Organizations
Keywords
There are no Keywords that match this search
Danish Keywords
There are no Danish Keywords that match this search
Dutch Keywords
There are no Dutch Keywords that match this search
German Keywords
There are no German Keywords that match this search
Place Mentioned
There are no Place Mentioned that match this search
Place of Narration
Show More Place of Narration
Narrator Gender
There are no Narrator Gender that match this search
Um aldamótin 1800 bjó bóndi, Jón að nafni, í Möðrudal og þótti vaskleikamaður. Eitt sinn í sláttarbyrjun er Jón var að ganga við fé sá hann för eftir menn og hesta fram hjá bæ sínum og lágu þau í stefnu til Vatnajökuls. Fylgdi bóndi slóðinni þar til sandfok máði hana út, en Jón lagði síðan á hest sinn og reið til Vopnafjarðar að grennslast um...
ÚTILEGUMANNASÖGUR. Útilegumenn á ferðallögum: Jón í Möðrudal og útilegumennirnir
Þegar Árni prestur Halldórsson bjó á Möðruvöllum móti amtmanni Grími var það eitt sinn að kelling ein gömul var þar grafin sem Guðrún hét. Hjá prestinum var drengur einn gjálífur og ógætinn. Fer hann að leiði kellingar og mælir til hennar slæmum orðum og manar hana að koma upp; var þetta á fárra viti á staðnum. Kvöldið eftir á vökunni fer drengurinn að...
Kerlingin á Möðruvöllum
Prestur þótti undarlegur í háttum og forn. Gestir sem komu til hans hæddust að honum á næsta bæ, allir nema einn. Þegar þeir komu til baka gaf prestur honum gjafir og sagði það vera fyrir að hæðast ekki að sér þegar hinir gerðu það.
Vitneskja Narfa prests
Bjarni Jónsson var síðastur prestur í Möðrudal; síðan hafa þar þjónað ýmist [prestar] frá Hofi eða Hofteigi. Til hans telja menn ættir sínar. Kona Þórðar prests Högnasonar á Kirkjubæ í Hróarstungu, Guðný Gunnlaugsdóttir, var skammt frá honum, einföld kona mjög, og fleiri.
Upphaf Bjarna prests var lítið; hann var fjósadrengur lítilhæfur á Skriðu í...
Maður nokkur fjölkunnugur og ómenntaður, ræður sig í vinnu hjá presti og hans konu. Prestur deyr og giftist þá vinnumaður prestsekkjunni og tekur að sér preststarfið. Kona prests deyr og biður hún einginmann sinn um að kvænast ekki því hún myndi ekki unna neinni að eiga hann. Hélt prestur loforðið í nokkurn tíma en giftist svo. Gekk þá kona hans aftur,...
more ...
Sagan af Möðrudals-Rönku
Maður nokkur er nefndist Andrés bjó á Jökulsdalsheiði ásamt Unu konu sinni og mörgum börnum þeirra. Þau voru fátæk en vel látin. Missti hann konu sína 1865 og fluttist þá að Einarsstöðum í Vopnafirði og tók saman við aðra konu. Ekki líkaði börnum hans ráðahagurinn þannig að ári seinna fór hann að búa með Þóru á Fögrukinn í Möðrudalslandi. 1868 skar...
Andrés á Gestreiðarstöðum og mannskaðinn í Möðrudal 1869
Hér segir frá Gísla Einarssyni sem bjó að Höskuldsstöðum í Breiðdal kringum aldamótin 1700. Hann þótti mikilshæfur maður og var þríkvæntur. Gísli var lögsagnari Jóns sonar Þorláks biskups sem þá hélt Múlaþing. Gísli sonur hans lærði til prests og fékk Desjamýri í Borgarfirði eystra 1714. Þegar hann var á leið þangað gisti hann á Möðrudal á Fjöllum en þar...
Þáttur af Árna skáldi Gíslasyni. Frá Gísla og Brynjólfi.
Sagt er að eftir að Jón sterki Sigurðsson fékk Möðrudal hafi útilegumenn gert vart við sig og synir hans Jón og Sigurður hafi orðið varir við þá. Átti Jón að hafa elt einn þeirra ofan í dal og glímt við hann og yfirunnið og dvalið þar um tíma. Sigurður bróðir hans var eitt sinn staddur fram til öræfa að kveldi dags og sá þá stúlku allferlega. Elti hann...
Sögn um Möðrudalsbræður og útilegumenn