6 datasets found
Place of Narration: Fjarðarheiði
Fjarðarheiði heitir fjallvegur milli Seyðisfjarðar og Eiðaþinghár innarlega og liggur Héraðs megin vegurinn meðfram á þeirri er Miðhúsá er nefnd, því hún rennur í Eyvindará skammt frá bæ þeim er Miðhús heitir. Í nefndri á hér um bil í miðju fjallinu er foss einn æði hár, Gufufoss kallaður. Er stallur í honum eða þrep og myndast hylur á milli efri og neðri...
Gullketill í Gufufossi
Héraðsmenn versluðu nær eingöngu við Seyðisfjörð áður fyrr. Þó var oft erfitt yfirferðar yfir Fjarðarheiði og leið varla sá vetur að ekki yrði einhver úti á Fjarðarheiði. Árið 1894 var Pétur Pétursson, vinnumaður hjá Jóni föður Þorsteins. Var hann sendur að vetrarlagi til Seyðisfjarðar til að selja rjúpur og var samferða manni að nafni Steindór. Þegar...
Árið 1902 á góu fóru nokkrir Héraðsmenn til Seyðisfjarðar að sækja vörur því sú frétt hafði borist út að nýkomið væri skip til Seyðisfjarðar, hlaðið nauðsynjavörum. Gekk ferðin yfir Fjarðarheiði niður á Seyðisfjörð vel. Gistu þeir eina nótt á Seyðisfirði. Daginn eftir voru menn ekki sammála um hvort leggja skyldi á heiðinna eður ei en svo varð þó úr....
Í norðurbrún Fjarðarheiðar er foss í Miðhúsaánni sem kallaður er Fardagafoss. Hellir er á bak við hann og er sagt að í honum byggi skessa til forna mikil og ferleg. Af skessunni í Fardagafossi fara engar aðrar sagnir en sú að hún átti ketil mikinn fullan af gulli. Er hún vissi fyrir dauða sinn renndi hún katlinum niður í stall í miðjum Gufufossi þeim sem...
Á Fjarðarheiði fyrir utan þjóðveginn er hraun-hnjúkur kallaður Kötluhraun. Er sagt að það dragi nafn sítt af skessu er Katla hét og bjó í því. Karl hennar var dauður en einn son átti hún. Önnur skessa bjó í Valagili það er austan megin í Eyvindardal milli Kálfshóls og Þuríðarstaða. Skessa þessi fékk ást á syni Kötlu og mælti til samfara við hann en Katla...
Það tíðkaðist meðal kaþólskra manna að bera á sér verndarmerki svo sem myndir af Kristi, Maríu mey, ýmsum dýrlingum og píslarvottum. Sagnir fara af krossunum í Njarðvík og í Kaldaðarnesi, en krossar voru settir þar sem voveiflegir atburðir höfðu gerst. Mörg dæmi eru hér nefnd og skal sagt hér frá einu þeirra. Maður var á ferð yfir Fjarðarheiði og að...