8 datasets found
Place of Narration: Kollsstaðir
Skinnbeðja heitir tjörn skammt frá Kollsstöðum á Völlum. Því var trúað að í henni væri nykur sem stundum væri sem maður og stundum sem hestur. Eitt sinn voru skinnsængur Kollastaðabóndans þvegnar í tjörninni og breiddar þar til þerris. Þegar átti að taka þær, voru þær einni fleiri og kom þá hvirfilvindur og feykti henni í tjörnina. Talið var að nykurinn...
Á Kollsstöðum á Völlum bjó einu sinni ríkur bóndi, sem átti þrettán skinnsængur. Allstór tjörn og djúp er þar skammt framan við túnið. Á henni lá sú trú, að vantabúar ættu þar heima, og væru þeir líkir mönnum. Einn góðan veðurdag voru allar skinnsængurnar á Kollsstöðum breiddar til þerris. Um kvöldið átti að taka þær inn, en þá voru þær fjórtán. Enginn...
Vatnabúar í Skinnbeðju
Börn Kollstaðabóndans breiddu eitt sinn sængurnar við tjörnina. Eitt sinn er allir voru í kirkju, áttu börnin að sækja sængurnar og bera heim. Sáu þau þá gráan sterklegan hest við tjörnina. Hugðust þau nota hestinn til að bera sængurnar, en hesturinn var staður. Segir þá eitt barnið: Hann nennir ekki. En þá brá svo við að hesturinn tók undir sig stökk í...
Maður nokkur sá ókunnugan mann klæddan leðuról um mitti ganga að rúmi og rétta höndina upp fyrir sig, vissi maðurinn hvaða fylgja þetta væri, stuttu seinna koma maður að bænum sem átti fylgjuna.
Guðbrandur og Jón; H
Bóndi einn saknaði eitt sinn kvígu sinnar, fannst kvígan og var búið að troða henni ofan í pytt og var sagt að hvert bein hefði verið brotið í henni, en tvær stúlkur höfðu komið við á bænum og var fylgdi Þorgeirsboli ætt þeirra.
Samtíðamaður og frændi Péturs var annar galdramaður sem Jón hét. Hann kom vestan úr Langadal og réðst hjá Pétri á Svínaskála Hann var kallaður Langadals-Jón, var hann engu vinsælli en Pétur. Einn vetur kom Jón sem förumaður að Heydölum í Breiðdal. Þar bjó ekkja séra Árna Álfssonar. Hann var þá nýdáinn 1737, eftir 29 ára þjónustu. Jón baðst beina en ekkjan...
Frá Langadals-Jóni.
Þess er getið að Jón átti í illskiptum við mann er Ísleifur hét og helst út af hestakaupum. Ísleifur er sagt byggi á Kollsstöðum á Völlum. Jón varð, að menn héldu, orsök til þess að Ísleifur fórst voveiflega í Eskifjarðaránni. Þá var uppi maður á Reyðarfirði að Svínaskála er Pétur hét. Hann var talinn annar galdramaður mestur í þá daga á Austurlandi....
Svínaskála-Pétur og Jón
Þetta er eldgömul saga, sem gengið hefur mann frá manni á Héraði og Valtýsvetri heyrði Torfhildur Elínu gömlu Guðmundsdóttur segja frá sem nokkuð þjóðkunnum. Hún var alla ævi austur í Hornafirði. Söguna sagði Sigríður ofan af Héraði og vissi hún hvar dysjar mannanna standa enn í dag. Í fyrndinni var maður sendur af Völlum með peninga að Ketilsstöðum....