Tveir menn, annar veikur, fóru yfir á og dó sá veiki. Hundur sem var með þeim dó líka. Á sama tíma sótti svo að konu á bæ einum þar sem hundurinn hafði verið að hún varð að leggjast fyrir. Hún sofnaði og dreymdi hundinn rennblautan. Nokkrum dögum síðar frétti hún lát hundsins.
more ...
Hundsveran
Árni skáld í Höfn dó 30. ágúst 1809, þá orðinn 86 ára gamall. Synir hans gerðu honum heiðarlega útför. Þeir báðu séra Jón yngri Stefánsson í Vallanesi að mæla eftir föður sinn en einhverra hluta vegna komst hann ekki. Sr. Jón skrifaði æviminningu í ræðuformi og sendi þeim bræðrum og hefur hún varðveist í handriti fram á þessa tíma.
Þáttur af Árna skáldi Gíslasyni. Árni skáld deyr.
Hér eru eftirmæli um Árna skáld og vitnað í Hávamál honum til heiðurs.
Hér er sagt frá börnum Árna. Hann átti dótturina Þórunni sem ólst upp á Bakka. Hún var frýð sínum og hin gervilegasta. Árni kvað um hana vísu. Synir hans voru Hjörleifur og Jón sem tóku sér ýmislegt fyrir hendur. Hjörleifur þótti óbilgjarn en Jón heldur stilltari og reyndi að bæta úr.
Þáttur af Árna skáldi Gíslasyni. Frá Hafnarbræðrum og Þórunni systur þeirra
Hér sagt frá grafskrift Árna Gíslasonar.
Hér er sagt frá sonum Árna Gíslasonar skálds í Höfn, þeim Hjörleifi og Jóni. Þegar þeir voru um tvítugsaldur voru þeir sægarpar miklir og sóttu sjóinn en unnu lítið í landi. Sagt er að aðalfæða þeirra áður en þeir réru hafi verið lýsi og hákarl. Þeir æfðu aflraunir og iðkuðu íþróttir og fer mörgum sögum af afrekum þeirra á því sviði. Þeim er hér lýst í...
Hafnarbræðra þáttur. Lýsing Hafnarbræðra.
Blágóma kallast fiskur af steinbítakyni og þykir óæt. Hún þekkist frá steinbítnum á því að hún er tannlaus og að enn blárri litur er á hvoftinum og því þriðja, að ef hún er soðin eða hengd til þerris, verður hún að froðugleypu. Bóndi einn Stefán að nafni gekk á reka á jólaföstu og fann í fjörunni fisk mikinn um tveggja álna langan. Hélt hann þetta vera...
Blágóma
Hér segir frá samskiptum Jóns sterka við Jón nokkurn Einarsson. Það var um haust að Danir tóku á móti sláturfénaði á Eyrum þar sem verslunin var staðsett og var Jón Einarsson þar við vinnu og hrærði pækil í djúpum stampi. Jón sterki kom þar að og fóru þeir að stríða hvor öðrum. Það endaði með því að Jón Einarsson sletti pækli í andlit Jóns sterka sem þá...
Hafnarbræðra þáttur. Jón kaffærir nafna sinn í pækli.
Verslunarhús var reist á Hánefseyri rétt fyrir eða um aldamótin 1800. Sagt er að beykir þessarar verslunar byggi á Sörlastöðum og héti Jóhann Malmquist. Ýmsir áttu í útistöðum við hann því hann þótti svakamenni bardagagjarn og mikill fyrir sér en þó ekki alslæmur. Hann bannaða aðkomendum umgöngu í búðinni, einkum sveitamönnum og hljóp að þeim með reidda...
Hafnarbræðra þáttur. Sterki-Jón skriftar beyki.
Það var um haustkvöld í þíðviðri og rosa að Oddur Bjarnason í Litlu-Breiðuvík var að hýsa fé sitt og vantaði nokkrar. Hann óttaðist að þær kynnu að hafa lent í sjónum, en brim var mikið. Þegar hann kemur í Kampsvík sér hann þar ferlíki í mannsmynd sem brýst á land. Þóttist hann vita að þetta væri hafmaður og ákvað að drífa sig heim í hvelli. Hafmaðurinn...
Oddur og hafmaður
Hjörleifur lét sér mjög annt um hag fátæklinga. Hann frétti af niðursetukerlingu í Hallfreðarstaðahjáleigu í Hróarstungu sem þótti vanhaldin. Hjörleifur fór þá í heimsókn til Einars bónda þar. Honum var þar vel tekið og var borið á borð fyrir hann hlaðið fat af reyktu sauðakéti. Kjötið gaf hann allt kerlingunni og bað svo Einar að gera sæmilega við hana...
Hafnarbræðra þáttur. Hjörleifur húsvitjar Einar.
Vígabrandar eru sverðlaga og veit oddurinn fram þegar þeir þjóta um himingeiminn. Hann er sagður fyrirboði mannsláta, einkum höfðingja eða óviðra og úr þeirri átt sem hann kemur úr. Í þjóðsögum Jóns Árnasonar er eddukynjuð sögn um vígabrand. Um 1870 sá fólk á Fljótdalsheiði vígahnött í áttina að Vatnajökli og tengdi við eldgos sem varð fjórum árum seinna....
Vígabrandar
Skrásetjarinn rekur hér rannsókn sem hann gerði á sannleiksgildi munnmælasögunnar um Hamra-Settu í Þjóðsögum Jóns Árnasonar (II. b., bls. 119-120). Segir í þjóðsögunni að Sesselja nokkur Loftsdóttir hafi búið á Gilsárvelli í Borgarfirði í tíð Þorvarðar Bjarnasonar í Njarðvík. Hélt hún fram hjá manni sínum, Steingrími, með vinnumanni á heimilinu og endaði...
Hamra-Setta
Árni kvað vísur um ýmsa menn og voru það oft níðvísur. Hjónin Kolgrímur og Helga bjuggu á Unaósi. Hún veiktist og lést. Sturla sem var vinnumaður á Unaósi og frændi Sturlu bað Árna að mæla í ljóði eftir Helgu. Árni og Kolgrímur voru litlir vinir og þótti kveðskapurinn eftir því. Sturla sem þótti oflátungur og var lítt vinsæll reiddist Árna og orti Árni þá...
Þáttur af Árna skáldi Gíslasyni. Lausakviðlingar.
Þegar kirkjan var flutt frá Desjarmýri, vildu sumir láta reisa hana á Álfaborg. Þegar þetta var á döfinni dreymdi Stefáni að til hans kæmi kona og sagði: „Þig er ég að finna í raunum mínum, og veit ég að þú munt vel til mín gera. Þeir ætla að fótumtroða mig og mitt hús með því að byggja kirkjuna á minni ættar- og eignarlóð. En ef þú beitir atkvæði þínu á...
Borgar-Márín.
Hér segir frá kaupstaðaferð Hafnarbræðra og Krossavíkurbræðra. Þar sýndi Þorsteinn aflraunir og hreifst Hjörleifur mjög af því. Þeir urðu síðan samferða heimleiðis og varð vel til vina eftir þetta.
Hafnarbræðra þáttur. Af Krossvíkingum og Hafnarbræðrum.
Hér segir frá sonum Guðmundar sýslumanns. Eins og fyrr segir var Páll sonur hans sýslumaður á eftir honum. Þorsteinn bróðir Páls þótti mjög sterkur og hamrammur en varð þó engum að meini. Hann vildi öllum gott gera og sagði faðir hans að þess vegna ætti hann aldrei neitt því hann gæfi allt frá sér. Oddur bróðir hans var meira fyrir búi móður þeirra í...
Hafnarbræðra þáttur. Frá Fagradælingum og Hafnarbræðrum.
Guðmundur, kallaður Klúku-Gvendur, ætlaði af stað heiman frá Gilsárvelli til Njarðvíkur og svo í Hérað, en snéri við. Þegar heim kom spurði fólk hverju sætti og hann sagðist hafa mætt mannsmynd í Njarðvíkurskriðum sem líktist honum sjálfum. Hann væri því komin heim til að deyja, sem hann og gerir.
Annar frægður niðursetningur Guðbjörg eða vitlausa Gudda...
Svipir Gvendar og Guddu
Hér er margýgjum (hafgýgjum) lýst, bæði að útliti og hátterni. Þær eru eins og menn niður að mitti, með brjóst, langar hendur, sundfit á milli fingra og sítt gult hár, strítt sem tálknfanir. Neðan mittis eru þær líkar fiski með hreistri, sporði og með sundfjaðrir. Eru oft fyrirboðar óveðurs, nema ef hafmaður sést með þeim, þá fyrirboði blíðviðris. Þær...
Lýst hafgýgi
Hér segir frá landnámsmönnum og þeim er fyrstir bjuggu við Loðmundarfjörð og nágrenni. Sagt er frá örnefnum sem tengjast bardögum manna og búsetu þeirra. Svokallaður Kampsbardagi var háður milli Loðmundarfirðinga og Borgfirðinga og var deiluefnið landamörk. Sagt er að þeir fyrrnefndu hafi unnið og haldið landi sínu óáreittir eftir þetta.