56 datasets found
Place of Narration: Skálholt
Skálholtspiltar lásu Vigilius og þar þræta borgarbúi og sveitamaður. Heitir annar Mölebius en hinn Koridon. Eftir lestur bókarinnar ákváðu piltarnir að búa til orðið dóni úr nafninu Koridon.
Í fornöld var það siður að leggja grænan klæðnað ofan á rúm biskupsfrúnna, ef þær höfðu ekki heyrt um andlát manns síns. Þannig var frú Jóns Vídalíns látin vita og tók hún missinn mjög nærri sér.
Maður er nefndur Þórálfur; hann bjó á bæ þeim í Húnavatnssýslu er heitir að Þóreyjarnúpi; hann var kvongaður og átti tvo sonu barna; hét hinn eldri Árni, en hinn yngri Grímur. Árni var fjórum árum eldri en Grímur. Segir ekki frá uppvexti þeirra bræðra fyrri en Árni var orðinn sextán vetra, en Grímur tólf; þá fóru þeir fyrsta sinn til sjávar; urðu þeir tvö...
Sagan af bræðrunum Árna og Grími
Einu sinni var biskup frá Skálholti á leið sinni um Austfirði. Þar hitti hann bónda nokkurn og tók hann tali. Biskup spurði hvernig prestur hans væri. Bónda var vel til prestsins og vildi hrósa honum og sagði: „Ekki þarf þess að spyrja, herra, hann er hundur fyrir altarinu og andskoti í stólnum."
„Hundur fyrir altarinu og andskoti í stólnum"
Á bæ einum á Suðurlandi bjó ríkur maður ásamt konu sinni og dóttur, Ólöfu. Hún var væn og örlát. Einu sinni var hún að leika sér við hól þegar svefn sótti að henni. Hana dreymdi álfkonu koma til hennar og bað hana að gefa sér mjólkina úr kindinni sem hún ætti frá því farið væri að stía og fram að fráfærum. Í næstu sveit bjó vinur föður Ólafar, hann átti...
Eiríkur sonur Odds biskups Einarssonar þótti heldur vitgrannur og var því um kennt að Helga móðir hans lét brjóta steinbogann yfir Brúará til þess að varna snauðum mönnum förina til Skálholts. Eiríkur þótti eins og fyrr sagði ákaflega heimskur, og þegar kona hans dó varð honum að orði að faðir hans mundi gefa honum nýja konu í stað þeirrar sem dó. Einnig...
Sigfús og Þórarinn voru skólapiltar í Skálholti á miðöldum. Áttu þeir heima á Austurlandi og voru nágrannar og vinir miklir. Voru þeir ávalt samferða í skólann. Eitt sinn er þeir voru komnir nokkuð suður í Skaftafellssýslu fyrir ofan byggð og með jöklum, lentu þeir í þoku og dimmviðri. Villtust þeir en hundar þeirra fóru á undan þeim. Heyrðu þeir þá hvar...
Vestið- Saga af Sigfúsi og Þórarni skólapiltum.
Biskupinn í Skálholti heyrði margar galdrasögur fara af Eiríki og vildi setja hann frá embættinu. Hann sendi 18 skólapilta til Eiríks sem áttu að færa hann úr hempunni. Þennan daga bað Eiríkur vinnumenn sína að setja enga skepnu út því honum litist ekki á veðrið. Síðan skall á vonsku veður og voru skólapiltar að týnast að Vogsósum einn í einu. Þeim var...
Stúdent einn úr Skálholtsskóla varð svo óheppinn að veikjast er hann ætlaði að vígjast til prests en þá var laust gott brauð sem hann hafði ætlað að ná í. Bjó hann í Múla eða Þingeyjaþingi. Hafði einn Skálholtspilta þar í nágrenninu einnig lagst veikur og strengdu þeir þess heit að hvor sem yrði fyrr ferðafær myndi bíða eftir hinum. Er stúdentinn varð...
Einu sinni týndust lyklarnir af Skálholtsstað og varð að smíða aðra. Tólf árum seinna fundust lyklarnir í Lyklafelli sem dregur nafn sitt af lyklunum. Ráðsmaður hafði verið með lyklana á sér þegar hann reið til Reykjavíkur og týndi þeim þar.
Eitt sinn bjuggu tvenn hjón í dal í sunnanverðu miðhálendi Íslands. Áttu hjónin á öðrum bænum dóttur efnilega og fríða er Margrét hét. Veiktust allir á bæjunum úr pest og dóu, nema Margrét. Bjó hún þá ein í dalnum um við nokkuð góðan kost. Um vorið kom til hennar maður og gaf henni þá kosti að láta sig einan ráða þar öllu eða vera drepin ella. Kaus...
Það voru helst Jón blóti og Þorgils sem áttu í erjum við séra Snorra. Hallvarður Hallsson á Horni þreytti líka við prest. Hallur var bannsunginn í Skálholti af Finni biskupi fyrir galdur en sama dag og bannsetningin fór fram í Skálholti horfði Hallur í gaupnir sér og kvað vísu (sjá Vísur).
Hallur á Horni bannsunginn
Maður var nefndur Grímur. Honum varð það slys á að systir hans varð þunguð af hans völdum. Þegar þau systkin urðu þess vís struku þau á fjöll. Þegar þeirra var saknað var farið að leita strax og gekk það annars lagið í heilt ár. Ætlað var að faðir Gríms hefði komið til hans nauðsynlegum búsáhöldum og jafnvel stutt hann með ráðum árum saman. Tuttugu árum...
Á miðöldum var það siður að brúka grafnar rúmfjalir fyrir rekkju á nóttum, svo að rekkjuklæðin dyttu ekki ofan. Vísan var oftast andlegt vers til að varna óhreinum öndum að komast að rúminu. Stundum voru vísurnar spaug eða gamanvísur. Þessi var til dæmis grafin á rúmfjöl afa Torfhildar af vini hans (sjá vísa 1). Sömuleiðis voru rúmábreiður mjög vandaðar í...
Vísur á rúmfjölum og ábreiðum
Einu sinni voru prestshjón í Vestur -Skaftafellssýslu sem áttu 12 ára son að nafni Vilhjálm og 10 ára dóttur sem hét Helga. Voru þau mjög efnileg eftir aldri. Fór fjölskyldan eitt sinn í kaupstaðarferð og lá leið þeirra yfir Breiðamerkursand. Þustu þar að þeim 18 útilegumenn sem drápu hjónin og son þeirra og tóku Helgu litlu. Vildi foringinn ekki drepa...
Einn morgun lá Guðmundur prestur á Mosfelli í sæng sinni. Hann sá hænsnin þar fyrir utan en ein hænan fór upp á þröskuldinn og galaði hærra en hani. Þetta þótti mönnum á móti náttúru og nokkuð svo fyrirsögn þeirra hluta er síðar komu fram. Þá sögðust kóngsins menn taka alla vinnumenn í Skálholti og öllum útbúum af Árna biskupi ef hann sigldi ekki til Noregs.
Hjálmsstaðir urðu aftur bændajörð á öndverðum tíma hinna lútersku Biskupa. Kom það til af því, að unglingsstúlka meðal hinna óæðri hjúa á staðnum, bjargaði lífi biskupsfrúarinnar. Gat hún ekki fætt, og var talinn dáinn. Var búið að leggja hana á líkfjalirnar, en stúlkan fékk að sjá hana, og lokaði hún sig inni með henni. Kom hún síðan út með þær fréttir...
Einu sinni var biskup á Hólum í Hjaltadal; hann hélt tólf vinnumenn og dreng þann þrettánda sem hann hafði helzt til að passa hesta sína; drengurinn hét Þórsteinn. Annars biskups er getið er var í Skálholti fyrir sunnan. Það var siður biskupsins á Hólum að hann sendi árlega einn vinnumann sinn með bréf suður í Skálholt til biskupsins sem þar var; en það...
Það er í frásögur fært af Jóni prófasti Halldórssyni í Hítardal að Oddur biskup hafi verið bæði getspakur og forspár um marga hluti sem síðar mun sagt verða þó hann léti lítið yfir því nema þegar svo bar undir að hann var ölglaður. En eins var því varið með hann og marga sem kallaðir eru forspáir að hann sá gegnum holt og hæðir. Sami merkismaður hefur...
Oddur biskup Einarsson
Þegar Vallanesprestakall losnaði vegna sinnisveiki séra Jóns Stefánssonar vildi Páll prófastur Guðmundsson Kirkjubæjarklerkur fá brauðið. Vissi hann að margir yrðu til þess að sækja um svo gott prestakall og vildi vera fyrstur. Auglýsti hann því eftir manni sem væri kunnugur og þyrði að fara skemmstu leið suður í Skálholt. Var honum bent á mann á...