31 datasets found
Place of Narration: Vestmannaeyjar
Skömmu eftir seinustu aldamót átti Jón ríki Barkarstaði í Fljótshlíð og bjó þar. Hann langaði að koma sér upp færikvíum og fór að höggva við í Bæjargilinu. Nóttina eftir dreymdi hann konu sem bað hann um að höggva ekki meir. Hann hlýddi því ekki. Daginn eftir hélt hann áfram að höggva. Nóttina eftir dreymdi hann að sama konan kæmi aftur og allt fór á sama...
Þegar séra Jón Torfason var kapellán hjá föður sínum, séra Torfa á Breiðabólstað, réri hann stundum úti í Vestmannaeyjum á vertíðum. Var þá kona hans og barn á Flókastöðum og skrifaði hann konu sinni þegar hann gat. Einu sinni var hann að skrifa henni, en hljóp frá bréfinu. Þegar hann kom aftur var búið að skrifa þessa vísu undir (sjá Vísur).
Hrekkur Breiðfjörðs
Jórunn bjó á Höfðabrekku í Mýrdal. Hún var ógurlega stórlynd. Vinnumaður barnaði dóttur hennar og varð hún svo grimm af því að hún heittist og dó, gekk síðan aftur og sótti að manninum. Honum var ráðlagt að fara út í Vestmannaeyjar og vera þar í tuttugu ár, þá yrði hún úrdauð. Hann var burtu í nítján ár því hann undi ekki lengur og fór í land. Jóka tók á...
Mörg eru sævítin sem ber að varast og eru hér tvö dæmi af nokkrum. Ekki má vera saur eða óþverri af landi í bát því þá fiskast illa. Maður í Vestmannaeyjum hafði lengi verið aflasæll en svo breyttist það þó aðrir öfluðu vel. Formaðurinn lét leita undir þiljum og var þar fullt af saur. Báturinn var hreinsaður og blessaður og fiskaðist þá vel eftir það....
Ögmundur ólst upp í Auraseli hjá afa sínum og ömmu. Hann var skyggn og bað ávallt um mat handa öllum leikfélögunum en enginn annar sá þá. Hann var námsfús og kvæntist um þrítugt og eignaðist 12 börn. Eitt sinn var hann að ræða við Jón um aðra heima og taldi Jón það ekki vera til. Morguninn eftir var hann á öðru máli því að hópur framandi fólks hafði hitt...
Fyrir löngu átti maurapúki nokkur heima í Holtssókn undir Eyjafjöllum. Áður en hann hrökk upp af, gróf hann peninga sína í torfu inni á Holtsheiði. Torfan var í nánd við Holtsá og mun nú vera komin í ána. Maurapúkinn var grafinn að Holti og eftir það sást hann ríða hvert gamlárskvöld inn í heiði til að vitja maura sinna. Þegar Kristín, laundóttir Hans...
Tvær eyfellskar sagnir: II. Svipur í Holtakirkjugarði
Um og eftir miðja 19.öld var þilskipaútgerð með allmiklum blóma á Djúpavogi. Þó lentu þessi skip oft í allmiklum sjávarháska og fórust oft. Vegna þessara tíðu slysfara var farið að smíða stóra róðrar-og seglbáta. Lúðvík Lúðvíksson, bóndi að Hálsi við Hamarsfjörð, smíðaði stóran bát sem hann nefndi "Hamarsfjörður" og átti að stunda fisk-og hákarlaveiðar....
Sjóhrakningur frá Djúpavogi til Vestmannaeyja.
Sigurður bóndi bjó í Borgarhöfn, sem er bæjarleið frá Kálfafellsstað. Einhverju sinni á gamlárskvöld reið hann suður yfir Steinasand og tók sér gistingu á Reynivöllum. Daginn eftir, á nýárskvöld, fór hann aftur heim og kom þá við á Staðnum, kallaði Þorstein með sér á eintal í kirkjugarðinn og sagði honum að Þorlákur bóndi í Borgarhöfn væri feigur og sýndi...
Höfðabrekku-Jóka er alkunnug gömul afturganga á Íslandi. Sumir segja að Jórunn hafi búið á Höfðabrekku og verið skapill. Sonur hennar átti barn í lausaleik og varð Jórunn mjög reið út í hann fyrir það og hét að drepa hann hvort sem hún væri dauð eða lifandi. Þegar hún dó sótti hún svo að syni sínum að honum var ráðlagt að fara til Vestmannaeyja og vera...
1. Bóndi nokkur úr Landeyjum sem var kunningi Eiríks prests kom eitthvurt vor sunnan ur Njarðvíkum í lok ríðandi því hann hafði haft hjá sér hestinn um vertíðina. Hann kom að Vogsósum; Eiríkur er úti og fagnar honum vel og mælti: „Ertu vel ríðandi heillin góð?“ Bóndi kvað það ekki vera, kvað hestinn bæði magran og illa járnaðan. Eiríkur mælti: „Þú þarft...
Friður hét sexæringur, sem smíðaður var um 1840 af Einari Ísleifssyni, bónda á Seljalandi undir Eyjafjöllum. Fyrsti formaður Friðar var Árni Indriðason, vinnumaður á Seljalandi. Síðar var Friður seldur til Vestmannaeyja og breytt í áttæring. Formaður Friðar í Eyjum var Lárus Jónsson á Búastöðum. Friður var keyptur til Eyja með bitavísu á (sjá vísa 1)....