33 datasets found
Place of Narration: Eyjafjörður
Nokkurn spöl fyrir norðan Guðrúnarstaði er svonefndur Arnarhóll og á þar að vera heygður fornmaðurinn Örn með fé miklu. Tvisvar hefur verið byrjað að grafa í hólinn en haugbúi í bæði skiptin stöðvað verkið. Alfaravegur með tæpri götu liggur um klifið hjá hólnum. Eitt haustkvöld, eftir miklar stórrigningar, var Friðrik á heimleið úr kaupstað ásamt fleiri...
Þáttur af Friðriki Ólafssyni í Kálfagerði. 10. Stattu við, Friðrik
Friðfinnur hét piltur, sonur Einars í Samkomugerði. Var hann hagur og gerði oft við búsáhöld fyrir Torfa í Árgerði, var þeim vel til vina. Þegar Friðfinnur var orðinn fullorðinn langaði hann að ná ástum stúlku nokkurrar og falaðist eftir liðsinni Torfa í því efni, en Torfi réði honum frá að hugsa meira um stúlkuna, honum væri önnur ætluð. Sagði Torfi...
GALDRAMENN. Þáttur af Torfa Sveinssyni á Klúkum: 13. Kvonfang Friðfinns
Einu sinni var prestur sem hét síra Jón, framarlega í Eyjafirði. Hann átti dóttur fagra og væna, Guðrúnu að nafni. Svo vildi til eina jólanótt að þegar átti að fara að messa varð Guðrúnu illt og bað prestur einhvern að vera inni hjá henni; var og svo gjört. Þegar fólk var komið í kirkju varð henni reikað fram, og fannst hún ekki né kom inn aftur fyrr en...
Sumar sagnir segja að Magnús hafi verið fjörmikill og nokkuð kerskinn ungur maður. Á hann að hafa átt í glettum við Brand nokkurn sem þá var í firðinum, en síðar á Kotum í Norðurárdal, og hafi Brandur, sem talinn var fjölkunnugur, heitast við Magnús. Nótt eina, nokkru síðar, er Magnús vaknaði og seildist í næturgagn sitt, var haldið í það á móti og náði...
GALDRAMENN. Sagnir um séra Magnús á Tjörn. 10. Missagnir
Í fyrndinni bjuggu tvær tröllkonur í Eyjafirði og voru þær systur. Hétu þær Bryðja og kvörn. Sagt var að þegar kirkja var fyrst byggð að Munkaþverá og kirkjuklukkunum var hringt í fyrsta skipti, þá hafi Bryðju brugðið svo við, að hún tók hellustein og ætlaði að kasta í kirkjuna og granda henni. Kom steinninn rétt fyrir framan bæjarhúsin. Aðrir segja að...
Hjón bjuggu á bæ í Eyjafirði eftir síðustu aldamót og hét konan Ingiríður. Hún var gjöful, en bóndi aðsjáll í meira lagi. Áttu þau mörg uppkomin og mannvænleg börn. Eitt sinn að áliðnum vetri sér bóndi hvar kona hans er í búri að ausa þar upp skyri. Hugsar hann þá: „Einhverjum er Ingiríður að gefa enn." Hirðir hann samt ekki meir um það, fyrr en hann er...
Karl og kerling voru norður í Eyjafirði og fóru börn þeirra til kirkju á páskadag en hjónin voru heima. Þegar börnin komu frá kirkjunni spurði móðir þeirra hvað hefði verið sungið. Karlinn greip þá frammí og sagði: „Ætli það hafi ekki verið gamla vanaversið.“ Þá sagði kerling: „Guð gæfi þið væruð, börn, eins vel upp frædd í ykkar sáluhjálparefnum eins og...
Sáluhjálparfræðsla
Einhverju sinni, er séra Magnús var skrifari hjá sýslumanni á Grund, voru þeir sýslumaður á leið heim frá Akureyri. Þá segir sýslumaður að maður nokkur, Brandur að nafni, hafi heitast við sig og biður nú prest að hjálpa sér og sýna að hann sé kraftaskáld. Prestur bað sýslumann engu kvíða, en rétt í því kemur sendingin og lætur dólgslega. Magnús, sem var...
GALDRAMENN. Sagnir um séra Magnús á Tjörn. 7. Séra Magnús, Þórarinn sýslumaðu...
Sumarið 1903 gekk úr Eyjafirði fiskiskip er Fremad hét. Var það af þeirri tegund er kölluð er kútter. Hjálmar Guðjónsson var meðal skipverja. Það var um nótt er hann hafði haldið vörð, en var genginn til náða. Er Hjálmar hafði sofið litla stund, losar hann svefninn og sér hvar maður snöggklæddur u.þ.b. 28 ára gamall kemur til hans og segir: „Það er eins...
Friðrik hét sunnlenskur maður sem var vinnumaður á bæ í Eyjafirði þegar Torfi bjó í Árgerði. Átti Friðrik grænan brennivínskút, eirgirtan, er hann hafði mikið uppáhald á. Eitt sinn fór Friðrik, ásamt fleiri framfirðingum, í kaupastað fyrir sumarmál og keypti vín á kútinn til sumardagsins fyrsta. Lét hann kútinn hjá öðru dóti sínu, en brá sér frá um stund...
GALDRAMENN. Þáttur af Torfa Sveinssyni á Klúkum: 11. Græni kúturinn.
Svo sem áður er getið, voru þau hjónin, Torfi og Guðný, í húsmennsku í Árgerði frá vorinu 1833. Það er rétt frá skýrt í Þjóðsögum Ólafs Davíðssonar, að Torfi varð brákvaddur á milli húsa og bæjar. Það var 18. febrúar 1843, og hann þá talinn 82 ára. Guðný Ólafsdóttir lifði lengi eftir þetta. Var hún nokkur ár á Völlum, en fór þaðan 1847 að Samkomugerði og...
GALDRAMENN. Þáttur af Torfa Sveinssyni á Klúkum: 15. Dauði Torfa.
Magnús Einarsson, prestur og Þorlákur Þórarinsson, sem þá var djákni, þrættu og skildu ósáttir. Stuttu síðar ætlaði Magnús að fara með faðirvorið en gat það ekki. Hann fór því til Þorláks og þeir sættust.
Frá Magnúsi presti á Tjörn og Þorláki skáldi Þórarinssyni
Guðríður Jónasdóttir frá Halldórsstöðum kom frá Akureyri. Spruttu þeir félagar Jakob og Stefán upp úr leiti og ætluðu að tæla hestinn en hún komst heilu og höldnu heim.
8. Reimleikar á Espihóli: Guðríður Jónasdóttir hittir þá félaga
Einu sinni voru hjón í Eyjafirði sem hétu Stefán og Helga. Þegar Stefán sá hana fór hann að koma á bæ hennar og bað hana að ganga með sér, en hann nefndi ekkert bónorð. Þá fóru menn að segja Helgu að hann myndi vilja eiga hana. Þegar hann kom næst og bað hana að koma með sér sagði hún: „Bölvuð læti eru í þér, Stefán; viltu eiga mig?" Urðu þau svo hjón....
Friðrik fór til kirkju vor og haust og var þá venjulega alldrukkinn, sagði að það þyrfti romm með andskotans messuvíninu sem væri handónýtt. Fór hann svo margar ferðir út að staupa sig yfir messutímann og hraut þá oft blótsyrði af vörum á því rölti. Friðrik hafði ákaflega mikla bassarödd og yfirgnæfði flesta söngmenn í kirkjunni. Séra Sigurgeir á Grund...
Þáttur af Friðriki Ólafssyni í Kálfagerði. 9. Kirkjuferðir Friðriks
Margar vertíðir segist Jón hafa verið á hákarlaveiðum, en ein ferðin hafi þó verið langeftirminnilegust. Þá var Jón á hákarlaskipinu Skildi með skipstjóra sem Valdimar hét. Hásetar voru allir vanir úrvalssjómenn og þar sem Jón var yngstur dæmdist á hann eldamennskan, þótti hann líka færastur til þess starfa. Þegar skipið lá á Skagagrunni, í vitlausum...
Jón Sigfússon frá Skriðukoti. 2. Þegar ég var á hákarlaskipinu
Jón í Eyjafirði vildi giftast en engin í nágrenninu vildi hann. Honum var því ráðlagt að leita lengra og fór hann í Axarfjörð. Þar fékk hann að tala við bóndadóttur og bar upp bónorðið. Hún spurði því hann leitaði svo langt. Hann sagði að það vildi sig enginn sem þekkti hann og vissi hvernig hann væri. Hún vildi hann þá ekki heldur því hún taldi hann...
Þetta eru galdrastafir þeir þrír sem hafðir eru til að lækna með hrossasótt; á að klippa þá á lendina. Kona ein sem var á bæ í Eyjafirði nálægt 1820, þar sem farið var með galdur, kvaðst hafa séð þá og enga trú á haft. Eitt sinn veiktist þar hestur úr hrossasótt og lá nær því dauður fyrir ofan garð. Sagðist hún þá hafa klippt stafina úr bréfi og sagzt...
Ara Sæmundsson dreymdi unga stúlku koma til sín og löngu seinna fannst honum hann sjá sömu stúlkuna aftur og þau giftust.
Ari sá konu efni sitt í draumi.
Tíu árum eftir dauða Stefáns voru Vilhelmína og dóttir hennar, Gytta, að koma frá Akureyri. Stefndi hestur Gyttu á Eyjafjarðará, sama hvað hún reyndi að snúa honum. Tókst það samt að lokum en grunaði Vilhelmínu eiginmann sinn um þetta athæfi.
7. Reimleikar á Espihóli: Stefán teymir hest af leið