66 datasets found
Place of Narration: Fljótsdalshérað Gunnarssker í Njarðvík Kollsstaðir Njarðvík
Það var all-almenn trú á Fljótsdalshéraði fram yfir miðja 19nd öld að draugur hefðist við við vatn eitt á Fljótsdalsheiði er heitir Mórauðavatn. Er það í stefnu frá Skeggjastöðum í Fellum að Gauksstöðum á Jökuldal. Var draugur þessi kallaður Mórauðavatnsdraugsi og gerði hann af sér ýmsar glettingar. Þegar Oddur Jónsson og Ingunn Davíðsdóttir bjuggu á...
Jóhannes sonur Árna Eyfirðingaskálds var skáld gott. Hann var fróður, greindur og stilltur maður. Eigi var hann þó talinn ákvæðinn. Aftur á móti lá orð á því að hann þætti kraftyrtur í lausaræðu og þungorður. Hann var lengst af í Múlasýslu, Héraði og fjörðum. Hann sagði Rustikusi Jónssyni Jónssyni hreppsstjóra Loðmfirðinga frá eftirfylgjandi atburði....
Jóhannes Árnason
Einu sinni fyrr meir kom margt fólk saman til kirkju undir Ási í Fellum í Múlasýslu. þá hittist svo á að prestur var austur í Vallanesi og fékk sig róinn á bát norður. En á leiðinni brast á ofsaveður svo prestur fórst eða var nærri kominn að því. Var hann hvers manns hugljúfi og rann mönnum þetta mjög til rifja. Þar var þá statt ákvæðaskáld nokkurt er...
B Ákvæði: Ókveðin brú á Lagarfljót.
Það tíðkaðist meðal kaþólskra manna að bera á sér verndarmerki svo sem myndir af Kristi, Maríu mey, ýmsum dýrlingum og píslarvottum. Sagnir fara af krossunum í Njarðvík og í Kaldaðarnesi, en krossar voru settir þar sem voveiflegir atburðir höfðu gerst. Mörg dæmi eru hér nefnd og skal sagt hér frá einu þeirra. Maður var á ferð yfir Fjarðarheiði og að...
1. Bóndi nokkur úr Landeyjum sem var kunningi Eiríks prests kom eitthvurt vor sunnan ur Njarðvíkum í lok ríðandi því hann hafði haft hjá sér hestinn um vertíðina. Hann kom að Vogsósum; Eiríkur er úti og fagnar honum vel og mælti: „Ertu vel ríðandi heillin góð?“ Bóndi kvað það ekki vera, kvað hestinn bæði magran og illa járnaðan. Eiríkur mælti: „Þú þarft...
Systkin nokkur eru sögð hafa eignast saman 5-7 börn og báru þau öll þessi börn út á mismunandi stöðum. Mikið var reynt að stöðva stúlkuna en allt kom fyrir ekki. Endaði dæmið þannig að þau systkinin voru send til Danmerkur í svokallað spunahús. En útburðirnir voru áfram á sínum stað. Maður nokkur gerði það að leik sínum að kallast á við einn af...