Organizations
Keywords
There are no Keywords that match this search
Danish Keywords
There are no Danish Keywords that match this search
Dutch Keywords
There are no Dutch Keywords that match this search
German Keywords
There are no German Keywords that match this search
Place Mentioned
There are no Place Mentioned that match this search
Place of Narration
Show More Place of Narration
Narrator Gender
There are no Narrator Gender that match this search
Jóhannes hét maður sem var í vist á ýmsum bæjum í Fljótsdal. Hann þótti fremur vitgrannur og bögumæltur. Var hann líka orðhákur og gat þá stundum komið vel fyrir sig orði.
Jóhannes Árnason
Hér segir frá örnefnum í Fljótsdal. Nefna má Gálgaklett eða Gálga. Þar hjá eru tvö stór björg og er sagt að sakamenn hafi verið hengdir þarna. Á þessum slóðum er steinn kallaður Árnasteinn og segir sagan að fornmaður Árni að nafni sem bjó á Arnheiðarstöðum, hafi verið heygður þar undir með fé sínu. Löngu síðar bjó á bænum maður sem kallaður var Ríki-Árni....
Moðormar eru tíkarhvolpar sem þær eiga eftir að þær éta ósoðin hana-eða hænuegg. Hvolparnir fæðast alsjáandi og smjúga á þriðju nóttu í jörðina og koma ekki upp fyrr en eftir þrjú ár. Þá eru þeir stórir sem vetrungar. Þeir eru alhvítir eða alsvartir en með rauðan haus og rauðar lappir. Maður einn kvað tvennt að gera í sambandi við moðorminn. Það væri...
Moðormur
Þegar Jón Vilborgarson var ungur drengur í Vopnafirði kynntist hann örvasa manni er hét Marteinn Eiríksson kallaður Mjói-Teini. Var hann hraustmenni á yngri árum. Eru margar sagnir til um hann, t.d. sópaði hann eitt sinn 10 drukknum útlendingum út úr búðinni á Vopnafirði. Spurði Jón hann hvort hann héldi að til væru útilegumenn og sagði hann þá vera til...
more ...
Sögn af Mjóa-Teina
Fjórir Jökuldælingar fóru inn í Hraun á Vesturöræfum að leita kinda. Eiríkur Þorsteinsson hét einn þessara manna og varð hann úti við leitina enda veður ekki gott. Þegar þessi atburður gerðist sá tveggja ára barn, Sigurður á Hrafnkelsstöðum, svip Eiríks. Fann Sigurður mörgum árum seinna bein Eiríks og staf hans upp við stein.
Eiríkur Þorsteinsson verður úti
Böðvar Sturluson var prestur í Valþjófsstaðarprestakalli í Fljótsdal 1657-1712. Er hann hafði þjónað þar í 13 ár kom þangað Jón sýslumaður Þorláksson. Urðu þeir óvinir og er mælt að Jón hafi áreitt prest með fjölkynngi. Um þetta leyti bjuggu systkini í Vallargerði, Jón og Sigríður og voru þau fríð sýnum og atgervisfólk. Voru þau virt af sveitinni og í...
Saga Gerðissystkinanna
Mann dreymdi kunningja sinn, heitbundinn konu sem hann hafði aldrei séð. Hún var þá nýkomin í sveitina og þau farin að draga sig saman. Þau giftust síðar.
Opinberuð trúlofun
Eiríkur Sigurðsson bjó á yngri árum í Fljótsdal og fór eitt sinn í eftirleit undir Fell norður fyrir Vesturöræfi síðla hausts. Hann var mesti léttleiksmaður og gat nærri hlaupið allan daginn. Var maður með honum að nafni Þorsteinn, einnig frískur vel, því aðrir gátu eigi fylgt Eiríki. Þeir mæltu sér mót í Sauðakofa á Vesturöræfum. Eiríkur gekk bak við...
Eiríkur Sigurðsson eltur
Sagt frá fjölskyldu Erlings. Hann var sagður skyggn og sá bæði fylgjur manna og huldufólk. Hann fylgdist með þegar huldufólk breiddi hey til þerris þá kom þurrkur, þó litið hefði út fyrir vætu. Smám saman fóru menn að taka mark á sýnum Erlings í sambandi við veður. Alltaf sá Erlingur fylgju prestsins. Það er sagt frá mönnum sem náðu í gull í...
more ...
Dulsýnir Erlings
Á 17. öld, í tíð Böðvars prests á Valþjófsstað, bjuggu systkin tvö, Jón og Sigríður, í Víðivallagerði í Fljótsdal. Jón hét sýslumaður í Múlaþingi á þeim tíma og þótti hann refsiglaður og harður. Eitt vor komst sá kvittur á að Sigríður gengi með barn bróður síns, vildi sýslumaður grennslast um málið en prestur lét kyrrt liggja, því hann var vinveittur...
ÚTILEGUMANNASÖGUR. Fjallabyggðir útilegumanna: Systkinin frá Víðivallagerði
Benedikt Erlingsson í Fljótsdal var hestamaður mikill og átti góða og vel alda hesta. Hann frétti eitt sinn af fola einum sem var svo ólmur að enginn reið en úrvals hestefni að öðru leiti. Falaði hann hestinn til kaups og fékk að prófa. Þaut folinn strax af stað og var stjórnlaus, en brátt náði Benedikt stjórninni og stýrði honum þá ofan í...
Benedikt í Fljótsdal.
Sú sögn er gömul að á miðöldum hafi verið mikill samgangur milli Austurlands og Suðurlands eftir öræfum og óbyggðavegum. Bóndi einn í Fljótsdal var auðugur og vinsæll og átti 18 ára son. Var hann atgervismaður mikill. Átti bóndi skreið í Öræfasveit og fór sonur hans að sækja hana. Lagði hann af stað síðla sumars og fór úr Suðurdal í Fljótsdal með hesta....
Sögn af Fljótsdæling og fjallabúa.
Milli Nálhúshnjúka og Þjófahnjúka í Snæfelli er dalur er nefnist Þjófadalur og rennur eftir honum á er nefnist Þjófadalsá. Um örnefni þessi er til gömul saga er e.t.v. hefur staðið í sambandi við sagnir um Eyvindarfjöll, Þrælaháls og Herjólfshaug. Munnmæli nefna að Svarthöfði nokkur hafi búið á Valþjófsstað í Fljótsdal í fornöld. Segja sumir að hann hafi...
more ...
Sögnin af Snæfellsþjófunum
Þegar Björn sýslumaður vissi að þeir bræður fengu ósigur fyrir Páli hugðist hann yfirstíga hann með draugsendingum. Um þær mundir fór Páll frá Kleif að Þorgerðarstöðum, fyrirvinna til ekkju er þar bjó og gekk síðan að eiga hana. Hún átti son er Eiríkur hét. Ásmundur hét heimamaður Björns sýslumanns. Hann þótti all-fjölkunnugur og lá orð á að þeir Björn...
Fyrr á öldum, eftir tilkomu stóra-dóms, voru systkin ein á vist í Fljótsdal. Voru þau einkar samrýmd, og vel látin. Eitt vor var stúlkan greinilega ófrísk og grunur lék á að bróðirinn ætti barnið. Var síðar talið að prestarnir á Valþjófsstað og Hofi í Álftafirði, sem voru skólabræður, hefðu hjálpað þeim að flýja og leynast til fjalla í mörg ár. Varð...
Saga Víðidals eystra. II. Sagnir og munnmæli
3. Systkinin frá Víðivallagerði
Frá Merki mun Páll hafa farið að Kleif í Fljótsdal því þar var hann fyrirvinna systur sinnar. Reyndist Páll henni vel en þó var hann svo latur að sagt er að hann sæti á þúfunum þegar slá átti túnið og skæri með sjálfskeiðung sínum í kringum sig. Þegar Páll var kominn að Kleif var það eitt haust að hann var staddur á Þuríðarstaðadal ríðandi ágæta gæðingi...
Leti Páls