5 datasets found
Place of Narration: Eyjafjarðará
Alltaf var verið að leita öðru hvoru að líki Stefáns og þar á meðal var vinur Stefáns, Jósef Grímsson, sem tók þátt í leitinni. 13. ágúst var verið að slæða Eyjafjarðará með neti. Festist Jósef í netinu, hrökk út í ána og drukknaði. Lík Stefáns fannst í september á eyri í Eyjafjarðará. Sáust svipir Jósefs og Stefáns oft saman eftir það og heyrðust einnig...
4. Reimleikar á Espihóli: Drukknun Jósefs Grímssonar
Vorið 1844 var nýbyggð kirkjan á Munkaþverá. Þann 29. apríl var haldið þar uppboð á ýmsu braki úr gömlu kirkjunni og afgöngum af viði úr nýju kirkjunni. Fór Stefán þangað á hesti og þurfti að fara yfir Eyjafjarðará en þegar hann kom til baka drukknaði hann í ánni. Allt vorið var leitað að líki hans en það fannst ekki.
2. Reimleikar á Espihóli: Drukknun Stefáns
Tíu árum eftir dauða Stefáns voru Vilhelmína og dóttir hennar, Gytta, að koma frá Akureyri. Stefndi hestur Gyttu á Eyjafjarðará, sama hvað hún reyndi að snúa honum. Tókst það samt að lokum en grunaði Vilhelmínu eiginmann sinn um þetta athæfi.
7. Reimleikar á Espihóli: Stefán teymir hest af leið
Júlíus Gunnlaugsson sá þá Stefán og Jósef koma á hestbaki meðfram Eyjafjarðará. Virtust þeir hverfa niður um ísinn en var síðan ekkert að sjá þar sem honum fannst þeir fara niður.
13. Reimleikar á Espihóli: Júlíus Gunnlaugsson hittir Stefán og Jósef
Maður að nafni Daníel Jónasson bjó í Hleiðargarði á móti öðrum bónda. Bjó hann ókvæntur þar ásamt vinnufólki sínu. Var sagt að hann hefði truflast á geði vegna ástarrauna. Segir sagan að hann hafi verið ástfanginn af stúlku sem var gefin öðrum. Vorið 1861 var hann orðinn svo sturlaður, að hafa þurfti sterkar gætur á honum. Tókst honum þó að sleppa burtu...