44 datasets found
Place of Narration: Vestmannaeyjar Norðurland
Finna hét skáldkona á Norðurlandi. Eitt sinn fékk hún far yfir fjörð en hundur hennar fékk ekki að vera um borð svo hann synti á eftir bátnum þar til hann sprakk. Hún mælti þá vísu til formanns (sjá vísu 1) sem varð mállaus. Sunnlendingar færa þessa sögu upp á Sigurveigu skáldkonu úr V-Skaft. Hún gekk á bát með sjómönnum er fóru til Vestmannaeyja....
Finna skáld og Sigurveig skáld
Bóndi á bæ einum á Norðurlandi hélt tvo vinnumenn, Sigurð og Jón. Hvarf eitt sinn fé bónda og margra annarra og fannst eigi. Hugðu menn að fjallaþjófar illu þessu. Fór Sigurður að leita fjárins. Kom hann í dal og var þar einn bær. Barði hann þar að dyrum. Kom þar út karl einn illilegur. Sagði Sigurður erindi sitt og að hann hefði séð sumt féð saman við...
Seint á 18. öld var smalastúlka ein á Skagaströnd sem Sólveig hét. Kom hún einhverju sinni til annarra vinnukvenna þar og sagði þeim hún hefði komist undir friðarbogann og óskað sér hún yrði kaupmannskona og hefði nóg efni til að gera gott. Þegar Sólveig varð fullorðin giftist hún beyki norður á Akureyri og eignuðust þau einn son. Mann þennan missti...
Sú trú er norðanlands að selir sæki í ófrískar konur. Þetta nota selveiðimenn sér og taka því oft ófrískar konur sínar með sér á sjó. Þannig ginna þeir selina að bátnum svo auðveldara sé að veiða þá.
Karl, kerling og börn þeirra tvö hétu skrýtnum nöfnum og skömmuðust sín fyrir þau. Ákveða þau eitt sinn að fara til kirkju án þess að minnast á nöfn sín. Gekk það ekki eftir og hló fólkið að nöfnum þeirra.
Börn voru ein heima á jólanótt þegar ófreskja kom inn og heimtaði peninga föður þeirra. Elsti drengurinn fékk honum þá en skaut síðan veruna. Þegar foreldrarnir komu heim sáu þau nágranna sinn dauðan á gólfinu sveipaðan sauðagærum.
Smaladrengur fyrir norðan kom í þoku á mel og fann þar fallegan stein. Hann var þreyttur og svangur og óskaði sér þangað sem menn eiga best og best er til haldið. Þá var hann allt í einu kominn í dýrðlega höll þar sem allt var til alls og hann færður í hin fallegustu föt. En honum leið ekki vel og fannst fólk horfa á hann með vorkunnar- og...
Á fyrstu tugum þessarar aldar var ljósmóðir í stóru byggðarlagi norðanlands sem var orðlögð fyrir heppni og nærfærni. Flestar konur ólu börn sín heima þar sem langt var til læknis og torsótt að komast á sjúkrahús. Hún var stundum spurð um ástæðuna fyrir velgengni hennar í starfi. Hún svaraði því til að þegar hún var nýkomin til starfs beint úr skóla þá...
Einu sinni fór maður einn af Norðurlandi til róðra suður á land ásamt fleirum öðrum. Maður þessi hét Jón og var heldur lítilmenni, en góðsamur og meinlaus. Þegar þeir félagar komu suður á fjöll skall á þá blindhríð. Varð Jón fljótt viðskila við samferðamenn sína og villtist svo hann vissi ei hvar hann fór. Kom hann loks eftir langa mæðu og mikið stríð í...
Börn á bæ einum voru oft hrædd með draug manns sem látist hafði. Þegar foreldrarnir voru að heiman klæddist smalinn hvítri voð og kom upp á loftskörina og þóttist vera draugurinn. Elsti drengurinn tók fjöl og barði hann í höfuðið. Smalans var saknað. Stuttu síðar segir drengurinn móður sinni frá draugnum og fannst svo smalinn dauður í fjósinu. Börnin voru...
Eitt sinn var bóndi úr Landeyjum við róður í eyjunum í Norðurgarði. Hann var að koma inn yfir Leiðina í góðu veðri til lands. Þegar þangað kom flykktust að honum hásetar og heimtuðu af honum Leiðarskyldutollinn. Var hann tregur til að greiða tollinn og hafði ekki vitað af þessari kreddu. En hann lét sig að lokum og keypti þriggja pela brennivínsflösku sem...
Sjómannagleðjur ýmsar. Leiðagjöf.
Í sögnum er það haft að Páll prestur skáldi sem var í Vestmannaeyjum hafi eitt sinn kvatt Geir biskup með vísu.
Páll skáldi og Geir Vídalín
Séra Jón Högnason dreymir fyrir um dauða sinn. Reyndar heldur hann að hann eigi fjörutíu mánuði eftir en það reyndust vera fjörutíu dagar.
Þú átt rétta fjörutíu eftir
Það var siður að biðja sjóbæn áður en haldið var í róðra. Þá mátti skipið ekki liggja rétt á róðrarleið á meðan. Guðmundur hét formaður einn í Vestmannaeyjum og vildi hann leggja þennan sið niður. Aðrir voru ekki hrifnir af því en formaðurinn sat við sinn keip. Lét hann róa út meðan lesin var sjóbænin. Sagt er að hann og annar formaður hafi verið áminntir...
Gangnaeyrir var sá hlutur nefndur sem menn fengu sem fóru til fýla- og súlnaveiða. Þeir máttu velja þrjá fýla úr kösinni og selja þá og eiga peninginn þó þeir væru í annarra manna þjónustu, því þessir fýlar komu ekki við aðalhlutnum. Þessir fuglar þóttu betri en aðrir fuglar og voru kallaðir keppfýlar.
Hér er farið yfir þann atburð er gerðist 16. maí 1901 þegar skipið Björgólfur fórst með öllum innanborðs, nema einum manni sem náðist að bjarga og var það Páll Bárðarson. Líka eru taldir upp þeir sem létu lífið og eru það einstaklingar sem sögurnar hér á undan hafa fjallað um. Margir reyndust sann spáir um þá drauma sem þeir dreymdu.
Skiptapinn (Skiptapinn við Vestmannaeyjar hinn 16. mai 1901: XII)
Hrafn bjargaði ungri stúlku þegar skriða féll á bæ hennar en hún hafði ætíð verið góð við hrafna.
Melkior Bjarnason var vinnumaður hjá afa Torfhildar og hafði móðir hennar einhverju sinni fest hnapp í föt Melkiors. Melkior var síðar í fuglabjörgum í Vestamannaeyjum og hrapaði í lausagöngu. Svo vel vildi þó til að einn hnappurinn festist á klettasnös og hékk Melkior þarna á hnappinum þar til sigmennirnir komu honum til hjálpar.
Á vertíðinni 1922 var Gunnar M. Jónsson vélamaður á vélbátnum Njáli frá Vestmannaeyjum. Vildi meðeigandi bátsins endilega fá hann með á næstu vertíð, en jafnan sem hann leitaðist eftir því við Gunnar, færðist hann undan að gefa svar. Hringdi meðeigandinn tvisvar í Gunnar, og í seinna skiptið sagði hann Gunnari að hann yrði að gefa ákveðið svar næst þegar...
Ungur piltur sér fyrirboða og reynir að hamla að piltur sem var góður vinur hans fari á vertíð en allt kemur fyrir ekki. Pilturinn ferst ásamt fleirum. Faðir piltsins var prestur í Eyjum og varð hann var við að sjómenn voru komnir til hans en þegar hann ætlar að ganga til þeirra voru þeir allir horfnir. Litlu síðar fréttir prestur að sonur hans og áhöfnin...