Júlíus Gunnlaugsson sá þá Stefán og Jósef koma á hestbaki meðfram Eyjafjarðará. Virtust þeir hverfa niður um ísinn en var síðan ekkert að sjá þar sem honum fannst þeir fara niður.
13. Reimleikar á Espihóli: Júlíus Gunnlaugsson hittir Stefán og Jósef
Þorleifur á Barði var talinn fjölfróður og var það siður kaupmanna að leita frétta hjá Þorleifi um hvenær kaupskip þeirra væru væntanleg. Gat hann sagt til um það viku fyrr því þá sá hann hulduskip koma. Hann sagði einnig fyrir um dauða konu sinnar.
Þorleifur á Barði
Ingólfur sigldi til Íslands frá Noregi að nema land. Nam hann land skammt frá Eyjafirði. Lét Ingólfur koma upp skipinu undir höfða nokkurn og þakti það viðum, hrísi og stórgrýti. Gekk síðan Ingólfur í Hauginn ásamt gersemum sínum og nokkrum mönnum sínum. Þegar fram liðu stundir fóru menn að grafa í Ingólfshöfða og fundu þar fjármuni. En sáu menn þá...
Þáttur af Ingólfi Bjarmalandsfara
Jón Þorláksson skáld og prestur að Bægisá var jafnan glaður að sögn og góðlyndur, en þoldi illa kalls og hæðni. Ýmsir óhlutvandir menn kanksuðu þó til hans en eigi þótti þeim verða það að góðu því hann var ákvæðinn. Svo bar til að prestur mætti manni innan úr Eyjafirði, lét sá mikið yfir sér. Prestur spurði hann að heiti. „Ég er ofan úr firði," svarar...
Jóakim hét maður sem var ættaður úr Eyjafirði. Lagði stúlka að nafni Jórunn ákafa ást á Jóakim en hann forðaðist hana. Eitt sinn bað Jórunn hann um að verða samferða sér yfir Bíldsárskarð en Jóakim lagði af stað á undan henni. Var hún langt á eftir honum og sá hann snjóhengju detta á hana með þeim afleiðingum að hún dó. Sá hann þá eftir að hafa ekki...
Reykja-Duða
Einar hét maður. Hann var mikill drykkju-og kvennamaður. Bjó hann að Bölholti í Eyjafirði. Seinni kona hans hét Margrét, kölluð Bölkots-Manga. Þótti Einar ekki sýna henni neina ást. Dó Einar og eftir andlát hans dreymdi bónda nokkurn hann og sagðist honum líða bölvanlega. Giftist Margrét öðrum manni að nafni Jóhannes og bjuggu þau eymdarlífi í fjárhúskofa...
Bölkots-Manga
Í einu koti norður í Eyjafirði bjó einu sinni bóndi. Hann átti þrjú börn, einn son og tvær dætur. Sú eldri dóttirin hét Ingibjörg, en sú yngri Sigríður og var kölluð Eyjafjarðarsól. Ekki er getið um nafn sonarins. Téður bóndi hélt kaupamann á hvörju sumri er Jóhannes hét og átti heima suður á Álftanesi. Þessi biður eitthvort sumarið Sigríðar sér til handa...
Torfi á Klúkum var margfróður. Hann sýndi mönnum þjóf ef frá þeim var stolið. Einu sinni átti Torfi við reimleika en þá dó bóndinn á Geldingsá. Svo stóð á að hann hafði ættarfylgju sem kom til Kristrúnar, elstu dótturinnar, og bað ásjár. Hún tók síðan að fylgja Kristrúnu og ásækja svo Kristrún leitaði til Torfa. Hann sagði henni að flytja fram í Eyjafjörð...
Manndauðaárið eftir móðuharðindin höfðu hreppstjórarnir í Eyjafirði á kirkjufundum beðið bændur að lofa aumingjunum að deyja inn í húsum sínum þó þeir ekki gætu nært þá á neinu, því þetta væri þó betra en að þeir dæju út af á víðavangi eins og þar var þá títt orðið. Má af slíku marka hvílík neyð þá hafi gengið yfir Norðurland. Flúði þá og margur þaðan til...
Móðuharðindin og Norðlendingar
Þegar menn sjá afturgöngur eða svipi dauðra manna þá eru þeir útlítandi eins og þeir fundust, ekki eins og þeir klæddust dagsdaglega eða eins og þeir voru þegar þeir dóu. Prestur frá Glæsibæ fórst í sjó og fannst ekki fyrr en löngu seinna. Þá var hann orðinn músétinn og sást síðan oft svoleiðis á flakki, músétinn. Maður fórst í Hörgá og þegar hann fannst...
Búnaður drauga
Jóhannes sonur Árna Eyfirðingaskálds var skáld gott. Hann var fróður, greindur og stilltur maður. Eigi var hann þó talinn ákvæðinn. Aftur á móti lá orð á því að hann þætti kraftyrtur í lausaræðu og þungorður. Hann var lengst af í Múlasýslu, Héraði og fjörðum. Hann sagði Rustikusi Jónssyni Jónssyni hreppsstjóra Loðmfirðinga frá eftirfylgjandi atburði....
Jóhannes Árnason
Flóvent sterki var fæddur á árunum 1723-1726. Hann var venjulega kenndur við Jórunnarstaði í Eyjafirði og Eyvindarstaði í Sölvadal. Flóvent var skapmaður og orðlagður fyrir krafta. Hann var vínhneigður og rosti við vín. Hann var einnig alkunnur tamninga-og reiðmaður. Einhverju sinni var Flóvent staddur í kaupstað á Akureyri. Var þá einokun og vönduðu...
Frá Flóvent sterka
Séra Þorlákur skáld á Ósi var forspár um marga hluti. Eitt sinn var hann á ferð um Möðruvallanes með vinnumanni sínum og spurði hann vinnumanninn hverjir riðu þarna í hóp. Vinnumaðurinn sagðist ekki sjá neitt. En Þorlákur sagði að sér sýndist þetta vera allt Hvammsfólkið á leið til Möðruvalla. Um sumarið dó allt heimilisfólkið í Hvammi sex að tölu og voru...
Séra Þorlákur á Ósi