Það rættist daginn eftir og var maðurinn grafinn þar sem svipurinn hafði verið að pota.
Í sýslumannstíð Jóns Þorlákssonar í Múlasýslu, bjó að Langhúsum fátækur maður er Gísli hét. Var hann álitinn drengur góður og þó blendinn og rummungsþjófur, en stal jafnan af efnamönnum og gaf fátækum. Eru í þættinum sagðar margar sögur af snilli Gísla við stela ýmsu, smáu sem stóru, fyrir framan nefið á mönnum. Gat hann náð allt frá hóffjöðrum til heilla...
Halldór á Högnastöðum Árnason var ættaður af Fljótsdalshéraði,kominn í karllegg af Hrafni lögmanni í Hlíð sem þótti á sinni tíð mikilmenni.
1. Þáttur af Halldóri Árnasyni á Högnastöðum: Ætt Halldórs
Gáll eða hafgall nefnist skýstrókur sem stendur lóðbeinn úr hafi, stundum marglitur og stundum hafgrænn. Þegar hann sést, er talin von á miklum rigningum. Guðný sú er sögu þessa segir, hefur tvívegis orðið vitni að svona hafgál og fylgdi honum úrfelli í bæði skiptin. Því skýrari sem hann er þeim mun meira úrfellið.
Heimildarmaður telur nær öruggt að telpan Helga hafi greint rétt að beinin í tjörninni væru af manni. Hvarf Nikulásar mun hafa verið kært á sínum tíma, en sýslumaður ekki talið efni til að dómtaka málið, ekki séð að orðrómurinn um sekt Magnúsar hefði við neitt að styðjast. Heimildarmaður segist líka hvergi hafa rekist á að illt orð færi af Magnúsi og...
Hvarf Nikulásar á Gíslastöðum. 7. Aldurtili Nikulásar