Organizations
Keywords

There are no Keywords that match this search

Danish Keywords

There are no Danish Keywords that match this search

Dutch Keywords

There are no Dutch Keywords that match this search

German Keywords

There are no German Keywords that match this search

Place Mentioned

There are no Place Mentioned that match this search

Place of Narration
Show More Place of Narration
Narrator Gender

There are no Narrator Gender that match this search

close
16 datasets found
Place of Narration: Vogar
Jón hét maður Daníelsson. Hann var suður í Höfnum á 19du öld og flutti í Vogana ofan af Álftanesi. Jón var afarmenni fyrir sér og varð auðsæll mjög, átti hann það að þakka draumkonu er fræddi hann um margt þarflegt. Draumkonan réði Jóni að flytja upp í Hvalfjörð og skyldi hann þar verða hálfu auðugri. Jón neitaði því og kvaðst vilja deyja í Vogunum. Þegar...
Draumkonan og Jón Daníelsson
Guðmundur Jónsson Í Vogum í Gullbringusýslu, bróðir Eyjólfs Waage í Seyðisfirði var eitt sinn staddur úti heima hjá sér um kveld. Heyrir hann þá þungan reiðdyn og jóamás, beislaglamur og hringl upp yfir sér í loftinu, en ekkert sá hann. Bar þetta svo yfir og dó út, var talið að þetta hefði verið gandreið huldra vera. Jón afi þeirra bræðra hafði verið...
Reiðdynur í lofti - Sterk trú.
Jóhannes sonur Árna Eyfirðingaskálds var skáld gott. Hann var fróður, greindur og stilltur maður. Eigi var hann þó talinn ákvæðinn. Aftur á móti lá orð á því að hann þætti kraftyrtur í lausaræðu og þungorður. Hann var lengst af í Múlasýslu, Héraði og fjörðum. Hann sagði Rustikusi Jónssyni Jónssyni hreppsstjóra Loðmfirðinga frá eftirfylgjandi atburði....
Jóhannes Árnason
Sagt var að Jón Daníelsson dannebrogsmaður hefði haft draumkonu sem sagði honum með líkingarfullum orðum um ýmislegt sem hann þurfti að vita. Týndust eitt sinn silfurskeiðar á heimilinu og var talið að þeim hefði verið stolið. Sagði draumkona hans honum að gá í buxnavasa sína. Gerði hann nýja leit næsta dag, en fann ekki. Ásakaði Jón draumkonuna um lygi...
1. Silfurskeiðarnar.
Stúlka ein var í vist suður í Vogum. Fór hún eitt sinn í kalsaveðri að leita að kúm og fór upp á hól sem kallast Skyggnir því af honum var hægt að sjá langt. Fann hún þar bláan klút og lét hún klútinn á sig. Dreymdi hana nóttina eftir að kona kæmi til hennar og segði henni að rétt hefði verið að taka klútinn því henni hefði verið hann ætlaður fyrir að...
Jónas á Syðrahóli í Kaupangssveit í Eyjafirði átti kross sem honum var gefinn af huldufólki í yfirsetulaun með þeim ummælum að hann gengi í arf til elsta sonar og væri þá gæfugripur. Báðum megin á honum er upphleypt krossmark. Sigríður Jónsdóttir frá Vogum sá krossinn.
Gamlir munir, sem enn ertu til: Silfurkross frá huldufólki
Einu sinni var peningum stolið á Stóru - Vogum á vetrarvertíð og leitaði sá er peningana átti til Jóns eftir hjálp. Var Jón þá orðinn háaldraður og blindur. Voru þá margir heimilismenn á Stóru - Vogum. Bað Jón alla um að ganga fyrir sig og taka í hönd sína og var það gert. Er einn vermanna tók í hönd hans sagði Jón hann valdan að hvarfinu og meðgekk hann...
Eyjúlfur Pétursson í Reyn í Hegranesi var vitur maður og gott skáld, sagt var að sumt það sem hann kvað yrði að áhrínisorðum. Eitt sinn rak hval á Felli í Sléttuhlíð. Fór Eyjúlfur með poka sinn og fékk sér bita af honum eins og margir aðrir, en presturinn að Felli taldi hann hafa stolið hvalnum og yrði að skila honum aftur. Þá orti Eyjúlfur vísu og sagt...
Frá Eyjólfi Péturssyni í Reyn í Hegranesi
Stökkull eða Léttir er minni vexti en rauðkembingur, en léttfærari. Hann getur stokkið hátt og lætur sig gjarnan falla ofan á báta og það sem ofansjávar er. Hann hefur blöðku á hausnum ofanvert við augun og hylur honum sýn nema í uppvöðunni, þá slæst hún aftur á hausinn. Ef blaðkan byrgði ekki sýn, fengi enginn bátur frið á sjónum fyrir hvalnum. Eitt sinn...
Magnús hét maður og var fálkafangari frá Árbæ í Holtum seint á 18. öld. Varð hann uppvís að þjófnaði og var gerður sá kostur að flytja á braut eða taka út refsingu. Flutti hann þá á Torfastaði í Grafningi. Varð hann aftur uppvís að þjófnaði og var þá settur í gæsluvarðhald að Bíldsfelli. Þar fékk hann allt það frelsi sem hann vildi, þar sem Jón Sigurðsson...
Íslendingar hafa haft mikla trú á kynjamagni agatsins, einkum þeir sem búa á Hornströndum. Hjátrúarfullir menn segja hann hafa 24 náttúrur af ýmsu tagi. Margir leituðu ráða til Jóns bónda Daníelssonar í Vogum. Hann lagði þeim oft ráð sem dugðu. Eitt sinn kom til hans formaður í Vogum sem jafnan var óheppinn með afla. Jón sagði honum að fara með austurtrog...
Eitt sinn var vinnumaður frá Vogum við Mývatn að vitja um fé úti. Kom hann þá að djúpri kvos og fann þar hellisskúta. Inn í hellinum fann hann mannabein. Lét hann þó beinin vera og hélt áfram. Tíndi hann daginn eftir öll beinin í belg og geymdi þau í beitarhúsunum. Gamall maður að nafni Jóhannes sem bjó á Vogum fór að dreyma nótt eftir nótt að ung stúlka...
Beinafundurinn
Friðbjörg (móðir heimildamanns) dreymdi að henni þótti maður koma til sín og höggva undan henni báða fæturna. Nokkru síðar missti hún tvo uppkomna syni sína.
Draumur Friðbjargar
Eitt kvöld í febrúarmánuði árið 1947 ók Runólfur úr Reykjavík til Keflavíkur til að sækja fólk. Hann var einn í bílnum. Nálægt klukkan hálftólf var hann á veginum milli Voga og Vogastapa. Hann sá mann standa á vegarbrúninni. Sá var í hermannbúningi og bauð Runólfur honum að setjast inn. Maðurinn sagði ekki neitt. Þegar Runólfur var kominn upp á Stapann,...
Jón í Stóru - Vogum hafði mikla útgerð, og var sjálfur formaður á einu skipa sinna. Eina nóttina dreymdi hann að draumkona hans kæmi til hans og segði honum að gæta að rúminu sínu. Hrökk hann þá upp og gekk til skipa sinna. Var þá sjór fallinn undir þau, og skorður fallnar undan skipi því er hann var formaður á. Kallaði hann á menn sína og björguðu þau...
Á suðurnesjum er bæjarþorp nokkurt sem heitir í Vogum, en raunar heitir þorpið Kvíguvogar og svo er það nefnt í Landnámu. Snemma bjó bóndi einn í Vogum er sótti mjög sjó enda er þar enn í dag eitthvert bezta útræði á Suðurlandi. Einhvern dag reri bóndi sem oftar og er ekki í það sinn neitt sérlegt að segja af fiskifangi hans. En frá því er sagt að hann...
35