2 datasets found
Place of Narration: Geldingsá
Einar hét maður. Hann var mikill drykkju-og kvennamaður. Bjó hann að Bölholti í Eyjafirði. Seinni kona hans hét Margrét, kölluð Bölkots-Manga. Þótti Einar ekki sýna henni neina ást. Dó Einar og eftir andlát hans dreymdi bónda nokkurn hann og sagðist honum líða bölvanlega. Giftist Margrét öðrum manni að nafni Jóhannes og bjuggu þau eymdarlífi í fjárhúskofa...
Torfi á Klúkum var margfróður. Hann sýndi mönnum þjóf ef frá þeim var stolið. Einu sinni átti Torfi við reimleika en þá dó bóndinn á Geldingsá. Svo stóð á að hann hafði ættarfylgju sem kom til Kristrúnar, elstu dótturinnar, og bað ásjár. Hún tók síðan að fylgja Kristrúnu og ásækja svo Kristrún leitaði til Torfa. Hann sagði henni að flytja fram í Eyjafjörð...