610 results
Þarna var lítið um álagabletti. Engir staðir sem eru kenndir við fornmenn nema þeir sem getið er um í Njálu.
Heimildarmaður þekkir einhverjar sögur af álagablettum, en segir þær ekki hér
Spurt um álagabletti í Króksnesi. Blettur hjá Hverá sem ekki mátti slá. Heimildarmaður heyrði að bletturinn hefði einu sinni verið sleginn af Ásgeiri sem bjó á Krossnesi og hann missti hest
SÁM 90/2323 EF
Á klettahrygg norðan við Iðu má alls ekki skera torf því þá drepst snemmbæran. Engir álagablettir voru í Gnúpverjahrepp.
SÁM 90/2182 EF
Eitthvað var um álagabletti í Reynishverfinu. Blettur sem ekki mátti slá, mögulega uppi í fjallinu, nálægt Bjallanum. Bjallinn var staður þar sem fiskur var þurrkaður.
Bóndinn í Gaulverjabæ sló álagablettinn og varð veikur í hendinni
SÁM 92/2592 EF
Álög á Kötlum á Litluborg. Fyrsta árið sem heimildarmaður og maðurinn hennar bjuggu þar hafði hann slegið álagablett þar og reiðhesturinn þeirra fannst dauður veturinn eftir.
SÁM 88/1607 EF
Álagablettir voru í hverju túni og mátti ekki slá þá. Heimildarmaður vissi ekki til þess að eitthvað gerðist ef þeir voru slegnir.
SÁM 84/210 EF
Ekki heyrði heimildarmaður talað um álagabletti í landi Mýra. Á Signýjarstöðum átti að vera hrossaganga og mótaka.
SÁM 85/269 EF
Spurt um álagabletti: allir forðuðust þá, skepnur lágu dauðar á blettunum ef eitthvað hafði verið átt við þá
Um Hálsvatn, þar átti að vera útburður og einnig voru álög á vatninu
Máná veit eg væna, Vola-heitir-dalur, Breiðuvík má búa, ból er á Sandhólum [...] ATH: Þulan er mun lengri
Gömul þula um Tjörnes
Sögn um Guðmund vinnumann á Smyrlabjörgum, sem hélt sig hafa lært galdur
SÁM 91/2414 EF
Sagt frá manni sem hafði mörg skrýtin orðatiltæki og þau voru sett saman í nokkurs konar þulu: Andraða, mælaða, pirraða, prjónaða
SÁM 90/2084 EF
Þorsteinn tól varð fyrir álögum tröllkonu af því að hann var að glenna sig í sporin hennar
SÁM 92/3072 EF
Spurt um galdrapresta en Sigríður segir frá öðrum prestum; segir síðan frá Kambsráninu, álögum á fólk og öðrum óværum.
Spurt um álagabletti. Heimildarmaður þekkir enga. En eitthvað var talað um álög á Reykholtshver. Hann átti að flytjast undir hjónarúmið í Reykholti.
Spurt um álagabletti, sem eru engir, en sagt frá fyrri ábúendum Halldórsstaða sem voru prestar
Spurt um álagabletti og huldufólk. Heimildarmann dreymdi huldufólk og segir huldukonu vera í Stekkjarhjallanum með fjölskyldu sína.
SÁM 91/2477 EF
Samtal um galdratrú: sendingar, magnaðir draugar, særingar á blöðum og varnargaldur
SÁM 85/530 EF
763