66 datasets found
Place of Narration: Fljótsdalshérað Gunnarssker í Njarðvík Kollsstaðir Njarðvík
Þorkell hét landhlaupari einn sagt er að hann væri Jónsson. Hann var umrenningur alla ævi og fór um allt land. Honum er lýst svo að hann væri búlduleitur, svartlitaður og kubbmenni að vexti en lista söng og kvæðamaður. Hann var almennt kallaður Kvæða-Keli. Eitthvert sinn er hann ferðaðist um Fljótsdalshérað kom hann að Mjóanesi til Þorsteins...
Í fornöld bjó kona á bæ nokkrum í Héraðinu við Lagarfljót. Hún gaf dóttur sinni gullhring. Dóttirin spurði hana hvernig hún ætti að hafa gagn af þessu gulli. Móðir hennar sagði henni að setja það undir lyngorm. Hún gerði það og setti í trafeskjur sínar. Þar lá ormurinn í nokkra daga en þegar hún vitjaði um eskjurnar sínar var ormurinn orðinn svo stór að...
Unglingspiltur og stúlka voru sumarsmalar og verður þeim vel til vina, ekki bjuggu þau á sama bæ. Um vetur verður pilturinn mjög veikur, stúlkunni þykir sem hún sjái hann eitt kvöldið þar sem hann stendur í tunglskininu og yrðir á hann. Þegar hún ætlar að mæla frekar við hann þá er hann horfinn. Grunar stúlkunni hvernig á þessu myndi standa. Daginn eftir...
Hér segir frá fyrstu landnámsmönnum Íslands. Einn af þeim var Garðar Svavarsson sem Landnáma segir sænskrar ættar. Sonur hans var Uni eða Unri, sem kallaður var hinn danski eða hinn óborni. Ýmis örnefni tengjast honum og má þar nefna Unaós sem er nafn á bæ hans, Unalækur og Unaalda þar sem Uni leyndist fyrir óvinum sínum og Unaleið hvar hann fór yfir í...
Þáttur Una hins danska eða óborna. Munnmæli um Unalæki, Unaöldu, Unaós, Unaleið.
Sigurður Magnússon, kallaður hinn sterki, bjó í Njarðvík. Hann átti rauðan reiðhest hinn vænsta grip. Geitir falaði þann rauða en Sigurður vildi ekki selja hann. Geitir hafði þá heitingar og sagði óvíst að honum yrði meira úr Rauð og skömmu síðar fannst hann dauður. Sigurður þóttist fullviss um að það væri af völdum Geitis og lét Rauð liggja óhrærðan....
Samtíðamaður og frændi Péturs var annar galdramaður sem Jón hét. Hann kom vestan úr Langadal og réðst hjá Pétri á Svínaskála Hann var kallaður Langadals-Jón, var hann engu vinsælli en Pétur. Einn vetur kom Jón sem förumaður að Heydölum í Breiðdal. Þar bjó ekkja séra Árna Álfssonar. Hann var þá nýdáinn 1737, eftir 29 ára þjónustu. Jón baðst beina en ekkjan...
Frá Langadals-Jóni.
Þess er getið að Jón átti í illskiptum við mann er Ísleifur hét og helst út af hestakaupum. Ísleifur er sagt byggi á Kollsstöðum á Völlum. Jón varð, að menn héldu, orsök til þess að Ísleifur fórst voveiflega í Eskifjarðaránni. Þá var uppi maður á Reyðarfirði að Svínaskála er Pétur hét. Hann var talinn annar galdramaður mestur í þá daga á Austurlandi....
Svínaskála-Pétur og Jón
Fyrir innan bæinn í Njarðvík liggur garður þvert undan fjalli, sem heitir Þorragarður. Hann er svo hár ennþá að hann tekur manni í mitt lær. Í söguþætti Gunnars Þiðrandabana segir að Ásbjörn vegghamar hafi staðið þar að garðverki þá Kórekur og synir hans komu ofan yfir og skutu að honum skógvöndlum áður bardaginn varð. Utan við garð þenna eru kallaðir...
Einu sinni sem oftar fóru nokkrir Skaftfellingar suður í syðri Njarðvíkur til vers. Þeir voru allir ríðandi. Þegar þeir koma á Sólheimasand sjá þeir blóðslettur í götunum og þótti einkennilegt. Þegar þeir koma að Jökulsá stendur þar tröllkona, biður hún þá að reiða sig yfir ána því hún sé veik eftir barnsburð og hafi misst mikið blóð eins og þeir muni séð...
Á Reykjanesi þekkjast sagnir um sæskrímsli og slysfarir tengdum þeim. Við Njarðvík hafa fundist dauðir menn sundurtættir og sumir hafa horfið og ekki fundist aftur. Í Njarðvík bjó bóndi er Ólafur hét og hélt hann vinnumann Þorsteinn að nafni sem skyggn var. Dag einn talaði Þorsteinn um að kæmi gestur sem hann óttaðist. Kom þar bóndi af Seltjarnarnesi....
Björn er maður nefndur Jónsson, kallaður skafinn. Foreldrar hans fluttust að vestan til Austfjarða seint á dögum Stefáns biskups. Það var um vortíma. En á Reykjaheiði varð móðir hans léttari og fæddi hann. En fyrir því að ekki var vatn að fá var barnið skafið með knífi; var hann því kallaður síðan Björn skafinn. Hann ólst upp í Austfjörðum og var...
Björn sýslumaður Pétursson á Burstarfelli í Vopnafirði er einn hinna manna er mjög margar almúgasagnir ganga af. Þreytti hann karlmennsku við ýmis mikilmenni en hann var mesti afburðamaður að atgervi. Þeir menn er sagt var að mest veittu Birni áhöld voru Jón Guttormsson, Jón ringur á Landsenda, Sigurður sterki í Njarðvík, Grímur er var um vetur á...
Þáttur Lata-Páls: Áleitni Björns
Kindur finnast dauðar og virðist vera að þær hafi verið drepnar með mikilli þrælmennsku einnig dofna ljós á bæ einum, allt gerist þetta áður en fólk það sem Móri fylgdi kom í heimsókn.
Árið 1902 á góu fóru nokkrir Héraðsmenn til Seyðisfjarðar að sækja vörur því sú frétt hafði borist út að nýkomið væri skip til Seyðisfjarðar, hlaðið nauðsynjavörum. Gekk ferðin yfir Fjarðarheiði niður á Seyðisfjörð vel. Gistu þeir eina nótt á Seyðisfirði. Daginn eftir voru menn ekki sammála um hvort leggja skyldi á heiðinna eður ei en svo varð þó úr....
Jón grái var bóndi í Dalhúsum í Eiðaþinghá. Kunningi hans var Þorleifur í Austdal í Seyðisfirði. Þorleifur átti brúnan hest sem Jón vildi kaupa af honum en Þorleifur vildi ekki selja. Einn vetur fór Jón að finna Þorleif og kom seint um kvöld að Austdal. Jón bað um að fá að sjá hestinn og fóru þeir út í hesthús. Þar tók Jón við að strjúka hestinum. Um...
Tveir bræður komu að norðan austur á Hérað, þeir hétu Jón og Sigurður. Voru þeir miklir fyrir sér og skoruðu á menn í glímur, höfðu þeir víða farið og fengu engan sinn jafningja. Þótti mönnum það varla einleikið. Bræður þessir fóru upp á Hérað að Valþjófsstað og voru þar við kirkju. Eftir messu skoruðu þeir á menn í glímu og felldu alla er þeir glímdu...
Glímumennirnir
Hér er sagt frá systkinunum Herjólfi sem bjó í Herjólfsvík og Gunnhildi sem bjó í Gunnhildardal. Þau áttu í illdeilum sem enduðu með því að Gunnhildur grandaði Herjólfi með því að hleypa skriðu á bæ hans. Eftir það flutti hún með allt sitt upp í Hérað og bjó í Gunnhildargerði. Synir hennar Galti, Geiri og Nef-Björn reistu sér þar bæi á samnefndum bæjum.
Mikael hét vinnumaður á Bragðavöllum. Eitt sinn um vetur þegar hann hélt heim á leið frá beitarhúsunum lenti hann í miklu illviðri. Fann hann á leiðinni gafl kistu með glóandi fögrum koparhring. Ákvað hann að leggja staðinn á minnið og halda þangað þegar veðrið skánaði. Fann hann staðinn aftur en enga kistu var að sjá. Mikael fór frá Bragðavöllum til...
Einu sinni voru tveir menn í Fljótsdalshéraði að segja hver öðrum sögur. Annar sagðist hafa einu sinni séð hvalkálf reka upp á sandana sem hefði verið svo stór að skolturinn hefði náð austur undir Ósfjöllin, en sporðurinn norður undir Hlíðarfjöllin. „Það þykir mér ekki svo mikið,“ segir hinn, „því ég get sagt þér allt eins merkilega sögu. Einu sinni var...
Á dögum fyrstu afkomenda Bjarnar skafins og löngum síðan þótti mönnum sem vart yrði trölla í Njarðvík en meinlaus voru þau og aðeins yfir mennska stærð. Á þessu gekk fram á 18du öld. Skulu hér raktar nokkrar helstu sagnir um þau. Maður var á ferð á svonefndum Eggjum. Sá hann afar stórvaxinn mann sitja niðri í Hvammsgili og gera við skó sinn. Enginn vissi...