17 datasets found
Place of Narration: Vallanes
Bóndi var næturgestur á bæ er hann heyrði raddir 4-5 manna talast við í kirkjugarði. Nokkru síðar dóu fimm manns á heimilinu með stuttu millibili og voru þau öll grafin þeim megin í kirkjugarðinum sem raddirnar höfðu heyrst.
Raddir fimm í kirkjugarði
Ýmsir siðir tengjast meðferð látinna. Það var siður að vaka yfir líkum. Stúlka vakti yfir líki galdramanns. Þá reis hann upp og kvað vísu. Stúlkan braut hann á bak aftur og gekk þannig frá honum að hann lá kyrr eftir það. Þetta var ein ástæðan fyrir yfirsetunni, en aðallega mun þetta hafa verið helgivenja og til varúðar ef líf skyldi leynast með þeim er...
Hornfirðingar reiðast presti einum og vekja upp draug og senda presti. Prestur verður var við drauginn þegar hann ætlar að ganga úr kirkju, kastar drauginn fram fyrri part kvæðis og byrja þeir að kveðast á. Prestur bjargar sér með því að svara ætið draugnum með vísuorði og komst hann undan draugnum.
Maður var fenginn, einu sinni sem oftar, til að lesa bæn við messu. Að þessu sinni brást hann og mundi ekki einu sinni Faðirvorið. Hann dó skömmu síðar.
Prestur nokkur lenti upp á kannt við höfðingja því ekki vildi hann giftast dóttur höfðingjans, drakk hann vín hjá þeim feðginum og varð geðveikur eftir það, einnig átti draugur að ásækja hann, reynt var að særa frá honum anda þann er hann hefði átt að fá í meðalinu og tókst það að lokum.
Til er orðtakið Sætur er sjódauði, vesæll vatnsdauði. Sagt er frá manni er komst einn líf af úr heilli skipsáhöfn. Hann kvað svo að þetta hefði verið sú sælasta og sætasta stund sem hann hefði lifað á meðan hann volkaðist í sjónum nær dauða en lífi. Margar svipaðar sagnir eru til um menn sem bjargað hefur verið nær dauðum úr vatni eða sjó og hafa átt...
Sætur er sjódauði, vesæll vatnsdauði
Presti er sendur draugur af óvini sínum, á hann samtal við drauginn, draugurinn þorir ekki að ráðast á prest og fer til baka til sendara síns, stuttu síðar fréttir prestur að óvinur hans hefði látist voveiflega.
Maður var fenginn, einu sinni sem oftar, til að lesa bæn við messu. Að þessu sinni brást hann og mundi ekki einu sinni Faðirvorið. Hann dó skömmu síðar.
Maður var við sumarvinnu á bæ. Eitt kvöld er hann kom heim sagðist hann hafa heyrt þrusk á vissum stað í kirkjugarðinum sem hann vissi að var ekki náttúrulegt. Skömmu síðar dó lítill drengur og var hann grafinn á þeim stað sem þruskið hafði heyrst. Svipað þrusk og verkfæraglamur heyrðist í Höfðabrekkukirkjugarði áður en þar voru grafnir fjórir eða fimm...
Sigurður Jónsson var rímfær og kallaður Fljótsdælaskáld því hann var þar lengst. Hann þótti skáld sinnar tíðar og kvað eitt sinn vísu í veislu af munni fram (sjá vísa 1). Hann kvað einnig vísu um kunningja sinn (sjá vísu 2). Eitt sinn var Sigurður við kirkju undir Ási en presturinn komst ekki frá Vallanesi yfir Lagarfljótið að sökum hvassveðurs. Sigurður...
Sigurður Fljótsdælaskáld
Svo er sagt að Jón prestur Stefánsson í Vallanesi, 1752-1821, hafi fyrstur manna byggt beitarhús við Grímsá þar sem Selland er kallað. Á húsum þessum hafðist við draugur einn, var hann allskartbúinn og kallaður Glæsir. Hann fylgir aðeins þessum húsum og glettist við smala og varnar sauðum inngöngu. Í Hvammi bjó laust fyrir 1900 Jón Vilhjálmsson...
Eitt sinn rak hval við Héraðsflóa á reka Vallaneskirkju. Sr. Jón sendi Hafnarbræðum orð og bað þá að sjá um sölu og úthlutun hvalsins. Sagt var að Hjörleifur væri óspar á hvalinn við fátæka svo presti þótti nóg um en var þó talinn góðgjarn maður að mörgu leyti. Sagt var um sr. Jón að hann mætti ekki á sjó koma svo ekki væri taumur þar kominn síðan hann...
Þess var áður getið að Jón hefir haft orð á sér sem hestamaður. Er svo sagt að honum yrði margt að hestum og all-viðsjált þótti mörgum að hafa hestakaup við hann. Eitt sinn hittust Stefán prófastur Ólafsson frá Vallanesi og Jón í Reyðarfjarðardölum. Prófastur reið gæðingi er hann átti en Jón brúnum fola, prófastur fékk ágirnd mikla á folanum og falaði...
Einu sinni fyrr meir kom margt fólk saman til kirkju undir Ási í Fellum í Múlasýslu. þá hittist svo á að prestur var austur í Vallanesi og fékk sig róinn á bát norður. En á leiðinni brast á ofsaveður svo prestur fórst eða var nærri kominn að því. Var hann hvers manns hugljúfi og rann mönnum þetta mjög til rifja. Þar var þá statt ákvæðaskáld nokkurt er...
B Ákvæði: Ókveðin brú á Lagarfljót.
Á 18du öldinni bjó bóndi undir Heiði í Langanesi er Pétur hét, kallaður prjóna Pétur Synir hans hétu Bjarni og Guðbrandur. Voru þeir atgervismenn. Sá löstur var á ráði Bjarna að hann gerðist skelmir hinn mesti er fram í sótti, einkum við dýr. Hann vildi afla sér fróðleiks og verða auðugur. Lærði hann ýmis töfrabrögð. Fastréð hann að fá sér skollabuxur og...
Þegar Jón Arnórsson var sýslumaður í Múlasýslu og búandi á Egilsstöðum á Völlum varð sá atburður að vinnumaður Péturs sýslumanns Þorsteinssonar er þá bjó á Ketilsstöðum á Völlum[1] var sendur með silfur til smíða suður í Reykjavík, bæði peninga og brotasilfur, því þá var ekki smíðað silfur í Múlasýslu.En þegar maðurinn kom að sunnan aftur fannst hann...
Þetta er eldgömul saga, sem gengið hefur mann frá manni á Héraði og Valtýsvetri heyrði Torfhildur Elínu gömlu Guðmundsdóttur segja frá sem nokkuð þjóðkunnum. Hún var alla ævi austur í Hornafirði. Söguna sagði Sigríður ofan af Héraði og vissi hún hvar dysjar mannanna standa enn í dag. Í fyrndinni var maður sendur af Völlum með peninga að Ketilsstöðum....