Maður heyrði nafn stjúpa síns kallað úr lofti. Stuttu síðar dó stjúpinn og meðan hann stóð uppi dreymdi manninn líkkistu í lambhúsi. Hann spurði hvort hún ætti að vera þar lengi og var svarað: níu ár. Níu árum síðar dó kona bóndans. Hann dreymdi seinna að hann sæi frelsarann koma til að dæma fólk. Stuttu síðar missti hann son sinn.
Köll í lofti
Maður hét Jóhann; hann bjó á Egilsstöðum í Vopnafirði og var kallaður hinn þýzki. Hann var uppi á sama tíma og Brynjólfur biskup í Skálholti. Frá því er sagt að smalastúlka hans gekk einu sinni til sauða. Skarð er í fjallinu upp af bænum sem kallað er Kvíslarskarð. Þangað gekk hún til sauðanna. En þegar hún kom heim mælti hún þetta fram:
Þegar Einar veitingamaður Hinriksson var unglingur á Egilsstöðum á Völlum fór hann eitt sinn að leggja net í kílsós við kletta skammt frá bænum. Með honum var drengur sem Eiríkur hét. Þetta var á haustkvöldi. Rétt var þá utan í klettunum og er þeir koma þangað sýndist þeim gráleitt naut með hvítan hrygg fara inn um réttarhliðið og róta upp veggnum,...
Ein hátíðarvenja var sú að láta álfana njóta helgihaldsins með mönnunum. en ljósálfar fagna fæðingu frelsarans eins og mennirnir. Á gamlárskvöld gekk húsbóndi eða húsmóðir þrisvar kringum bæinn og sögðu: Komi þeir sem koma vilja, veri þeir sem vera vilja, fari þeir sem fara vilja mér og mínum að meinalausu. Þetta tengdist þeirri löngun huldufólks að...
Helginot álfa
Kjartan þótti óbrigðull í ratvísi í dimmviðrum og var góður á skíðum. Var honum því veitt sendipóstsstarf. Þegar hann var á ferð í vandrötuðu veðri gekk hann alltaf þögull á undan mönnum og vildi helst ekki láta yrða á sig því það truflaði einbeitingu hans til að rata. Eitt sinn lögðu þrír menn af stað í póstferð frá Egilsstöðum til Eskifjarðar. Þegar...
5. Þáttur af Kjartani í seli: Ferðalög og ratvísi
Óbilgjarn strákur á bæ einum tekur upp á því að taka undir gól útburðar, hvernig sem honum er bannað að gera það. Þetta svona þar til menn sjá ofurlitla veru hoppa ofan á ísnum og áleiðis til drengsins. Kerling ein á bænum bjargar drengnum frá útburðinum með því að hafa fyrir munni sér forn fræði.
Kallað á útburð
Þar var og er enn trú að huldufólk búi í Egilsstaðaklettum og Þingársteinum og víðar þar á út-Völlunum, og eru um það ýmsar sagnir. Eitt sinn var Grímúlfur prestur Bessason á Egilsstöðum staddur í herbergi upp á lofti í kveldrökkri kom þá húsfreyjan og vildi leggja sig eins og hennar var vandi en hann varnar henni því. Eftir litla stund biður hann um...
more ...
Huldufólkið og ærnar í Egilsstaðaklettunum
Þegar Jón Arnórsson var sýslumaður í Múlasýslu og búandi á Egilsstöðum á Völlum varð sá atburður að vinnumaður Péturs sýslumanns Þorsteinssonar er þá bjó á Ketilsstöðum á Völlum[1] var sendur með silfur til smíða suður í Reykjavík, bæði peninga og brotasilfur, því þá var ekki smíðað silfur í Múlasýslu.En þegar maðurinn kom að sunnan aftur fannst hann...
Valtýr á grænni treyju
Héraðsmenn versluðu nær eingöngu við Seyðisfjörð áður fyrr. Þó var oft erfitt yfirferðar yfir Fjarðarheiði og leið varla sá vetur að ekki yrði einhver úti á Fjarðarheiði. Árið 1894 var Pétur Pétursson, vinnumaður hjá Jóni föður Þorsteins. Var hann sendur að vetrarlagi til Seyðisfjarðar til að selja rjúpur og var samferða manni að nafni Steindór. Þegar...
Ferð yfir Fjarðarheiði