52 datasets found
Place of Narration: Hákonarstaðir Fljótsdalshérað Kollsstaðir
Þegar bóndi nokkur er að gefa frá sér fósturdóttur sína til annars manns þá vilja hjónin ekki kúnna sem bóndinn býður heldur hans bestu kú, neitar bóndi og verður úr að þau skilja í illu. Dag einn finnst besta kýr bónda dauð, og hafði draugurinn drepið kúnna þar sem hann náði ekki bónda, eftir það fylgdi þessi draugur Hákonarstaðarætt og var kallaður...
Skinnbeðja heitir tjörn skammt frá Kollsstöðum á Völlum. Því var trúað að í henni væri nykur sem stundum væri sem maður og stundum sem hestur. Eitt sinn voru skinnsængur Kollastaðabóndans þvegnar í tjörninni og breiddar þar til þerris. Þegar átti að taka þær, voru þær einni fleiri og kom þá hvirfilvindur og feykti henni í tjörnina. Talið var að nykurinn...
Á Kollsstöðum á Völlum bjó einu sinni ríkur bóndi, sem átti þrettán skinnsængur. Allstór tjörn og djúp er þar skammt framan við túnið. Á henni lá sú trú, að vantabúar ættu þar heima, og væru þeir líkir mönnum. Einn góðan veðurdag voru allar skinnsængurnar á Kollsstöðum breiddar til þerris. Um kvöldið átti að taka þær inn, en þá voru þær fjórtán. Enginn...
Vatnabúar í Skinnbeðju
Þegar Hákonarstaðabræður eldri voru unglingar þóttu þeir ærið umfangsmiklir og ekki dælir alls kostar. Um skeið var mikið harðæri og umrenningar margir. Kom þar að Hákonarstöðum ókunnugur maður og dvaldi þar um skeið. Þótti hann furðu fróður og framvís og hugðu menn hann vera óferskan. Vissi hann m.a. um það hvað mönnum fór á milli. Fékk bóndi hann til...
Börn Kollstaðabóndans breiddu eitt sinn sængurnar við tjörnina. Eitt sinn er allir voru í kirkju, áttu börnin að sækja sængurnar og bera heim. Sáu þau þá gráan sterklegan hest við tjörnina. Hugðust þau nota hestinn til að bera sængurnar, en hesturinn var staður. Segir þá eitt barnið: Hann nennir ekki. En þá brá svo við að hesturinn tók undir sig stökk í...
Maður er draugur fylgdi dreymdi að hann mætti mannýgu nauti, stuttu seinna deyr hann á sama stað og hann dreymdi að hann hefði ást illt við nautið, sonur mannsins sá föður sinn stuttu eftir andlát hans, héldu sumir að draugurinn hefði verið að vitja piltsins en aðrir kváðu hann hafa séð svip föður síns.
Maður nokkur sá ókunnugan mann klæddan leðuról um mitti ganga að rúmi og rétta höndina upp fyrir sig, vissi maðurinn hvaða fylgja þetta væri, stuttu seinna koma maður að bænum sem átti fylgjuna.
Guðbrandur og Jón; H
Bóndi einn saknaði eitt sinn kvígu sinnar, fannst kvígan og var búið að troða henni ofan í pytt og var sagt að hvert bein hefði verið brotið í henni, en tvær stúlkur höfðu komið við á bænum og var fylgdi Þorgeirsboli ætt þeirra.
Konu dreymdi að vinkona sín, sem þá var látin, kæmi til hennar. Hún var björt sem engill og sagðist þekkja líf í öðrum heimi. Fleiri sagnir um framliðna sem vitja lifenda.
Frá hinum framliðnu
Bessi sagði oft fyrir um gestakomur og mannslát en hann var ýkinn svo menn trúðu honum ekki alltaf. Eitt sinn sá Bessi mann vera að pota í kirkjugarðinum og sagði að bráðlega mundi utansveitarmaður verða jarðaður þar. Það rættist daginn eftir og var maðurinn grafinn þar sem svipurinn hafði verið að pota.
Í sýslumannstíð Jóns Þorlákssonar í Múlasýslu, bjó að Langhúsum fátækur maður er Gísli hét. Var hann álitinn drengur góður og þó blendinn og rummungsþjófur, en stal jafnan af efnamönnum og gaf fátækum. Eru í þættinum sagðar margar sögur af snilli Gísla við stela ýmsu, smáu sem stóru, fyrir framan nefið á mönnum. Gat hann náð allt frá hóffjöðrum til heilla...
Halldór á Högnastöðum Árnason var ættaður af Fljótsdalshéraði,kominn í karllegg af Hrafni lögmanni í Hlíð sem þótti á sinni tíð mikilmenni.
1. Þáttur af Halldóri Árnasyni á Högnastöðum: Ætt Halldórs
Gáll eða hafgall nefnist skýstrókur sem stendur lóðbeinn úr hafi, stundum marglitur og stundum hafgrænn. Þegar hann sést, er talin von á miklum rigningum. Guðný sú er sögu þessa segir, hefur tvívegis orðið vitni að svona hafgál og fylgdi honum úrfelli í bæði skiptin. Því skýrari sem hann er þeim mun meira úrfellið.
Heimildarmaður telur nær öruggt að telpan Helga hafi greint rétt að beinin í tjörninni væru af manni. Hvarf Nikulásar mun hafa verið kært á sínum tíma, en sýslumaður ekki talið efni til að dómtaka málið, ekki séð að orðrómurinn um sekt Magnúsar hefði við neitt að styðjast. Heimildarmaður segist líka hvergi hafa rekist á að illt orð færi af Magnúsi og...
Hvarf Nikulásar á Gíslastöðum. 7. Aldurtili Nikulásar
Nikulás á Gíslastöðum var sendur að haustlagi með fjárrekstur með Magnúsi í Kollsstaðagerði yfir hálsinn í Dalhús. Nikulás var stríðinn og hafði strítt Magnúsi allmikið áður en þeir fóru og Magnús orðið reiður. Þegar Nikulás skilaði sér ekki heim daginn eftir var spurst fyrir um hann hjá Magnúsi, sem sagði hvar hann skildi við hann. Var svo hafin leit,...
Hvarf Nikulásar á Gíslastöðum. 3. Enn frá hvarfi Nikulásar
Víðáttumikil slétta gengur þvert yfir Fljótdalshérað út við Héraðsflóann og heitir hún Eyjar. Þar á svokallaðri Norðurey er hamar sem kallaður er Hnitbjörg og samnefndur bær þar hjá. Sagt er að áður hafi hann kallast Hnykkbjörg. Sagt er að Þorsteinn torfi sem nam Jökulsárhlíð alla upp að Fossvelli, hafi farið ríðandi yfir Eyjarnar í landkönnun. Þá mun...
Sagt frá Bjarna og honum lýst. Sá grunur fylgdi honum að hann hefði kæft ungbarn í vöggu. Það var talið að hann sæi sjónir en hann sagði sjaldan frá þeim. Eitt sinn kom hann heim og var hnugginn yfir því að nú mundi stúlka detta niður um vök og drukkna og vinkona hennar stæði ráðalaus hjá. Skömmu síðar rættist þetta.
Fyrirsögn Bjarna bunu
Í sálnaregistri sést að foreldrar Magnúsar hafa búið í Kollsstaðagerði 1813 og móðir hans, ekkja, með þremur börnunum, Oddi, Magnúsi og Sigríði, 1838. Ári síðar giftist Magnús og 1851 flyst hann að Kálfhól, hefur reist þar bæ en mun hafa verið fátækur. Efnahagur var þó skárri á Héraði en víða annars staðar á landinu um miðja 19. öld og sjaldan hafa verið...
Hvarf Nikulásar á Gíslastöðum. 2. Frá Magnúsi
Sagt er að ef ófrísk kona stígi yfir eða súpi á potti, geti barnið sem hún gengur með ekki dáið nema hvolft sé yfir það samskonar potti. Hér segir frá Konu sem hét Sesselja og átti eina dóttur sem var nafna hennar. Sesselja eldri hafði þann sið að drekka úr potti. Þegar hún var öldruð orðin veiktist hún og lá lengi veik. Fólk trúði því að þetta tengdist...
Skrásetjari segir frá ferð sinni og Gunnars Jónssonar sumarið 1935 í Útnyrðingsstaði og rekur frásögn Gunnars um afdrif Nikulásar, en þá frásögn hefur hann eftir Helgu á Gunnlaugsstöðum er átti sem barn heima í Kollsstaðagerði. Helga var nú dáin en Gunnar hafði lofað að segja ekki frá þessu fyrr en eftir hennar dag. Þeir Jón og Gunnar gistu á...