56 datasets found
Place of Narration: Skálholt
Björn á Silfrúnarstöðum var mikill glímumaður en hann fann hvergi sinn jafningja. Var honum bent á að fara að kotbæ nálægt Skálholti. Gerir hann það og glímir þar við þrjá syni bóndans og launson hans að nafni Gísli. Ganga þeir Gísli í fóstbræðralag. Eftir jól halda Björn og Gísli heim á leið en villast í eyðidal í Ódáðahrauni. Hitta þeir þar stúlku að...
Einu sinni var biskupinn í Skálholti að vísitera í Hvítársíðu í Borgarfirði. Hann var þögull um daginn og bað menn að hraða sér sem mest til að ná tjaldstað, en hann skyldi vera á grundinni hjá Bjarnastöðum við vaðið í Hvítá. Þegar búið var að tjalda og biskupi sagt að allt væri í lagi sagði hann: „Stundin er komin, en maðurinn ekki.“ Í sama bili sást...
Feigðaraðkall
Þórður Vídalín Þorkelsson, bróðir Jóns biskups Vídalín, hefur verið sagður vitur maður. Svo var Þórður kynngifróður að sagt var að hann kynni 8 eða 9 galdralistir eða aðferðir, en svo var hann vandaður að hann grandaði ekki einu sinni flugu með galdri hvað þá öðru. Þórður vann jafnan mönnum bót við draugasendingum og kom í veg fyrir meingerðir með...
Í Biskupstungum var eitt sinn kotkarl sem átti bók nokkra, sem enginn vissi hvað í stæð í, og kvígu. Á dánarbeði sendi hann eftir biskupi í Skálholti og bað hann að þessir hlutir yrðu grafnir með honum. Löngu síðar voru Bogi, Magnús og Eiríkur skólapiltar í Skálholti og vildu þeir komast yfir þessa bók. Þeir vöktu því upp alla í kirkjugarðinum og náðu að...
Jón biskup Þorkelsson Vídalín fæddist að Görðum á Álftanesi 1666. Foreldrar Vídalíns [voru] sr. Þorkell Arngrímsson lærða og Margrét (fædd 1636, deyði 1706) Þorsteinsdóttir, prests í Holti fjörutíu ár († 1668), Jónssonar pínslarvotts, skálds, prests í Vestmannaeyjum (deyði 1727). Margar sögur ganga um Jón biskup Vídalín og skal hér geta þess helzta er ég...
Jón biskup Þorkelsson Vídalín
Einu sinni fóru skólapiltar margir austan úr Þingeyjarþingi og víða annars staðar að af Norðurlandi. Þeir gistu að Hólum í Hjaltadal. Þar var þá biskup eins og lengi hefir verið. Hann átti dóttur eina og var mjög vandlætingasamur um hana. Þetta vissu skólapiltar. Einn þeirra var fátækra manna og komst í Skálholtsskóla fyrir fylgi frænda sinna og annara...
Magnús spítalahaldari og Árni nokkur voru góðir vinir er þeir voru í Skálholtsskóla. Þótti Magnúsi þó Árni félagi sinn heldur laus á kostum og varaði hann við slíku þar sem hann taldi hann einhvern tíma mundi hafa bágt af. Bað hann Árna um að svíkja aldrei þá sem á hann tryðu. Var Magnús forspár talinn. Eftir skóla fékk Magnús formannsembætti við...
Saga af Magnúsi spítalahaldara, Árna presti og 12 útilegumönnum
Maður nokkur fór til sjóróðra suður á nes. Í Húnavatnsþingi varð honum samferða strákur að nafni Stígur og ætlaði hann í Skálholtsskóla. Þegar þeir komu að bæ einum makaði Stígur andlit vermanns og hægri hönd í súru skyri á meðan allir sváfu. Þegar kveikt var um kvöldið var mikið hlegið að honum. Þegar þeir áðu á heiðunum og sofnuðu tók vermaður snýtuklút...
Jón Vídalín sigldi til háskólans en tók land í Noregi og fékk gistingu ásamt skipstjóra sínum hjá kaupmanni nokkrum. Þótti kaupmanni Jón borða græðgislega og hafði orð á því en Jón svaraði fyrir sig. Þegar Jón var prestur á Álftanesi frétti hann að þar í sveit væri mjög byrsæll bóndi. Töldu menn að hann færi með forneskju en komst Jón Vídalín að því að...
Eiríkur Melkjörsson á Bergsstöðum og Illugi bóndi á Drumboddsstöðum voru samtíða og báru þeir af öðrum í smíðum. Eiríkur smíðaði mynd eftir sólkerfinu en dó áður en hann hafði fullgert gangverk það sem átti að koma öllu á rás. Illugi notaði aldrei hefil en felldi allt saman með smíðaöxinni. Hann var fenginn til að smíða allt sem þurfti í Skálholti. Sagt...
Í dánarbúi Torfa, afa Torfhildar, var til rauður steinn úr handhring með fangamarkinu J.A. Stein þann fékk Jón Finnsson eftir föður sinn, Finn biskup, og síðan Torfi, sonur Jóns. Sagt var, að steinn þessi væri úr handhring Jóns biskups Arasonar, sem höggvinn var í Skálholti. Móðurbræður Torfhildar gáfu steininn séra Jóni heitnum Halldórssyni, sem var...
Gamlir munir, sem enn ertu til: Steinn úr handhring Jóns biskups Arasonar
Í októbermánuði 1955 var ekið mold yfir kirkjugarðinn í Skálholti til að hækka hann upp og jafna. Munu hafa lent undir moldarflaginu flest eða öll leiði í kirkjugarðinum. Til þessa verks voru þrír bílar frá Pétri Snæland í Reykjavík og einn krani. Eigandi fjórða bílsins var bifreiðastjóri úr Grímsnesinu. Ökumenn hinna bílanna voru Finnur, Guðbjartur og...
Vélarbrotin í Skálholti
Ekki fyrir allmörgum árum, líklega 10-20, kom upp úr Skálholtskirkjugarði í grafreit Brynjólfs biskups höfuðkúpa og sást vel að kona sú, er höfuðkúpan var af, hafði verið jörðuð með skraut. Tilgáta manna var að þetta væru leifar Ragnheiðar Brynjólfsdóttur, sem dó ung. Séra Guðmundur Torfason var þá prestur í Skálholtssókn. Í Skálholti eru sautján...
Gamlir munir, sem enn ertu til: Forngripir í Skálholti
Sonur Odds biskups í Skálholti hét Árni. Tvítugur að aldri var hann settur yfir skóla í Skálholti (1612). Hann stundaði lögvísi og varð lögmaður. Árið 1606 var hér á landi höfuðsmaður sem alþýða kallaði „Herlegdáð,“ en hét raunar Herluff Daae. Hann átti í útistöðum við marga landshöfðingja, ekki síst við Odd Skálholtsbiskup, sem hann ófrægði mjög erlendis...
Það er gömul sögn að milli Borgarfjarðar eystra og Kjólsvíkur hafi verið mikill tröllgangur. Gletta hét tröllkona sem bjó norðan við Kjólsvík og gerði hún mikinn usla í grenndinni m.a. rýmdi Glettinganes sem síðar var kennt við hana. Gríður hét önnur og bjó í Gríðarhelli. Síðar flutti Gletta (var einnig kölluð Gellivör) þaðan í Staðarfjall. Frá Hvoli...
Bjarni Bjarnason frá Hesti lærði í Skálholtsskóla en var vísað þaðan í apríl 1664, ásamt Einari Guðmundssyni frá Straumfirði, vegna þess að þeir höfðu skrifað galdrablöð. Bjarni sagðist hafa skrifað sinn hluta blaðanna fyrir þremur árum í Kálfeyrarveiðistöðu á Vestfjörðum eftir kveri Erlings Ketilssonar frá Þórustöðum. 22. júní sama ár sigldu þeir til...