69 datasets found
Place of Narration: Borgarfjörður eystra
Sr. Hjörleifur átti tarf einn mannýgan og erfiðan viðfangs þannig að nokkra menn þurfti til að tjónka við hann. Hjörleifur sterki gerði lítið úr því og taldi sig geta ráðið við hann einn og fékk prestur hann þá til að lóga tarfinum. Það gerði Hjörleifur en gallinn var sá að hann drap tarfinn á helgum degi í óþökk prestsins.
Hafnarbræðra þáttur. Hjörleifur drepur graðunginn.
Þeir Hjörleifur og synir hans Árni og Stefán voru eitt sinn staddir á sjó undir Hafnarbjargi. Þá sáu þeir koma upp úr sjónum, ördragslengd frá bátnum, hafmann. Hjörleifur hvatti syni sína til að róa að honum og ætlaði að reyna að veiða hann. En hafmaðurinn hvarf þá lóðbeint niður í djúpið og hvarf.
Hafnarbræðra þáttur. Séður hafmaður.
Svonefndan Láfabrag á Árni að hafa ort um dreng sem var vinnumaður hjá honum. Drengurinn flúði til Árna undan bónda sem hann var hjá og hafði misþyrmt honum. Árni kallaði bónda á sinn fund og hýddi hann fyrir misþyrmingarnar á drengnum. Láfabragur fjallar um það þegar Láfi þessi datt í fen og var þar hætt kominn.
Þáttur af Árna skáldi Gíslasyni. Láfabragur.
Árni skáld unni sveit sinni og föðurlandi. Um sveitina sína Borgarfjörð orti hann svonefndan Borgarfjarðarbrag. Hann virðist einnig hafa haft nætur á hinum fornu sögnum sem fylgdu sveitinni.
Þáttur af Árna skáldi Gíslasyni. Borgarfjarðarbragur.
Maður var nýgenginn í stúku er hann sá ókennilegt ljós sem hann túlkaði sem góðan fyrirboða. Skömmu síðar sá kona ljós, annað minna, hitt stærra. Önnur kona sá svipaða sýn. Tvær aðrar konu sáu það sama. Skömmu síðar dó maðurinn er fyrst hafði séð ljósið og um sama leyti dó barn einnar konunnar.
Þegar Árni varð eldri fór hann sjaldnar á sjó. Hugur hans hneigðist þá meir að hinu alvarlega og eru alvarlegri kvæði hans og kviðlingar einkum frá hans eldri árum. Þegar hann eltist varð hann angurvær og þungsinna og fór að sakna þess sem hann hafði misst. Hann átti þá bágara með að ná í vín og átti erfitt með að afskrifa það alveg. Fóru nú færri sögur...
Þáttur af Árna skáldi Gíslasyni. Hásljóð.
Hjörleifur frá Höfn bjó á Bakka nokkur ár. Það var eitt sinn að hann réri á Brúnavík. Menn sem í Brúnavík bjuggu hétu Sveinn og Jón og voru þeir líka á sjó. Þeir voru öfundsjúkir við nágranna sína og tók Hjörleifur það til bragðs að stríða þeim. Hann þóttist alltaf draga fisk úr sjó þó enginn afli væri og eltu hinir hann en skyldu hinir ekkert í þessu því...
Hafnarbræðra þáttur. Brögð Hjörleifs við Brúnvíkinga.
Einar er nefndur flækingur og betlari og þjófur, flár og tungumjúkur en þó hagur á húsasmíði. Um hann kvað Árni Gemsabrag.
Þáttur af Árna skáldi Gíslasyni. Gemsabragur.
Hér segir frá samskiptum þeirra nafnanna sr. Hjörleifs og Hjörleifs sterka frá Höfn. Sr. Hjörleifur flutti sig frá prestsetrinu Desjamýri að Bakka sem honum fannst betri bújörð. Hann leigði Hjörleifi sterka Desjamýri gegn vægu afgjaldi. Áttust þeir stundum við en meira í gamni en alvöru nema í eitt skipti að þeir deildu út af rekavið í landi Desjamýra....
Eftir að sr. Benedikt Ingimundarson fór frá Desjamýri kom þangað sr. Hjörleifur Þorsteinsson. Sr. Benedikt lét flytja búslóðina á skipi áleiðis en hann fór að stað í Grindavík. Hjörleifur frá Höfn hjálpaði honum að flytja og vann það afrek að bera meðalbæjarleið, kistu eina níðþunga sem var full af járna rusli og fleiru þungu. Sr. Benedikt þótti góður...
Hafnarbræðra þáttur. Prestaskipti - Kistan - Getspá Hjörleifs.
Hér segir frá brúðkaupi Gísla Halldórssonar prests Gíslasonar og Höllu Þorláksdóttur úr Papey sem kölluð var hin ríka. Gísli bauð frændum sínum frá Höfn í veisluna. Árni í Höfn var orðinn hreifur áður en þau fóru af stað og bað Guðlaug kona hans hann að haga sér siðsamlega. Um það kvað Árni stökur. Í brúkaupinu er svo sagt að Árni hafi verið alldrukkinn,...
Þáttur af Árna skáldi Gíslasyni. Kvonfang Gísla Halldórssonar.
Hjörleifur í Höfn kvæntist Björgu sem var dóttir Jóns Stefánssonar. Hún var fædd 1758 og var áður gift Stefáni Ketilssyni úr Fagradal, en hann dó árið 1786. Björg var húskona í Höfn og átti drenginn Árna með Hjörleifi árið 1791 og giftust svo árið 1792. Björg þótti góð kona en sagt var að hún bæri ekki gæfu til samþykkis við Hafnarfólk nema mann sinn, því...
Hafnarbræðra þáttur. Hjörleifur kvænist.
Árið 1800 var sr. Hjörleifi á Desjamýri veittur Hjaltastaður, en í stað hans kom þangað sr. Einar Jónsson sem Hjörleifur hafði áður spáð um. Hann þótti lítill að vallarsýn og dugnaði en talinn vel gáfaður og annálaður að námsgáfum af sr. Jóni Steingrímssyni. Þeir Hafnarbræður Hjörleifur og Jón þóttu ekki miklir prestsvinir og áttu þeir nafnar sr....
Hafnarbræðra þáttur. Klerkaskipti.
Barnmörg hjón fóru í kirkju á jólum. Vinnukona varð eftir heima. Þá skall á kafaldshríð og fór stúlkan út að bjarga fénu. Hún villtist og kom að stórum steini. Hún settist undir steininn, magnþrota. Þá kom ungur piltur og bauð henni að koma inn í Álfaborgina. Hún játti því og var hjá honum um nóttina. Síðar hvarf stúlkan og sagði kona nokkur að hún væri...
Hér er kvæði sem eignað er Árna skáldi í Höfn og nefnist Árgali. Í kvæðinu má sjá að Árni hefur trúmaður verið. Þegar Árni missti konu sína hana Guðlaugu, jókst þunglyndi hans og á hann herjaði svefnleysi. Orti hann þá um himnaríki og Paradís og notaði örnefni úr umhverfi sínu á líkingafullan hátt í vísum sínum.
Þáttur af Árna skáldi Gíslasyni. Árgali.
Maður stóð við gröf barns síns sem verið var að jarðsetja. Þá fauk hatturinn af honum ofan í gröfina. Hann túlkaði atburðinn á þann veg að hann mundi sjálfur deyja innan skamms og það reyndist rétt.
Eitt sinn voru Hafnarbræður á Eyrunum og kom Jón inn í búð og vildi kaupa vín sem ekki var þá til. Verið var að flytja járnfat úr skipi sem þar lá og inn í búðina. Það var mjög þungt og vildu menn láta reyna á Jón sterka að lyfta því yfir búðarborðið. Hann fór léttilega með það og fékk sinn vínsopa í staðinn. Hermann í Firði var afreksmaður og sterkur og...
Hafnarbræðra þáttur. Jón tekur járnfatið - Gletta Hjörleifs og Hermanns.
Hér segir frá aflraunum og fimi Hafnarbræðra.
Hafnarbræðra þáttur. Aflraunir.
Gellivör flagðkona bjó í Staðarfjalli og gerði mönnum lífið leitt. Sveinungur á Bakka og bræður hans voru búnir að reisa kirkju á Desjamýri og tóku það til bragðs að flytja kirkjuklukkurnar upp í gjána á Svartafelli og festu þar. Þar hringdu þær í stórviðrum og á undan stórtíðindum. Klukkurnar urðu því til að fæla Gellivör á brott.
Helgaá, Dysjahvammur og Klukknagjá, B.
Mörgum þótti Árni ósiðvandur og var það tengt ofdrykkju hans. Gaf hann þá í skyn að hann hefði lagst með konum annarra manna, þ. á. m. Oddnýju fyrrum kærustu sinni er þá var gift séra Grímólfi (Grími). Bróðir hans sr. Halldór fórst af slysförum og mátti faðir hans eigi mæla af harmi við erfidrykkjuna. Árni hvíslaði þá að honum ósmekklegri vísu um hinn...
Þáttur af Árna skáldi Gíslasyni. Glettubrögð Árna.