15 datasets found
Place of Narration: Vesturland None: humour
Ungur smaladrengur varð vitni að huldufólksbyggðum. Tvær konur, ung og gömul voru þar að baka brauð. Sú gamla kvað vísu og eftir það og eftir það hvarf sýnin drengnum.
Kaupmaður einn á Vesturlandi hafði flutt inn byssu. Hornstrendingur kom til hans og bað hann að selja sér byssuna og tók kaupmaður því vel. Þá kom Bjarni nokkur inn í búðina og bað kaupmann að selja sér hana. Fór svo að lokum að Bjarni fékk byssuna. Hornstrendingurinn heitaðist við Bjarna. Vornótt eina fór Bjarni út á vog að skjóta kópa. Áður en langt um...
Á Vesturlandi bjó bóndi nokkur. Hann bjó allnærri veiðivatni. Hann hafði beðið konu sína að gefa sér aldrei nokkurs manns leifar og lofaði hún því. Liðu svo fram tímar. Einhverju sinni bar svo við að Galdra-Brandur kom á bæinn, en fátt var í vináttu með bónda og honum. Bóndi var ekki heima. Konan lagði á borð fyrir hann silung og brætt smjör. Brandur...
Á síðari helmingi 19. aldar var klerkur á Vesturlandi og þótti hann ágjarn á heimsins gæði en var þó fremur efnalítill. Gekk einum landsetum kirkjunnar illa að standa í skilum og gerði prestur sér ferð til að krefja hann um smér. Sagðist landsetinn ekkert smjör eiga. Þá sagði prestur að fátækir ættu ekki að smakka smjör og er það síðan máltæki víða um...
Karl nokkur á Vesturlandi var mjög óðamála og mismælahætt og kom ýmislegt skondið úr hans munni.
Kímilegt orðalag
Gull-Þórir barðist við Ísfirðinga og drápu þeir hann. Báðar hendur hans voru hoggnar af og steypist hann í foss með ýmsu af auðæfum sínum.
Bræður tveir voru á Vesturlandi að nafni Páll og Þórður. Bjó faðir þeirra hjá Páli. Var faðir þeirra ríkur en þeim bræðrum þótti hann alltof lífseigur. Stóðst hann alla sjúkdóma. Einu sinni þegar Þórður kom til bróður síns tilkynnti hann lát föður þeirra. Sagði Páll þá að það væri fallegt.
Á Vesturlandi var mjög ríkur maður og stórbokki í lund. Hann átti eina dóttur og hafði hún fellt ástarhug á manni, ótignari sér, en faðir hennar þversynjaði ráðahagsins. Einhverju sinni um sumarið ætlaði faðir hennar að halda nokkrum vinum sínum veislu. Hann skrifaði boðsbréf í allar áttir, en var ekki búin að senda þau þegar dóttir hans kom ofan. Hún las...
Um seinan
Í fyrndinni, þegar hallærin gengu sem mest, flosnuðu upp hjón með fimm börn á Vesturlandi. Þetta var fyrri hluta vetrar. Bóndi lagði nú af stað með fjölskyldu sína eitthvað út í bláinn. Eitt kvöld komu þau að fjárhúsum, sem voru full af fé. Þar setti hann konuna og börnin í heytóftina, en gekk sjálfur heim til bæjar að fala sér vistarveru. Bóndanum, sem...
Svo má einn eyða, að sjö geti við lifað
Eitt sinn voru Arnþóri sendir 12-16 sveinar af Vesturlandi og áttu þeir að taka bæinn Sand upp með Arnþóri og flytja vestur. En þeir komust ekki nema að fljótinu, gengu þar um gólf og mæltu fyrir munni sér (sjá Vísur). Þegar Arnþóri leiddist nauðið í þeim fékk hann rauðan sokkbol hjá konu sinni, fyllti hann af saur, fór svo með hann til sendisveinanna og...
Í tíð Karítasar sigldi guðfræðingur af Vesturlandi til Kaupmannahafnar í nám. Átti hann heitstúlku heima, og skrifuðust þau á meðan hann var úti og héldu tryggð hvort við annað. Þegar hann hafði lokið námi varð hann að fara til Austfjarða sem meðhjálpari hjá öðrum presti. Varð hann ástafanginn af dóttir prestsins og skrifaði því fyrri kærustu...
Á Vesturlandi var mjög ríkur maður er átti gjafvaxta dóttir. Hafði hún fest ástarhug á manni er ótignari var, og faðir hennar hafði þversynjað ráðahagsins. Eitt sumarið ætlaði faðir hennar að halda vinum sínum veislu og ritaði þeim boðsbréf. Er dóttirin sá utanáskriftirnar sagði hún að þar væri ekkert bréf til unnusta síns. Sagði þá faðirinn að hann...
Fyrri sögnin segir frá að bóndi nokkur gat ekki farið með mönnum sínum á sjó vegna veikinda. Eitt sinn skall á óveður er mennirnir voru nýrónir. Sýnist nú bónda sem allir mennirnir gangi að sjóbúðinni og hverfa þar inn. Gengur nú bóndi til þeirra, sér hann þá að þeir eru allir í rennvotum sjóklæðum en berhöfðaðir. Hann ávarpar þá en allir þegja, sér hann...
Bóndi nokkur á Vesturlandi bjó allnærri veiðivatni. Hann hafði beðið konu sína að gefa sér aldrei nokkurs manns leifar, og lofaði hún því. Einu sinni kom Galdra- Brandur á bæinn en fátt var með honum og bónda. Bóndi var ekki heima og bar konan fyrir hann silung og smjör. Brandur bylti aðeins við einu stykkinu, en smakkaði ekki. Kona hugsaði að ekki mundi...
Í tíð Karitasar sigldi ungur guðfræðingur frá Vesturlandi til háskólans í Kaupmannahöfn. Hann var trúlofaður bóndastúlku og skrifuðust þau á öll árin sem hann var erlendis og héldu tryggðum. Þegar hann hafði lokið námi varð hann að fara til Austurlands. Þar var prestur sem vantaði meðhjálpara og tók hann starfinu fegins hendi. Prestur þessi átti dóttur og...
Kona sprakk af sorg