37 datasets found
Place of Narration: Siglufjörður
Stúlka að nafni Guðrún sá mág sinn ganga alvotan inn í eldhús þar sem hún var stödd. Reyndist hún vera sú eina sem varð vör við hann. Hafði hann drukknað sama dag um borð á skipi sem fórst.
Jón Rafnson dreymdi að hann fyndi dauðan mann við sjóinn. Drukknaði hann síðan sjálfur.
Konu dreymdi mann sinn kveða vísu (sjá Vísur). Hann fórst.
Hálfdán Einarsson lá inni við bryggju á Siglufirði á báti sínum Einari Hálfdáns, nótin hafði rifnað og var tekin til viðgerðar á bryggjunni. Skafti Stefánsson kom hlaupandi niður á bryggju og biður strákana að flýta sér því Hálfdán kæmi inn klukkan 10 næsta morgun með 200 tunnur. Það fór sem Skafti sagði, þegar lokið var við að gera við nótina fór Hálfdán...
Sú fregn barst vestan af Siglufirði að þar hafi komið inn á höfn nokkrar fiskiduggur enskar og frakkneskar, þar lágu fyrir nokkur hákarlaskip.Einn daginn sáu menn að farið var í land frá einni frakknesku duggunni af einum manni á báti. Þegar hann kom á land settist hann niður og klæddi sig úr bússum sínum, lagði síðan af stað upp undir Hafnarbakka og...
Einsetukerlingin Dala-Molda, kemur að máli við verslunarstjóra og segir að hún hafi séð til 12 manna koma í búðina til hans kvöldið áður. Lýsti hún þeim öllum svo nákvæmlega að kom heim og saman við áhöfn hákarlaskips sem farist hafði úti fyrir Langanesi sama kvöldið og hún sá sýnina.
Kristján vann ásamt bræðrum sínum, Þórði og Sveinbirni á Siglufirði. Um haustið réðu bræður hans sig á lélegt skip sem varla var talið sjófært. Var Kristján hræddur um bræður sína og bjóst eins við að sjá þá aldrei lifandi framar. Tók Þórður loforð um að birtast Kristjáni ef hann drukknaði og vinda úr fötum sínum hjá honum. Um hálfum mánuði síðar vaknaði...
Svipur Þórðar Benediktssonar
Sagnir, er heimildarmaður heyrði í ungdæmi sínu, um að sjóormur hafi sést fram af Úlfsdölum við Siglufjörð ná fram um 1880, eru þær ekki alveg á sömu lund. Þóttust sumir sjá orm með kryppur upp úr baki en aðrir eins og skip á hvolfi, voru fyrirburðirnir mjög settir í samband við Dala-Rafn, sem drukknaði fram af Dölunum, ásamt tveimur uppkomnum sonum 1636....
NÁTTÚRUSÖGUR. Kynjadýr: Sjóormurinn við Úlfsdali
Jón Rafnsson formann, sem drukknaði á Siglufirði er bjarga átti mönnum úr hafróti á höfninni, dreymdi að hann þóttist ganga fram með sjó og finna dauðan mann. Mælti hann þá fram þessa vísu: Hann drukknaði sjálfur og hefur draumurinn líklega verið fyrir því. Hann var einn af þeim ellefu sem grafnir voru í einu.
Í aprílmánuði 1919 féll mikið snjóflóð hinum megin við Siglufjörð. Féll það á síldarverksmiðju Evangers sem þar var til húsa á samt nokkrum húsum sem stóðu þar rétt hjá. Nokkrum var bjargað lifandi en alls fórust níu manneskjur í flóðinu. Var mikið fjárhagslegt tjón af flóðinu, hafði það eyðilagt verksmiðjuna ásamt því sem henni tilheyrði svo og nokkur...
1.Snjóflóðin í Hvanneyrarhreppi í aprílmánuði 1919: Snjóflóðið á Siglufirði
Á ofanverðri 17. öld bjó í Höfn í Siglufirði maður nokkur er Höskuldur hét, einrænn í skapi og talinn fjölkunnugur. Átti hann í erjum við Dala-Rafn er bjó í Úlfsdölum, er skammur vegur milli bæja yfir fjallið. Rafn var einnig talinn göldróttur og er sagt þeir hafi á víxl reynt að seiða fram skriður yfir bæi hvors annars, en báðum tekist að beina þeim frá....
Sumarið 1938 réðst Runólfur Heydal sem þjónn í Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Hann kom þangað um miðjan júní og svaf einn í húsinu. Hann fór að heyra kynlegan hávaða á leiksviði hússins og undir leiksviðinu og stóð hann oftast meira og minna alla nóttina. Á leiksviðinu voru ýmis konar hljóðfæri. Hávaðinn stafaði af því að þessi hljóðfæri voru dregin til og...
Reimleikarnir í Alþýðuhúsinu
Stefán Vagnsson var verkstjóri við Síldarverksmiðjuna á Siglufirði. Var það fyrsta árið sem Sveinn Benediktsson var stjórnarformaður síldarverksmiðjunnar. Þormóður Eyjólfsson lét af störfum, mest fyrir það að ágreiningur varð milli hans og ráðamanna um byggingu síldarverksmiðjunnar Rauðku á Siglufirði. Framan af sumri var reytingsafli af síld en tók fyrir...
Ævisaga Sigurðar Ingjaldssonar frá Balaskarði. Gripið er niður í söguna þegar Sigurður er á hákarlaskipinu Skildi norðan við land og síðar er sagt frá sjóslysi á Siglufirði. Skipverjarnir voru að ræða saman um hitt og þetta. Þeir sögðust hafa séð skrítna sjón, þeir sáu mannsmynd koma upp úr sjónum rétt hjá skipinu og horfði á þá stundarkorn. Myndin var...
Fyrirboði um sjóslys
Jóhann Kröjer var fæddur í Kaupmannahöfn og alinn þar upp á föðurleysingjahæli til fermingaraldurs. Síðan fór hann búðarpiltur til einokunarverslunarinnar á Húsavík, reyndist ráðvandur og vann sér snemma álit. Hann kvæntist síðan Rakel Halldórsdóttur og áttu þau sex syni, einn þeirra var Halldór. Þegar konungsverslunin lagðist af varð varð Jóhann...
Þáttur af Halldóri Kröjer. 1. Frá Jóhanni Kröjer
Sigfús var yngstur af níu börnum Þorvaldar ríka Sigfússonar á Dalabæ í Úlfsdölum. Hann dó 19. september 1866 21. árs að aldri og í kirkjubókum stendur að hann hafi verið „aumingi á Dalabæ.“ Sagt var að Sigfús hafi verið mikill efnismaður og hraustur eins og hann átti kyn til. Þegar hann var á milli fermingar og tvítugs fór hann frá Dalabæ í erindum...
Árið 1953 dó öldruð kona á elliheimilinu í Skjaldarvík, hún hét Mikkelína Hallsdóttir frá Ísafirði. Árni Jóhannesson lá í rúmi sínu milli svefns og vöku um klukkan 7, fannst honum þá að eitthvað kæmi að honum og sem lögð væri hönd á öxl hans og blásið væri um leið á vanga hans. Hann opnaði augun en sá engan. Næsta morgun frétti hann að Mikkelína hefði...
Svipur Mikkelínu
Skipið var smíðað á Spáni úr völdum viði og mjög til þess vandað í alla staði. Hét það upphaflega „Basterella“ og var fyrst í stað látið flytja þræla frá Afríku vestur um haf. Síðan fylgdi því ógæfa. Um aldamótin rakst norskt skip á það mannlaust úti á miðju Atlandshafi. Skipið var dregið til Álasunds og átti að nota það fyrir kolageymslu. En varðmenn...
Draugaskip á Siglufirði
Samson Jónsson átti eiginkonu að nafni Álfheiður Björnsdóttir. Dreymdi hann eitt sinn þegar hún var stödd hjá syni sínum, að hún lyti niður að honum og ætlaði að vekja hann með kossi. Vaknaði hann þá og sá hana ganga frá rúminu. Skömmu síðar kom Marsibil dóttir þeirra og ætlaði að boða dauða Álfheiðar, en Samson sagði að það væri óþarfi því hann vissi að...
Síðla hausts 1939 var Soffía stödd í Siglufjarðarkaupstað og hafði farið yfir fjörðinn með mjólkina frá Staðarhóli. Það var austanátt og ljótur bakki úti fyrir firðinum og töluvert þung undiralda. Hún ákvað nú samt að fara til baka á bátnum. Maður sem hét Vigfús ætlaði með henni en hann fann ekki bátinn og kom síðar í ljós að hann hafði farið gangandi...