33 datasets found
Place of Narration: Vopnafjörður
Sagt er að Þorsteinn hinn sterki hafi komið úr kaupstað á Vopnafirði í kvöldmyrkri. Sýndist honum ferlíki eitt mikið koma úr sjónum sem var eins og tvær ámur sem hvolft væri saman. Fældust hestar hans við þessa sýn.
Lítið eitt fyrir 1900 fóru Vopnfirðingar fjallgöngur sínar sem lög gera ráð fyrir. Hitti þá einn þeirra á blett skrítinn inn á Tunguheiði. Voru á honum óljós mannvirki. Plokkaði hann upp torfuna og fann þar jarðhús undir. Var þar geymt nokkuð af sauðaslátri. Hitti hann félaga sína og sagði þeim sem var, sem og trúverðugum mönnum þar í sveitinni. Var farið...
Svokölluð hafmús tilheyrir tannhvölum. Sjómenn segja hana háa sem burst framan til með löngum skoltum, smálækkandi og mjókkandi aftur í löngum, sterkum hala. Margar sagnir voru af henni áður en núna sést hún sjaldan. Sagt er að fyrr á tímum hafi oft komið miklar hvalavöður í Vopnafjörðinn og komu þá stundum margar hvaltegundir saman og var þá hamagangur á...
Jón Jónsson selaskytta kom eitt sinn auga á eitthvað í fjörunni sem hann hélt í fyrstu vera sel. Hann skaut á þetta en sér þá að þetta er ekki selur, ásýndin var flöt við, eigi ólíkt og á manni og lámar áþekkastir mannshandleggjum er sýndust bera herðarnar ofurliði og aðra stærð. Vera þess hvarf svo í sjóinn. Talið var að þetta hefði verið sædvergur.
Skotið á sædverga
Vinnudrengur var sendur milli bæja. Hann fékk vont veður og skilaði sér ekki á tilsettum tíma. Unga stúlku dreymdi að til hennar kæmi ungur maður sem hún þekkti ekki og segði að hann væri á stað sem hún vissi ekki að væri til. Lík vinnumannsins fannst á þeim stað um vorið.
Hinn látni segir til sín
Heimildarmaður þessarar sagnar var eitt sinn að flytja heim afla á hestum frá Vopnafirði og hafði með sér unglingspilt. Þeir áðu á leiðinni og er þeir lögðu af stað aftur, vantaði einn gráan hest. Pilturinn fór að leita hans, en Jón hélt áfram og er hann kom á leiðarenda var Gráni kominn þangað. Skömmu síðar kemur pilturinn heldur úrillur og sagðist hafa...
Árni sonur Hjörleifs var rammur að afli eins og faðir hans og segir að hann hafi léttilega borið lýsistunnu og borið frá bátnum í búðina á Vopnafirði. Fleiri sögum fer af hreysti Árna. Guttormur Þorsteinsson prófastur á Hofi og bróðir sr. Hjörleifs sem var á Desjamýri gerði Hjörleifi eitt sinn boð að finna sig. Sagt er að hann hafi viljað sætta sr....
Hafnarbræðra þáttur. Aflraunir Árna og vöruflutnngar.
Drengir hlupu niður að sjó að kveldlagi að leika sér. Þeir fóru meðfram ströndinni þar til þeir komust eigi lengra og snéru við heim. Þá sáu þeir ferlíki mikið er líktist manni en var mikið stærra. Hann stóð í veginum fyrir þeim, en var kyrr og hreyfði sig eigi. Drengirnir urðu hræddir en komust fram hjá honum og hlupu heim.
Hafmaður hjá Vindfelli
Ólafur Erlendsson hét maður sem flakkaði um Norðurland og Austurland. Var hann mjög hraðmæltur í bundnu máli. Varð hann líkþrár á efri árum og var mönnum þá ekki um flakk hans en fáir urðu til að höggyrðast við hann, því hann var talinn kraftaskáld.
Maður sá er Móri fylgdi fór oft einn til veiða, eitt sinn réri hann hratt eftir firðinum og stór hnýfill á eftir manninum, var sagt að þetta hefði verið ein af glettum Móra ásamt því að sitja aftan við manninn þegar hann var á hestbaki.
Eins og fyrr segir lagðist verslun á Hánefsstafaeyrunum niður að mestu leyti litlu eftir 1800. Þurftu menn þá að sækja annað til að versla. Sagt er frá verslunarferð Hafnarbræðra til Vopnarfjarðar. Þar hittu þeir Guðmund sýslumann sem þeim var heldur í nöp við. Sérstaklega var kalt á milli Guðmundar og Hjörleifs. Guðmundur gerði allt sem hann gat til að...
Hafnarbræðra þáttur. Hamfarir Hjörleifs við Guðmund.
Sögumaður (Hólmfríður) kynnist manni (Friðfinni) og héldu margir að hann hefði hug á henni. Um veturinn lenti hann í miklu illviðri á heimleið úr Vopnafirði. Sömu nótt dreymir Hólmfríði að maðurinn komi til hennar og vill hann fá að komast upp í rúmið því honum væri svo kalt. Stökk sögumaður þá úr rúmi sínu. Eftir þetta sá hún honum alltaf bregða fyrir...
Sú var trú á Vopnafirði áður fyrr, að enginn gæti verið verslunarstjóri þar meira en tug ára, nema að bíða tjón á lífi og heilsu. Fram undir 1890 voru verslunarstjórar eða faktorar danskir. Einn faktora þessara hét Iversen. Var hann fáskiptinn, gekk jafnan í lafafrakka eða jakket, með harðkúluhatt á höfði. Þá var fiskigengd mikil í firðinum og svo vel...
Guðmundur Pétursson sýslumaður í Krossavík átti skip sem ætlað var fyrir rekaviðsflutninga. Fóru menn aðeins eina ferð á því, vegna þess hversu þungt það reyndist í vöfum. Var það svo sett á land í Vopnafjarðarkaupstað og kallað „Lurkur“ og kom aldrei á sjó síðan. Þar hvolfdi það svo árum skipti. Eitt haust kom Hjörleifur sterki í Vopnafjarðarkaupstað og...
Þáttur af Hjörleifi sterka, 5 af 8.
Bjarndýr kom einu sinni af ísum inn í Vopnafjörð. Bóndi er þar bjó sleppti út rauðum gæðingi sínum og tókust þeir á hesturinn og bjarndýrið. Lauk þessum bardaga með því að bangsi lét lífið en hesturinn varð óhæfur fyrir grimmd og skap.
Sólrúnu, móður heimildamannsins, dreymdi konu koma til sín sem gaf henni medalíu sem hún sagði vera 14 ríkisdala virði. Seinna í draumnum fannst Sólrúnu hún hafa týnt medalíunni og í staðinn væru þrír silfurpeningar en einn var fölur. Seinna trúlofaðist Sólrún en maðurinn dó 14 árum síðar. Þau áttu þrjú börn en eitt dó í æsku. Þannig rættist draumurinn.
Draumur Sólrúnar
Ljótur og Lýtingur bjuggu hvor sínu megin háls þess sem er á milli Vesturárdals og Selárdals í Vopnafirði. Þeir urðu missáttir af landaþrætu, hittust á fjallinu reiðir, börðust og féllu báðir og eru haugar þeirra hvor hjá öðrum mitt á milli dalanna. Þykir líklegast að þeir sem verndarvættir hvors dals varni því að fleiri fari þar sömu leiðina.
Hólmfríður þótti ófresk og jafnan rættust spár hennar um mannslát og gestakomur. Hún sá fylgjur manna og sumar stríddu henni.
Sjónir Hómfríðar Guðmundsdóttur
Á milli Krossavíkanna er örnefni við sjó sem kallast Þinghöfði. Þar hjá rennur Vopnaá í sjóinn og er sagt að hún dragi nafn sitt af Vopnahóli sem talinn er vera fornmannahaugur. Þar þótt reimt og er sagt að bóndinn í Syðrivík hafi eitt sinn naumlega sloppið undan forynju á ferð sinni þar.
Kristjáns er næst getið sem fulltíða vinnumanns austur í Vopnafirði. Er sagt hann hafi frétt þangað lát frænku sinnar, sem grunur lék á að hefði dáið af mannavöldum norður í Fnjóskadal. Fylltist Kristján hefndarhug til banamanns stúlkunnar og hélt gangandi af stað norður yfir fjöll. Gisti hann fyrst á bæ undir Dimmafjallgarði en lenti daginn eftir í...
Frá Kristjáni fótalausa: 2. Kristján frýs úti og missir limi.