10 datasets found
Place of Narration: Snæfellsjökull
Einu sinni var langferðamaður á ferð fram hjá Snæfellsjökli og var aðframkominn af þorsta. Óskaði hann sér því að hann hefði nú eitthvað til að svala sér á og heyrði þá að sagt var í hól einum „Strokkvolgar áfir svala manninum bezt.“ Jafnframt sá hann standa hjá sér fulla könnu af áfum og drakk hann úr henni nægju sína og þakkaði fyrir sig.
Strokkvolgar áfir svala bezt
Snæbjörn var bróðir Hákonar þess sem kvað Reimars rímur. Einu sinni hafði maður týnt lykli frá kistu sinni þrílæstri. Snæbjörn kvað upp kistuna fyrir hann og er þetta vísan: Djöfull, komdu og dragðu upp skrá, dugðu nú við minni bón; eg skal gefa þér af mér tá og eilíflega vera þinn þjón. Við það hrökk upp læsingin. En það er sagt frá Snæbirni að hann...
Bárður hvarf í jökla eftir að hafa drepið bróðursyni sína og lærbrotið bróður sinn. Byggði hann helli og sagt var að hann hafi flutt þangað gull. Bárður var sagður fjölkunnugur og fullur forneskju. Engum tókst að komast í helli hans enda vissu menn ógjörla hvar hann var. Grímur hét maður á Snæfellsnesi sem var fjölkunnugur og var talinn geta fundið helli...
Guðrún bjó að Litla-Langadal á Skógarströnd. Almæli var að þar yrði oft vart við álfa og var hóll einn skammt frá túni sem talinn var álfabær. Eitt sinn komu fjárrekstrarmenn undan Jökli og báðu gistingar og húsa fyrir fé sitt. Þeim var vísað á fjárhús en kindurnar vildu ekki inn. Einn rekstrarmaðurinn gekk inn í húsið og sá þar konu rugga barnsvöggu....
Jón Eiríksson réri jafnan við Búðir og var á vist með bróður sínum. Jólanótt eina gekk hann til kirkju að Staðastað. Jón var drykkfelldur og fór af leið til að biðja um brennivín. Hann varð var við að að maður fór hjá honum og slóst Jón á tal við hann. Jón spurði hann hvaðan hann væri og hvert hann ætlaði. Maðurinn kvaðst vera úr Ölvesi og sagðist vera...
Guðrún bjó á Sólheimum í Laxárdal. Þegar hún var ung, vildi maður undan Jökli, er Hallur hét og síðar nefndur Drauga-Hallur, eiga hana en hún neitaði. Hann vakti þá upp draug og sendi henni. Guðrún fékk verndargrip svo draugurinn vann henni aldrei mein, en hann drap mann hennar. Seinni maður hennar hét Finnur og varð hann líka fyrir draugnum. Einkum var...
Þegar sr. Benedikt Björnsson (d. 1873) bjó í Krossholti sagði hann vinnufólki sínu sögu sem gerðist hafði nokkrum árum fyrr. Miðkona Benedikts hét Guðríður. Bar það til einn vetur að stungið var út úr lambhúsinu og settu vinnumenn taðið á stein sem stóð þar. Næstu nótt dreymdi Guðríði að kona ein kæmi til sín og bað hana um að taðið yrði fært af bænum...
Út frá bænum á Grund liggur graslaus melbrekka, en upp í hana liggur dæld ein grasi vaxin er sagt er að héti Silfurdæld. Á öndverðri 18. öld var á Grund í Eyjafirði Sigfús Þorláksson lögréttumaður. Hann var fjölkunnugur mjög; hann var borinn galdri af Eiríki Jónssyni á Dvergsstöðum árið 1711. Hann átti sökótt við mann undir Jökli vestur. Sá var og hinn...
Jón varð prestur í Nesþingum undir Jökli 1580. Hann bjó á Þæfusteini en árið 1596 bjó hann á Fróðá. Hann bjó lengi í Nesi. Jón var fjölfróður. Sagt er að hann næði sagnaranda upp á Snæfellsjökli og lá hann 6 daga með gapandi munni en hafði líknarbelg úr frumsafrumsa kvígu í munni sér. Þegar hann hafði hamið andann í belgnum lét hann hann í hrosshófsöskjur...
Draugur einn rammur var í Hellisfitjum og hafði aðsetur sitt í Surtshelli. Fúsi og Sigurður voru fengnir til að koma honum niður því þeir voru kraftaskáld. Einn góðan veðurdag lögðu þeir af stað frá Kalmanstungu að Surtshelli. Fúsi tók að sér að gæta hellismunnans en Sigurður fór niður í hellinn. Sigurður tók bók eina og lagði á hellisdyrnar áður en hann...