15 datasets found
Place of Narration: Hornafjörður Kollsstaðir
Skinnbeðja heitir tjörn skammt frá Kollsstöðum á Völlum. Því var trúað að í henni væri nykur sem stundum væri sem maður og stundum sem hestur. Eitt sinn voru skinnsængur Kollastaðabóndans þvegnar í tjörninni og breiddar þar til þerris. Þegar átti að taka þær, voru þær einni fleiri og kom þá hvirfilvindur og feykti henni í tjörnina. Talið var að nykurinn...
Á Kollsstöðum á Völlum bjó einu sinni ríkur bóndi, sem átti þrettán skinnsængur. Allstór tjörn og djúp er þar skammt framan við túnið. Á henni lá sú trú, að vantabúar ættu þar heima, og væru þeir líkir mönnum. Einn góðan veðurdag voru allar skinnsængurnar á Kollsstöðum breiddar til þerris. Um kvöldið átti að taka þær inn, en þá voru þær fjórtán. Enginn...
Vatnabúar í Skinnbeðju
Börn Kollstaðabóndans breiddu eitt sinn sængurnar við tjörnina. Eitt sinn er allir voru í kirkju, áttu börnin að sækja sængurnar og bera heim. Sáu þau þá gráan sterklegan hest við tjörnina. Hugðust þau nota hestinn til að bera sængurnar, en hesturinn var staður. Segir þá eitt barnið: Hann nennir ekki. En þá brá svo við að hesturinn tók undir sig stökk í...
Maður nokkur sá ókunnugan mann klæddan leðuról um mitti ganga að rúmi og rétta höndina upp fyrir sig, vissi maðurinn hvaða fylgja þetta væri, stuttu seinna koma maður að bænum sem átti fylgjuna.
Guðbrandur og Jón; H
Teitur hinn ríki bjó að sögn í Árnesi og Bjarnarnesi í Hornafirði. Hér er sagt frá erjum hans og Jóns Gerrekssonar Skálholtsbiskups sem þótti mannhundur vera. Örnefnið Teitshlaup er dregið af því að Teitur flúði undan biskupi og mönnum hans yfir Laxá í hroðavexti. Svonefnt Virki er það kallað þar sem Teitur varðist gegn biskupi. Það er á háum...
Bóndi einn saknaði eitt sinn kvígu sinnar, fannst kvígan og var búið að troða henni ofan í pytt og var sagt að hvert bein hefði verið brotið í henni, en tvær stúlkur höfðu komið við á bænum og var fylgdi Þorgeirsboli ætt þeirra.
Hornafjarðarfljót kemur úr Heiðnabergsjökli. Fljótin sópuðu burtu öllum bæjum og þurrkaðist sveitin gjörsamlega út. Smali var á ferð með hund sinn sem nam staðar við þúfu eina og vildi ekki gegna smalanum að halda áfram för. Hundurinn gelti og hljóp til skiptis að smalanum og síðan að þúfunni. Smalinn reif upp þúfuna og fann þar stúlku eina og hund hjá...
Þetta er eldgömul saga, sem gengið hefur mann frá manni á Héraði og Valtýsvetri heyrði Torfhildur Elínu gömlu Guðmundsdóttur segja frá sem nokkuð þjóðkunnum. Hún var alla ævi austur í Hornafirði. Söguna sagði Sigríður ofan af Héraði og vissi hún hvar dysjar mannanna standa enn í dag. Í fyrndinni var maður sendur af Völlum með peninga að Ketilsstöðum....
Ýmsir álagablettir nafngreindir og sagt frá eðli þeirra: Brekka fyrir ofan Höfðahóla á Skagaströnd aldrei slegin, tjarnir í Borgarhafnarlandareign sem aldrei má slá. Í Kálfafellsstaðarlandareign er lítil tjörn sem aldrei má slá. Maður einn sló hana eitt sinn og missti besta hestinn sinn skömmu síðar. Á silfurbergi eystra hvílir sú hjátrú, að ekki megi...
Séra Högni var fyrst prestur á Kálfafelli í Hornafirði 1717; 1722 varð hann prófastur í allri Skaftafellssýslu allt til 1739; 1726 fékk hann veitingu fyrir Stafafelli í Lóni og þann stað hélt hann til 1750 þegar honum var veittur Breiðabólstaður í Fljótshlíð og dó hann þar 1770.
Séra Högni Sigurðsson
Ungur piltur er alin upp af gömlum presti og ungir konu hans. Varð kona prests ástfangin af piltinum. Þegar hann trúlofaðist annarri hét hún því að fylgja honum fram í 9. ættlið. Prestsekkjan framdi sjálfsmorð og fylgdi presti og ætt hans eftir það og vann margan skaðann.
Ung stúlka fór ásamt húsbónda sínum að gera til kola, hæddist hún að bónda og stríddi honum, varð hann reiður og hálfdrap hana, stúlkan gekk aftur og hét því að fylgja ætt hans um 9 ættliði, gerði hún margan óskundann af sér.
Samtíðamaður og frændi Péturs var annar galdramaður sem Jón hét. Hann kom vestan úr Langadal og réðst hjá Pétri á Svínaskála Hann var kallaður Langadals-Jón, var hann engu vinsælli en Pétur. Einn vetur kom Jón sem förumaður að Heydölum í Breiðdal. Þar bjó ekkja séra Árna Álfssonar. Hann var þá nýdáinn 1737, eftir 29 ára þjónustu. Jón baðst beina en ekkjan...
Frá Langadals-Jóni.
Þess er getið að Jón átti í illskiptum við mann er Ísleifur hét og helst út af hestakaupum. Ísleifur er sagt byggi á Kollsstöðum á Völlum. Jón varð, að menn héldu, orsök til þess að Ísleifur fórst voveiflega í Eskifjarðaránni. Þá var uppi maður á Reyðarfirði að Svínaskála er Pétur hét. Hann var talinn annar galdramaður mestur í þá daga á Austurlandi....
Svínaskála-Pétur og Jón
Á prestssetrinu Kálfafellsstað í Hornafirði áttu í heiðni að hafa búið hjón. Bóndinn hét Kálfur en konan Valva. Þegar kristni var lögtekin var Kálfafellsstaður gerður að prestssetri og urðu þau því að víkja þaðan. Hún fór að Butru, en hvort hann fór með henni eða var dáinn áður en hún fór er óvíst. Hann var grafinn í langri laut, sem aðskilur...