10 datasets found
Place of Narration: Bakki Hvassafell None: dreams; fated; omens
Þorsteinn Hallgrímsson bónda í Hvassafelli dreymdi árið 1845, að hann væri staddur á Bakka í Öxnadal við jarðarför bróður síns, Jónasar skálds. Reyndist Jónas sem dvaldist í Kaupmannahöfn vera í raun látinn.
Draumvísa Þorsteins í Hvassafelli
Drengur situr yfir kvíaám og sofnar í klettaskoru. Honum finnst koma til sín kona og reka sig úr glugga sínum. Hann rumskar en sofnar aftur og er það ekki fyrr en í þriðja sinn að konan er farin að hóta að hjálpa honum úr glugganum að hann vaknar með andfælum og er ekki í sömu skorðum og þegar hann lagði sig. Hann vill ekki sofa þar lengur.
Þegar faðir Guðrúnar var í Hvassafelli sá hann nokkur kvöld í röð ljósglampa í göngum þeim voru myrk. Fleiri sáu þetta og hugðu að þarna væri fólgið fé. Var ákveðið að grafa en fjölkunnugur maður varaði við því þar sem ekki væri víst að jaxlar þess er hafði grafið væri rotnaðir því af verkinu gæti þá reynst óhapp. Ekkert varð því af greftrinum.
Jón hét bóndinn að Bakka í Fnjóskadal. Sá hann eitt sinn litla stúlku koma prjónandi inn og setjast á rúm. Yrti hann á hana og þá þaut hún fram. Skömmu síðar kom þangað til gistingar stúlka nokkur sem settist á sama rúmið og prjónaði líkt og fylgjan hafði gert.
Á Bakka í Svarfaðardal kom eitt sinn ferðamaður að norðan og gisti þar nætursakir. Eftir komu þessa manns fóru að heyrast undarleg hljóð í vegg í bæjargöngunum og heyrðust þau best síðara hluta dags, á kvöldin eða fyrra hluta nætur. Var sagt að þetta hefði verið fylgja mannsins sem gisti þar.
Hljóðin í göngunum á Bakka
Fyrir löngu síðan bjó að Bakka á Langanesströndum ekkja að nafni Sigríður. Réði hún á hverju ári til sín stúlku til að hafa við heimastörf er annað fólk var við útivinnu. Allar hurfu stúlkur þessar á jólanóttina og gekk svo ellefu ár. Töldu menn að Sigríður dræpi stúlkurnar á einhvern hátt en undraðist fólk það líka því hún var vinsæl. Átti hún erfitt með...
b. Óskemmtileg nótt. Árið, sem undanfarandi saga gerðist, bjuggu á Krosseyri hinumegin við Geirþjófsfjörð, og stendur bærinn nálægt sjónum. Elías Jónsson og kona hans Guðný Friðriksdóttir, faðir hennar Friðrik Sveinsson var húsmaður þar og stundaði sjóróðra frá Bakka í Dalahreppi. Að kvöldi þess dags, sem sporin sáust í Sperðlahlíð, bar við á Krosseyri sá...
Geirþjófsstaðadýrið. B Óskemmtileg nótt.
Sagt er frá svaðilför Benedikts Andréssonar nótt eina eftir að hann fylgdi fólki heim milli Bakka og Hóls á lánshrossi frá Bakka. Hann fór strax til baka þó áliðið væri. Eftir nokkra reið tekur hrossið á rás og getur Benedikt engu tautið komið við merina sem hleypur hratt og æðislega. Hundur Benedikts dregst aftur úr en hann heyrir gelt hans. Benedikt...
Benedikt Andrésson og sjóskrímslið
Hinn nafnkunni bóndi Þorleifur ríki á Háeyri (Kolbeinsson) var vitur maður, orðviss og gróðasæll með afbrigðum. Var sögn manna að hann ætti bæði skollabrækur og og flæðarmús er drægju að honum fé. Honum þótti heldur eigi til alls koma í búskapnum. Er hann var spurður hvort Guðmundur tengdasonur hans væri eigi búmaður svaraði hann: „Það munar aðeins einum...
Not gjaldbuxna
Bóndi góður byggðaslóð um víða, Einar fróður Andrésbur orkti ljóðin dulvitur. Svo kvað Símon Dalaskáld um Bólu-Einar. Einar dvaldi og bjó allvíða í Skagafirði á Bakka, Djúpadal, Hringi, Illugastöðum og Minna-Holti og Austur-Húnavatnssýslu á Efri-Mýrum og Þorbrandsstöðum. Faðir hans var Andrés skytta, móðir hans hét Þórunn Einarsdóttir. Snemma hefur Einar...
Sagnir Árna Jóhannessonar: Frá Bólu-Einari o.fl. samtíðarmönnum